Í fararbroddi, en skemmum það með þöggun.

Ástæða er til að fagna því að íslenskir vísindamenn eru í fararbroddi í heiminum varðandi nýtingu jarðvarmaorku og eru að uppskera í samræmi við það. Heimsþing Alþjóða jarðhitasambandsins hér á landi 2020 er gleðilegt merki um það. 

En betur má ef duga skal. Yfir "íslenska jarðvarmasamfélaginu" og íslenskum ráðamönnum og þjóðinni hvílir skuggi þöggunar yfir þeirri staðreynd, að eins og er, felur nýting meginhluta íslenska jarðvarmans hvorki í sér endurnýjanlega né hreina orku, og því síður viðunandi nýtingarhlutfall.

Þetta eru þrjú meginatriði, og falleinkun blasir við í þeim öllum.  

Dæmi um þöggunina og blekkinguna er myndin, sem fylgir frétt um þetta á mbl.is og er af gufumekkinum við Hellisheiðarvirkjun. Verra dæmi var ekki hægt að velja. 

Skoðun atriðin þrjú varðandi nýtinguna, sem myndin sýnir:

1. Endurnýjanleg orka?  

Svar: Nei.  Orkan er þegar byrjuð að dvína enda var í forsendum virkjunarinnar ekki gert ráð fyrir meira en 50 ára endingartíma hennar. Það er langt frá því að standast lágmarkskröfur um sjálfbæra þróun. 

2. Hrein orka?

Svar: Nei. Hellisheiðarvirkjun er mest mengandi fyrirtæki landsins og allar fullyrðingar og loforð um að það vandamál væri fljótleyst og auðleyst hafa reynst blekkingar í meira en áratug.

3. Góð orkunýting?  

Svar: Fjarri því. Aðeins 10-15% orkunnar nýtist en 85-90% fara óbeisluð út í loftið.

Vegna þöggunarinnar og blekkinganna vanrækjum við að takast á við það að gera heildarúttekt á íslenskri jarðvarmaorku og skipuleggja nýtingu hennar þannig að hún standist kröfur um sjálfbæra þróun í svipuðum anda og Guðmundur Pálmason velti upp í byrjun og þeir Ólafur Flóvenz og Guðni Axelsson hafa síðar gert.   


mbl.is „Þetta verður mjög metnaðarfullt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.6.2013:

"Uppsett afl Hellisheiðarvirkjunar er 303 megavött (MW) og hún framleiddi á fullum afköstum til síðustu áramóta en getur nú mest framleitt 276 megavött.

Vísindamenn Orkuveitu Reykjavíkur
(OR) áætla að afköst virkjunarinnar muni falla um sem jafngildir sex megavöttum á ári að meðaltali.

Allt bendir til of hraðrar uppbyggingar virkjunarinnar.
"

Hellisheiðarvirkjun langt undir væntingum og getu

Þorsteinn Briem, 23.9.2014 kl. 23:03

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Útstreymi gróðurhúsalofttegunda vegna orkuframleiðslu árið 2007 skiptist í útstreymi vegna jarðhitavirkjana (83%) og útstreymi vegna notkunar eldsneytis til rafmagns- og hitaframleiðslu (17%).

Heildarútstreymi frá orkuframleiðslu jókst
úr 123 þúsund tonnum árið 1990 í 182 þúsund tonn árið 2007, eða um 48%.

Aukning frá jarðhitavirkjunum vegur þar mest
en útstreymi frá jarðhitavirkjunum jókst úr 67 þúsund tonnum í 152 þúsund tonn á tímabilinu."

Nettóútstreymi gróðurhúsalofttegunda hér á Íslandi, bls. 30-36

Þorsteinn Briem, 23.9.2014 kl. 23:09

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Útstreymi brennisteinsvetnis (H2S) frá Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun var rúmlega 28 þúsund tonn árið 2012."

"Brennisteinsvetni er jarðhitalofttegund sem berst upp á yfirborðið frá jarðhitasvæðum og sérstaklega við nýtingu háhitasvæða.

