Fáránleg margföldun skulda oft á tíðum.

Nú munu vera á vel annað þúsund manns við lögfræðinám á Íslandi og það bendir til þess að ungt fólk telji að eftir miklu sé að slægjast á þeim vettvangi.  

Kannski er það vegna þess að í Hruninu sköpuðust ótal ný viðfangsefni við að sinna öllum þeim málaflækjum og málaferlum, sem því fylgdu.

Eitthvað verða þeir að hafa uppur krafsinu, sem farið hafa í langskólanám eins og laganám er, og þess vegna er viðbúið að kostnaðurinn við málarekstur verði mikill.

Þegar um er að ræða smávægileg mál eins og tiltölulega litlar skuldir, verður hlutur lögfræðskrifstofa og innheimtufyrirtækja hlutfallslega mikill, oft himinhár í samanburði við það sem verið er að innheimta.

Ég veit um nýlegt dæmi þar sem skuld upp á rúmlega tíu þúsund krónur var komin upp í 85 þúsund krónur nokkrum mánuðum eftir að hún var komið á borð innheimtufyrirtækis.

Það er að sjálfsögðu fáránleg margföldun skuldar, en skuldarinn er varnarlaus ef engu verður þokað gagnvart innheimtufyrirtækinu.  


mbl.is Sat eftir með aðeins 72 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður punktur Ómar.

Um næstu áramót rennur að öllu óbreyttu úr gildi tveggja ára fyrningarfrestur skulda, sem hefur verið í gildi frá 2010 vegna hrunsins.

Fyrir skuldara getur þetta þýtt að innheimtufyrirtæki haldi skuldum á lífi um aldur og ævi.

Í Svíþjóð eru 500.000 manns yfirskuldsettir, sumir síðan úr bankakreppunni sem gékk yfir landið ca. 1990. Ástæða þessa er glufa í lögum sem gerir innheimtufyrirtækjum kleift að kaupa afskrifaðar kröfur á td. 2% af nafnvirði. Síðan elta þeir skuldarann fram til æviloka, ellilífeyrir er ekki undanþeginn innheimtu. Þetta er ekkert annað en nútíma skuldafangelsi. Það gæti vel orðið raunin á 'islandi ef ekkert er að gert. Innheimtufyrirtækin sjálf eru svo helstu ráðgjafar löggjafans. Hversu heppilegt er það ?

Guðmundur Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.10.2014 kl. 20:18

2 Smámynd: Jón Óskarsson

@Guðmundur:  Ert þú ekki eitthvað að misskilja fyrningafrest ?   2 ára reglan á við um gjaldþrot einstaklingar, þar sem mál sem eru undir í gjaldþrotinu fyrnast á 2 árum.  Þau lög eru ekki að renna út, enda þarf að flytja sérstakt frumvarp um að breyta þessu aftur.    Skuldir fyrnast ekki almennt á 2 árum án gjaldþrots.  Á þessu er verulegur munur.

Jón Óskarsson, 3.10.2014 kl. 07:07

3 identicon

Fyrning á reikningi 4 ár. Hægt að halda kröfunni á lífi út fyrir gröf og dauða með aðstoð innheimtufyrirtækja.
Fyrning á endurgreiðslukröfu 10 ár. Sama þar.
Og lendi menn á vanskilaskrá eru hendnur bundnar

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.10.2014 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband