Menn vilja ekki læra af reynslunni.

Það ætti vel að vera hægt að læra af reynslunni miðað við getu upplýsingasamfélags nútímans til að gaumgæfa mál og koma nýtilegustu staðreyndum á framfæri. 

En enda þótt það hafi þegar komið í ljós í kreppunni miklu sem skall á um þetta leyti árs 1929, að efnahagsvöxtur sem byggðist á uppskrúfuðum verðamætatölum, sem áttu í raun enga innistæðu, gat ekki staðist til lengdar, virtist sá lærdómur gleymdur og grafinn í aðdraganda fjármálakreppunnar 2008.

Nú varar Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn við svipuðu og varað var árangurslaust við 2007 og 2008.  

Og það virðist ekki þurfa langan tíma til þess að menn kjósi að gleyma hlutunum.

Ef litið er á helstu upphrópanirnar hér á landi og þær bornar saman við upphrópanirnar á árunum 2002 til 2008, væri hægt að skipta flestum þeirra út fram og til baka án þess að tekið yfir eftir því, samanber:

"Traust efnahagsstjórn!" - 

"Áfram, ekkert stopp!" -

"Traust og hækkandi gengi krónunnar !"

"Stöðugleiki og meiri hagvöxtur en annars staðar!" -  

"Tvöföld hækkun arðgreiðslna í sjávarútveginum!"

"Auknar fjárfestingar í stóriðjunni!"  

 


mbl.is Vara við nýrri kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband