Síðbúin endurbót.

Þegar Smart ForTwo kom á markað 1997 hafði honum verið breytt vegna þess að hann valt í prófun, sem kölluð var Elgsprófið, þ. e. að víkja snögglega til hliðar ef dýr hlypi inn á veginn og beygja afnharðan hratt til baka til að lenda ekki útaf. 

Bíllinn var upphaflega 2,50 m langur til þess að hægt væri að leggja honum löglega í stæði þversum, og 1,45 m breiður til þess að smjúga sem best í umferðinni.

Hann var frábær hugmynd um borgarbíl sem minnkaði það pláss, sem óþarflega stórir bílar taka á götum borga.  

Vegna veltunnar var neðsti hluti bílsins breikkaður um 10 sentimetra svo að hjólin stæðu utar, en ekkert breiðara var innandyra fyrir þá sem voru í bílnum.

Samt sem áður er hönnunin þannig, að manni finnst maður sitja í miklu stærri bíl og áttar sig ekki á því hve stuttur hann er fyrr en litið er aftur og séð, að það er næstum ekki neitt fyrir aftan framsætin tvö.  

Jafnframt breikkun á milli hjóla var fjöðrunin illu heilli gerð styttri og hastari svo að bíllinn ylti síður, en það bitnaði hastarlega á þægindum í akstri.

Nú, 16 árum síðar, er loks búið að leiðrétta almennilega gallann á bílnum svo að hann er 21 sentimetra breiðari en hann var upphaflega.

Það þýðir að þeir, sem sitja í honum, hafa á tilfinningunni að vera í meðalstórum fólksbíl.

Vonandi hefur fjöðrunin verið mýkt og lengd ljósi þessarar miklu breikkunar og nú ætti Smart FourTwo að vera orðinn fínn ferðabíll.

Ég hefði reyndar viljað breikka bílinn minna og viðhalda betri eiginleikum til að smjúga um þrengsli í borgarumferðinni. 

Smart FourTwo er 20 sentimetrum styttri en Toyota iQ, en það er fjögurra sæta bíll.

Þar fyrir ofan er Toyota Aygo stysti bíllinn á markaðnum, 66 sentimetrum lengri en Smart FourTwo.  

Bæði Smart FourTwo og Toyota iQ hafa komið ótrúlega vel út úr árekstursprófunum.

  


mbl.is Smart ForTwo og ForFour frumsýndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband