25.9.2014 | 20:06
Getur það verið?
Síðustu ár Kísiliðjunnar við Mývatn voru fluttar um það reglulega fréttir að byggðin myndi hrynja ef verksmiðjan fengi ekki að halda áfram.
Umhverfisverndar- og náttúruverndarfólk var sakað um að vilja allt atvinnulíf feigt. Samt reyndi það að benda á möguleika í ferðaþjónustu og fleiru, en var þá í háði spottað fyrir að vilja "eitthvað annað" en stórar virkjanir og stóriðju, og með "einhverju öðru" var venjulega nefnd fjallagrasatínsla og það að "vera á móti rafmagni", "vilja fara aftur inn í torfkofana og vera á móti atvinnuuppbyggingu."
Venjulega var dómsdagsfrétt um yfirvofandi endalok Kíisiliðjunnar fyrsta frétt á ljósvakanum.
Svo hætti Kísiliðjan án þess að hægt væri að kenna náttúruverndarfólki um það. Samt var haldið áfram að núa því um nasir að hafa viljað leggja byggðina í auðn.
Frétt um það ári síðar að byggð héldi áfram þrátt fyrir allt beið lengi eftir birtingu og komst loksins að aftarlega í fréttatíma.
Í ljósi þessa vaknar spurningin um það hvernig það megi vera að enn sé byggð í Mývatnssveit. Hvort það hljóti ekki að vera gabbfrétt að samþykkt hafi verið gerð nýrrar götu í Reykjahlíð og að "mikill uppgangur" sé í Mývatnssveit án þess að reisa nýja Kísiliðju eða stórvirkjun í Bjarnarflagi.
Mikill uppgangur er í Mývatnssveit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Hagkerfi margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.
Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna."
En það skilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn engan veginn.
Þjónusta - Vörur
Þorsteinn Briem, 25.9.2014 kl. 20:19
Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mikið, aðallega vegna aukinnar þjónustu og háskólastarfsemi á því svæði og það á einnig við um Akureyri.
Íbúum í þeim sveitarfélögum sem nú mynda Fjarðabyggð, framleiðslusveitarfélagi, fækkaði hins vegar um 11,2%, eða 582, á árunum 1998-2013, þrátt fyrir álverið í Reyðarfirði.
Og í framleiðslubyggðarlaginu Vestmannaeyjum fækkaði íbúum á þessu tímabili um 8,8%, eða 407, og þeim sem búa á því svæði sem nú er í Dalvíkurbyggð fækkaði um 10,5%, eða 218, í byggðarlögum sem nú mynda Ísafjarðarbæ fækkaði íbúum um 15,3%, eða 675, og þeim sem búa á svæðinu sem nú er í sveitarfélaginu Norðurþingi, til að mynda Húsavík, fækkaði um 14,6%, eða 489.
Íbúum á svæðinu frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar fjölgaði hins vegar á þessu tímabili um 25%, eða 41.073, og í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði íbúum um 16,5%, eða 2.544, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.
Þeim sem búa í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði því meira á tímabilinu 1998-2013 en íbúum í þeim byggðarlögum sem nefnd eru hér að ofan fækkaði, samtals 2.371.
Þorsteinn Briem, 25.9.2014 kl. 20:21
Það geta ekki allir lifað á þjónustu, og þjónustan sem slík þarf á bak við sig margþætta framleiðslu.
Jón Logi (IP-tala skráð) 26.9.2014 kl. 07:41
Frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar eru auk CCP og mikillar ferðaþjónustu til að mynda stór og fjölbreytt framleiðslu- og útflutningsfyrirtæki, í ullarvörum, fiskvinnslu, lýsi, veiðarfæragerð, stoðtækjum, hátækni í matvælaframleiðslu, lyfjum og áli, Ístex (áður Álafoss) í Mosfellsbæ, Grandi hf., Lýsi hf., Hampiðjan og Össur hf. í Reykjavík, Marel í Garðabæ, Actavis og álverið í Hafnarfirði.
Og verið er að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem um 200 manns munu starfa.
Þorsteinn Briem, 26.9.2014 kl. 20:11
Jón Logi. Þetta er öfugt eins og Brieminn er að lýsa. Framleiðslan þrífst ekki án þjónustu. Þjónustan er grunnurinn. leikskólar, grunnskólar framhaldsskólar, háskólar, bankar, spítalar, hjúkrunarheimili, listsýningarsalir, söfn, almenningssamgöngur, hjólabrautir osfrv osfrv. Það tók þrjátíu ár að koma upp álveri á Reyðarfirði og hvað svo, fólkinu fækkar þrátt fyrir allar tekjurnar, af orkuveri og álveri,því fjölbreytnina vantar í þjónustuna.
stefán benediktsson (IP-tala skráð) 26.9.2014 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.