Í miklum styrk er brennisteinsvetni hættulegt.

Dæmi eru um að við jökulhlaup tengd jarðhita undir jökli hafi vísindamenn verið hætt komnir við upptök hlaupanna.

Einnig starfsfólk virkjana og þarf að gæta sérstakrar varúðar, ekki síst í lokuðum rýmum þar sem lofttegundin getur safnast fyrir.

Mannsnefið er næmt fyrir brennisteinsvetni og nemur auðveldlega brennisteinsvetni niður í
7-15 míkrógrömm efnisins í hverjum rúmmetra andrúmslofts en sjö míkrógrömm eru sjö milljónustu úr grammi.

(Brennisteinsvetni - Orkuveita Reykjavíkur)

Þorsteinn Briem, 23.9.2014 kl. 23:17

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.3.2012:

"Stefán Arnórsson, prófessor við jarðfræðideild Háskóla Íslands, segir fullyrðingar sem stjórnmálamenn vilji gjarnan ýta undir um að jarðvarmi sé endurnýjanleg auðlind ekki standast og í raun sé rennt blint í sjóinn með stærð sumra svæða sem til standi að nýta, svo sem á Hellisheiði."

"Í þessu togast á þrennt, pólitík, hagsmunir og fagmennska," segir Stefán og kveður allt faglegt mat segja að auðlindin sé ekki endurnýjanleg."

Þorsteinn Briem, 23.9.2014 kl. 23:25

5 Smámynd: Snorri Hansson

Áttu þá við Ómar að Krafla egi stutt eftir?

Snorri Hansson, 24.9.2014 kl. 01:19

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jarðvarmasvæðin eru misjafnlega endingargóð og Krafla hefur notið þess hita, sem Kröflueldar færðu inn á svæðið. Enginn sá Kröfluelda fyrir og sennilega væri virkjunin á fallanda fæti nú ef eldarnir hefðu ekki komið með sinn stóraukna hita.

En í frægum sjónvarpsþætti 1978 kom fram að þar hafði verið farið í bága við ráðleggingar Guðmundar Pálmasonar um ábyrga og framsýna nýtingu.

í 35 ár hefur verið fullyrt, stundum árlega, að sýruvandamálin í stórum hluta borholanna, væru að leysast. Í hitteðfyrra var veitt enn einni fjárveitingunni í rannsóknir á því.

Nú er hart sótt fram um nýjar boranir og framkvæmdir á Kröflu-Leirhnjúks-Gjástykkissvæðinu, sem og stórvirkjun við austurbakka Mývatns, væntanlega með það í huga að endingartímmi svæðisins fari að síga á seinni hlutann, en með því að gera allt þetta svæði að iðnaðar- og virkjanasvæði væru svikin loforð tveggja Framsóknarráðherra rétt fyrir kosningarnar 2007 um að þyrma því einstæða náttúruundri á heimsvísu sem Leirhnjúkur-Gjástykki er.

Ómar Ragnarsson, 24.9.2014 kl. 08:20

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já. Þetta er rétt. Margir (flestir sennilega) íslendingar hugsa ekki jarðvarma til enda eða hugsa ekki dæmið til lengri tíma. En það er að vísu mjög islenskt og þjóðlegt að hugsa allt í skammtíma eins og kunnugt er.

Það er líka rangt, að mínu mati, að halda ví að fólki að ísledingar séu einhverjir stórsnillingar í jarðvarmanotkun og að erlendir menn séu svo vitlausir að fatta ekki frábærleikann.

Að sjálfsögðu er þekking á jarðvarma til staðar hjá erlundum þjóðum. Að sjálfsögðu.

Það væri miklu mun ráðlegra fyrir ísland, að hefja samstarf og samvinnu við þá dani um vindorku.

Danir stefna á stóraukna notkun vindorku. Og fleiri svo sem ESB og færeyingar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.9.2014 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband