Vegir gefa húsum ekki eftir sem fornminjar.

Þegar ferðast er um Noreg vekur það mikla athygli hve mikla rækt Norðmenn leggja við gamla vegi og sögu þeirra. Merkustu köflum þeirra er vel viðhaldið og ekki síður en nýju vegunum. 

Dæmin eru fjölmörg en nefna má gamla veginn um Strynfjallið sem dæmi.

Hér á landi má sjá tvær og jafnvel þrjár eða fjórar kynslóðir vega á sama svæði, en ekkert er gert með það að sýna þeim sömu virðingu og rækt og Norðmenn myndu gera.

Vegirnir þrír niður Kamba eru gott dæmi. Þar myndu Norðmenn halda þeim öllum við, hafa fróðlrg og skemmtileg upplýsingaskilti við þá og auka þar með á það sem dregur að ferðamenn, erlenda og innlenda.

Hörmung er að sjá hvernig þetta skemmtilega tækifæri til fræðslu og aðdráttar ferðamanna er vanrækt.

Á leiðinni upp úr Jökuldal vestur af Skjöldólfsstöðum má sjá þrjár kynslóðir brúa og vega, sem gætu verið afar skemmtilegt og fræðandi atriði fyrir ferðafólk.

Ekkert er gert með þessar minjar.

Kóngsvegurinn svonefndi býr yfir gildi stórmerkilegra fornminja og stórs atriðis í sögu þjóðarinnar og er vel ef reynt er að aðhafast eitthvað til varðveislju hans, enda fór Friðrik áttundi um veginn 1907 í ferð sem skipti miklu um aukinn skilning Dana á Íslandi og Íslendingum.

Við Kolviðarhól hélt hann merkilegustu ræðu, sem nokkur konungur Íslands hélt hér á landi, en skemmst er frá því að segja, að hrein skömm er að því hvernig stórmerkieg saga Kolviðarhóls sem atriðis í samgöngusögu og sögu sjálfstæðisbaráttunnar er gersamlega vanrækt þar.

Vert er að geta þeirrar viðleitni sem sjá má ofarlega í Norðurárdal gegnt svonefndum Kattarhrygg.

Þar er útsýnisplan og upplýsingaskilti en hins vegar alveg vanrækt að skapa aðgengi fyrir gangandi fólk að Kattarhryggnum sjálfum.  


mbl.is Fornar hleðslur undir Kóngsvegi á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband