Grimmur veruleiki: "Peningana eða lífið!"?

Allir heilbrigðisráðherrar og fjármálaráðherrar, sem hafa verið við völd á Íslandi síðustu árin, sama hvar þeir hafa staðið í flokki, og sama hvaða skoðun þeir hafa haft á launajafnrétti, hafa staðið frammi fyrir grimmum veruleika:

Frjálst flæði vinnuafls í Evrópu og raunar í heiminum hefur rofið einangrun landsins og þjóðarinnar, - við erum ekki lengur eyland heldur hluti af alþjóðlegu launaumhverfi í stað þess að geta mótað það algerlega að eigin vild hér á Fróni.

Það þýðir, að vel menntað og fært fólk getur fengið sér vinnu á bestu fáanlegu kjörum að vild í mörgum löndum og þar með eru það launastefnan og umhverfið í þeim löndum sem ráða að miklu leyti ferð en ekki launastefnan hér.

Gamla hindrunin að það sé of mikil röskun og óhagræði í því að flytja búferlum til útlanda vegna vinnunnar er ekki lengur fyrir hendi.

Ég þekki mörg dæmi um Íslendinga sem búa yfir dýrmætri menntun, reynslu og færni í sínni atvinnu, sem eiga heima áfram hér á landi þótt þeir vinni erlendis, til dæmis á Norðurlöndunum.  

Þeir vinna í ákveðinn tíma, til dæmis í tvær vikur erlendis, en fá siðan frítt far fram og til baka til á víxl til þess að koma hingað heim eiga frí í eina viku eða jafnvel lengur og fara aftur utan til vinnu. Eru samt á mun hærri launum erlendis en hér.

Ég þekki meira að segja færan íslenskan lækni, sem er kominn á eftirlaun, en býðst vinna erlendis, þar sem hann getur verið til skiptis þar við vinnu og hér heima í fríi, fær tvöfalt hærri laun þar en hann fengi hér og fríar ferðir á milli.  

Mörgum kann eðlilega að líka þetta stórilla og finnst vera í gildi hjá heilbrigðisstéttunum gamla upphrópunin og hótunin "peningana eða lífið!"

En þá væri gagnrýnendum hollt að líta í eigin barm og skoða, hvort þeir sjálfir myndu vilja afsala sér frelsi til þess að sækja vinnu hjá þeim sem býður best.  

Þegar okkur blöskrar þetta og vildum breyta því er ekki hægt um vik. Í Hruninu bjargaði það þúsundum Íslendinga frá atvinnuleysi að geta fengið vinnu erlendis og þúsundir þessara Íslendinga vinna enn erlendis.

Það er því holur hljómur í því þegar gumað er af litlu atvinnuleysi hér. Sá vandi hefur bara verið færður til og við höfum misst dýrmæta starfskrafta úr landinu.

Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að höfða til samkenndar og samvisku okkar allra en það verður líka að hafa raunsæjan skilning á eðli málsins og vikja sér ekki undan að horfast í augu við það eins og það er.   

 


mbl.is Alvarlegur læknaskortur blasir við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetað er eðlilegt þstéttir fá ekki styrki til að læra úti heldur verða þeir að borga þettað að fullu sjálvir því er eðlilegt að menn leiti þángað sem peníngarnir eru og þeir eru ekki hér.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 3.10.2014 kl. 15:24

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://blog.pressan.is/stefano/files/2013/09/T%C3%ADmakaup-%C3%AD-ESB.jpg

Þorsteinn Briem, 3.10.2014 kl. 15:45

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er lækkunin á skuldum ríkissjóðs?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 3.10.2014 kl. 15:47

5 identicon

Rangt. Peningarnir eru hér eða hægt væri að afla þeirra. Ísland býr yfir miklum auðlindum, jafnvel verðmætari náttúruauðlindum per capita en Norðmenn. En auðlindirnar hafa verið afhentar nokkrum fjölskyldum, jafnvel til veðsetningar.

Þessar fjölskyldur hafa vanhæfa embættismenn í vasanum, sem grilla bara kátir á meðan öllu steini léttara er stolið í samfélaginu. Hittast svo í sparifötunum í Hörpu og biðja Guð að blessa vitleysuna.

Gleymum því ekki að auðlindir lands og sjávar eru í eigu þjóðarinnar. Nýta skal þær á sanngjarnan, sjálfbæran og skynsaman hátt með hagsmuni framtíðarkynslóða að leiðarljósi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.10.2014 kl. 16:12

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Fylgi flokka á landsvísu
- skoðanakönnun Capacent Gallup 3.10.2014 (í dag):

Samfylking 19%,

Björt framtíð 16%,

Vinstri grænir 13%,

Píratar 7%.

Samtals 55%
og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 39% og þar af Framsóknarflokkur 12%.

Þorsteinn Briem, 3.10.2014 kl. 17:16

8 identicon

Megawatt sem rennur ónýtt til sjávar er læknir sem ekki kemur heim eftir nám og fjölskylda sem flytur til Noregs.

Hannes (IP-tala skráð) 3.10.2014 kl. 22:35

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Raforkuvinnsla hér á Íslandi árið 2008 var 16,467 GWh og hafði þá aukist frá árinu áður um 37,5%.

Og notkunin á íbúa jókst úr 38,5 MWh í 51,6 MWh.

Árið 2002 varð raforkunotkunin hér sú mesta í heiminum á mann
en áður hafði hún verið mest í Noregi.

Með Fjarðaáli jókst raforkunotkun stóriðju verulega árið 2008 og hlutur hennar fór þá í 77% af heildarnotkuninni.

Þorsteinn Briem, 3.10.2014 kl. 22:54

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins:

"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til hér á Íslandi á árunum 1990-2004 sköpuðust vegna hátækni.

Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.

Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni
eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.


Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.

Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu en einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu og um 70% eru flutt úr landi.
"

Þorsteinn Briem, 3.10.2014 kl. 22:56

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.2.2014:

"Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna [andvirði Kárahnjúkavirkjunar].

Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."

Áhersla lögð á að lækka miklar erlendar skuldir Landsvirkjunar næstu árin

Þorsteinn Briem, 3.10.2014 kl. 23:04

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.12.2013:

"Landsvirkjun getur ekki annast orkuöflun fyrir álver í Helguvík nema að litlu leyti, að sögn forstjórans.

Álverð þyrfti að hækka um 30 til 40 prósent
til að hægt yrði að ljúka samningum."

Landsvirkjun getur ekki aflað orku fyrir álver í Helguvík

Þorsteinn Briem, 3.10.2014 kl. 23:05

14 Smámynd: Elsabet Sigurðardóttir

Ekki má gleyma því Hverjir hafa þurft á þjónustunni að halda

http://esig.blog.is/blog/esig/entry/1401662/

Elsabet Sigurðardóttir, 4.10.2014 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband