Endurtekning á minknum og erlendu fjárpestunum?

Þrisvar sinnum á síðustu öldum bárust erlendir sjúkdómar í íslenskt sauðfé og ollu stórtjóni. Minkurinn var fluttur inn með þekktum afleiðingum. 

Í öll skiptin var fullyrt að engin hætta væri á ferðum. Engir sjúkdómar bærust hingað og engir minkar myndu sleppa út.

Undanfarin ár hefur ítrekað verið fullyrt að engin hætta sé á ferðum þótt eldi á erlendum laxi sé margfaldað á metttíma í fjörðum landins. Enginn lax muni sleppa út.

Í öllum fyrrnefndum tilfellum hefur tilvist lögmáls Murphys verið mönnum hulin eða "áunnin fáfræði" látin ríkja. Miðað við hina löngu áfallasögu virðist líklegt að þannig verði það áfram á Íslandi um aldir alda.   


mbl.is Norskur eldislax veiðist í Patreksfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn hefur ekki verið smíðað flatt þak sem átti ekki að leka!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.9.2014 kl. 11:36

2 identicon

"Enn hefur ekki verið smíðað flatt þak sem átti að leka" ætlaði ég að segja!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.9.2014 kl. 11:37

3 identicon

Í öll skiptin var einnig fullyrt að mikil hætta væri á ferðum. Sjúkdómar bærust hingað og landið legðist í eyði, minkar myndu sleppa út og útrýma öllu fuglalífi á örfáum mánuðum.

Undanfarin ár hefur ítrekað verið fullyrt að hætta sé á ferðum við eldi á erlendum laxi, lax muni sleppa út og eyðileggja Íslenska stofninn. En erlendur lax hefur sloppið í áratugi án þess að hægt hafi verið að benda á skaða.

Í öllum fyrrnefndum tilfellum hefur öfgakennd verndarhyggja eða "áunnin fáfræði"  og hræðsla verið látin víkja. Miðað við hina löngu og hagstæðu sögu virðist líklegt að þannig verði það áfram á Íslandi um aldir alda.

Einangrun og eftirgjöf fyrir huglausu afturhaldi er ekki valkostur.

Hannes (IP-tala skráð) 26.9.2014 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband