Spólur og snuningsdiskar á undanhaldi?

Spurningin um að spólur og diskar, sem snúast, séu á undanhaldi fyrir "föstum" kortum og minniskubbum, virðist svarað jákvætt um þessar mundir. 

Mjög hratt undanhald hefur verið varðandi kvikmundatökuvélar með spólum, jafnvel þótt gæðin eigi að hafa verið góð og HDV stimpill á vörunnni.

Í staðinn eru komnar vélar með hörðum diskum og kortum.

Enginn endir virðist sjáanlegur í framþróuninni og það sem áður þótti best og flottas er orðið úrelt og stenst ekki síauknar gæðakröfur.

Gallinn við diska og spólur sem snúast eins og til dæmis DVD, DV, HDV, DVCAM og DVCPRO felst í ýmsum erfiðleikum við afspilun og yfirfærslur auk þess sem lítið má út af bregða hvað nákvæmni snertir í flóknum búnaði með legjum og hjólum, þar sem millimetrar eða brot úr millimetrum geta ráðið úrslitum.

Tækniþróunin hefur verið og er enn svo hröð að milljarðar fara i súginn vegna þess hve ört verður að henda tækjum og endurnýja þau.

Ævinlega þegar menn halda að komið sé á endastöð kemu eitthvað nýtt til sögunnar.

Eða muna menn kannski eftir DAT hljóðspólunum á sínum tíma sem áttu að verða framtíðin en urðu úreltar á undra skömmum tíma?  


mbl.is DVD sömu leið og VHS?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skipti hefðbundnum hörðum diski á vinnutölvunni út fyrir SSD (solid state drive) diski og fann töluverðan mun á hraða. Giska á að innan fárra ára verði tölvur einungis í boði með föstum diski.

Ég nota töluvert GoPro myndavél og þar hefur tækninni aldeilis fleygt fram. Myndgæðin orðin mjög góð og hægt að gera ýmsar kúnstir með þessum vélum. Helsti gallinn er sá að minniskortið er svo lítið að maður vill helst ekki þurfa að skipta um einhvers staðar úti í móa af ótta við að týna því

Jóhann (IP-tala skráð) 4.10.2014 kl. 05:23

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvernig væri nú fyrir þig að gefa þér tíma og koma gríninu þínu frá kassettunum yfir á cd?

Sigurður I B Guðmundsson, 4.10.2014 kl. 10:18

3 identicon

Stendur dvd ekki fyrir ,,die video die´´ nei segi svona

valli (IP-tala skráð) 4.10.2014 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband