Já, stóriðjan var hófsemi og skynsemi, "eitthvað annað" brjálæði.

Árum og áratugum saman var það talin skynsemi og hófsemi að reisa eins mörg álver á íslandi og unnt væri, selja orkuna á "lægsta verði í heimi" með "sveigjanlegu mati á umhverfisáhrifum" eins og það var auglýst af íslenskum stjórnvöldum í leynilegum betlibæklingi, sem sendur var helstu stóriðjufyrirtækjum heims. 

Talið var skynsamlegt og hófsemdarlegt að framleiða 20 sinnum meira rafmagn en við þurfum sjálf til eigin nota og virkja alla virkjanlega orku í þessu skyni og umturna eða eyðileggja öll helstu náttúruverðmæti í þessu skyni.

Þeir sem andæfðu þessu voru kallaðir "ofgamenn" sem væru "á móti atvinnuuppbyggingu, á móti rafmagni og vilja fara aftur inn í torfkofana."

Ekkert annað en stóriðja kæmi til greina "til að bjarga þjóðinni".  "Eitthvað annað" væri fánýtt og fjallagrasatínsla gjarnan nefnd sem dæmi.

Vilhjálmur í Möðrudal á Fjðllum var "talinn brjálaður" að láta sér detta "eitthvað annað" í hug.  

Fyrir kosningarnar 2007 reyndi Íslandshreyfingin að benda á aðeins eina staðreynd, sem styngi í augun:

Að jafnvel þótt sex risaálver yrðu reist og allri orku og náttúru landsins fórnað fyrif þau, myndu aðeins um 2% vinnuaflsins fá vinnu í álverunum og svonefnd "afleidd störf" yrðu aldrei fleiri en um 5% vinnuaflsins.

Eftir sem áður yrðu langt yfir 90% af vinnuaflinu "eitthvað annað." 

En þetta fór þá og fer enn inn um annað eyrað og út um hitt hjá ráðandi öflum í þjóðfélaginu. Að minnsta kosti hefur það verið "einróma" stefna núverandi ríkisstjórnar að reisa risaálver í Helguvík og fórna fyrir það helstu náttúruverðmætum landsins allt frá Reykjanestá austur í Skaftárhrepp og upp á hálendið.

Og enn eru þeir sem andæfa þessu taldir brjálaðir.  


mbl.is Vilhjálmur var talinn brjálaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alvöru fólk, eins og margir sem láta sig hafa ýmislegt til að búa úti í sveitum landsins.

Jón Logi (IP-tala skráð) 26.9.2014 kl. 07:43

2 identicon

Þegar hvert starf við "eitthvað annað" skapar ekki nema tíunda part af þeim tekjum þjóðarbúsins sem störf við álver skapa þá er skiljanlegt að ráðamenn hiki áður en þjóðin er send í fjallagrasatínslu. Álver er eins og einn maður á gröfu en þetta "eitthvað annað" 10 manns með skóflu.

Það eru vissulega margir sem telja það brjálæði að horfa ekki á tekjur per starf. Að setja 40.000 í vinnu er gott, en ef hægt er að fá sömu tekjur með 4000 þá eru 36.000 í atvinnubótavinnu og gætu eins setið heima. Það er brjálæði að sóa vinnuafli segja sumir.

Ef hér á að vera eitthvað annað en vesældómur þar sem unga fólkið flytur erlendis og gamlingjrnir sitja eftir í rústunum þá þarf að auka tekjurnar af hverju starfi. Og til að standa jafnfætis álveri í arðsemi þarf "eitthvað annað" að tífalda tekjurnar á hvert starf.

Hannes (IP-tala skráð) 26.9.2014 kl. 10:22

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í fyrra, 2013, varð ferðaþjónustan stærsti útflutningsatvinnuvegurinn hér á Íslandi.

30.12.2013:

Níu þúsund starfa í ferðaþjónustunni hér á Íslandi allt árið og þeim fjölgar um nokkur þúsund á næstu árum


Árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.

Þessi íslensku fyrirtæki greiða alls kyns skatta til íslenska ríkisins og þeir níu þúsund Íslendingar sem hjá þeim starfa greiða að sjálfsögðu einnig skatta til íslenska ríkisins, tekjuskatt og næst hæsta virðisaukaskatt í heimi af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.

Svo og útsvar til íslenskra sveitarfélaga.

Og erlendir ferðamenn greiða í raun alla þessa skatta með útgjöldum sínum til íslenskra fyrirtækja, 238 milljörðum króna árið 2012.

Þorsteinn Briem, 26.9.2014 kl. 14:09

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sá 3,1% hagvöxtur sem mældist á fyrstu níu mánuðum [2013 ] var að verulegum hluta drifinn áfram af stórauknum tekjum í ferðaþjónustu, enda var framlag þjónustuviðskipta við útlönd til hagvaxtar 2% á tímabilinu."

Þorsteinn Briem, 26.9.2014 kl. 14:11

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.3.2012:

"Þrjú álver eru rekin á Íslandi og hjá þeim starfa um tvö þúsund manns en þegar bætt er við þeim sem tengjast álverunum teljast um 4.800 starfa í áliðnaði og tengdum greinum.

Þetta kemur fram í skýrslu sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vann fyrir Samtök álframleiðenda."

Þorsteinn Briem, 26.9.2014 kl. 14:17

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.2.2014:

"Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna [andvirði Kárahnjúkavirkjunar].

Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."

Áhersla lögð á að lækka miklar erlendar skuldir Landsvirkjunar næstu árin

Þorsteinn Briem, 26.9.2014 kl. 19:48

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.12.2013:

"Landsvirkjun getur ekki annast orkuöflun fyrir álver í Helguvík nema að litlu leyti, að sögn forstjórans.

Álverð þyrfti að hækka um 30 til 40 prósent
til að hægt yrði að ljúka samningum."

Landsvirkjun getur ekki aflað orku fyrir álver í Helguvík

Þorsteinn Briem, 26.9.2014 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband