Hve margar vikur í viðbót í byssumálinu?

Síðastliðna viku hafa þeir, sem hefðu átt að greina almenningi fá viðskiptunum með byssunurnar frá norska hernum dregið lappirnar í að gefa upplýsingar um málið og með því þvælt því út og suður.

Það var ekki fyrr en greið svör fengust frá Norðmönnum sjálfum að forstjóri Landhelgisgæslunnar kom loks í fjölmiðla í dag og í gær til að segja frá því að "þegjandi samkomulag" hefði verið um það milli aðila þegar kaupsamningu um byssurnar var gerður að Íslendingar þyrftu aldrei að greiða krónu samkvæmt honum. 

Á blogginu hafa fjölmiðlar verið ásakaðir um að draga á langinn og blása upp "herferð" í þessu máli í pólitísku skyni, vinstri menn sakaðir um að vilja veikla lögregluna en á sama tíma talað um Ögmundarskýrsluna, rétt eins og hann, þessi mikli vinstri maður, hafi tekið ákvörðun um þessi viðskipti með vopn. Skemmtileg mótsögn það. 

Enn meiri mótsögn er að kenna fjölmiðlum um það hve lengi málið hefur verið í gangi og saka þá um að eyðileggja með því nauðsynlegt traust, sem þurfi að ríkja í þjóðfélaginu. 

Í öðrum löndum þykir sjálfsagt að greina frá innkaupum hers og lögreglu á vopnum og hafa allar reglur og amninga um það uppi á borðinu, allt frá kaupum á skotvopnum upp í herþotur og herskip.

Með því að fletta upp samtímaheimildum varðandi "Ögmundarskýrsluna" má glögglega finna afgerandi yfirlýsingar hans um að forðast stigmögnun á vopnabúnaði lögreglunnar og ekki kom hann nálægt því að ákveða um viðskipti íslenskrar lögreglu og Landhelgisgæslunnar við Norðmenn.

Enn er því eftir að svara því hver tók ákvörðun um þessi viðskipti. Kannski tekur það aðra viku eða fleiri að fá svar við því og þá má nærri geta hvernig sum skrifin á blogginu verða um áframhaldandi pólitíska herferð fjölmiðla og vondra vinstri manna í þessu máli, sem hefði getað verið upplýst á einni dagstund fyrir viku af þeim sem ferðinni hafa ráðið í þessu máli.   

 


mbl.is Leynd yfir byssum engum til góðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lífsréttur

Ertu í angist yfir því, Ómar minn, að svona gúrkutíðarmál endast yfirleitt ekki lengur en eina, í mesta lagi tvær vikur? Gefstu bara upp strax, þið Samfóistar náið engum sigri í málinu!

Lífsréttur, 27.10.2014 kl. 02:39

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Úpps!

Ég var bara að blogga á vef Lífsréttar, upplýsingaþjónustu um lífsverndarmál!

Ekki þar fyrir, íslenzkar fjölskyldur eiga það alveg skilið að lögreglan haldi áfram að ábyrgjast lífsvörn þeirra gegn einhverjum brjálæðingum eða glæponum -- með þeim vopnum sem þörf kann að vera á.

Jón Valur Jensson, 27.10.2014 kl. 02:43

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Forsvaret har faset ut sine MP5-er. Bare spesialstyrkene skal beholde maskinpistolen som ekstravåpen."

Það er ekki markmið íslenskra lögreglumanna drepa fólk en það er markmiðið þegar skotið er 14 skotum á sekúndu með hríðskotabyssu.

Íslenskir lögreglumenn eru ekki hermenn.

Þorsteinn Briem, 27.10.2014 kl. 03:30

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Á sama hátt og að ekki þarf að eiða öllum aurunum úr buddunni í einu, þá þarf ekki að skjóta öllum skotunnum í einu.  Það fer nefnilega eftir kunnáttu og skinsemi hvernig því er hagað.

 Á sama hátt þá þarf ekki alltaf að aka á hundrað og fimmtíu þó að það sé hægt.

Á sama hátt og að mér kemur það ekkert við þó að þið Ragnars bræður séuð snjallari og forvitrari en aðrir menn, þar með í  hnífabardaga,  þá koma byssur engum til gagns í geymslu og þér Ómar Ragnarsson koma þær ekkert við.    

Hrólfur Þ Hraundal, 27.10.2014 kl. 08:01

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef ekki þarf að skjóta öllum skotunum í einu er nóg að nota skammbyssu.

Þar að auki er ansi erfitt að komast hjá því að skjóta mörgum skotum í einu þegar skotin eru 14 á sekúndu.

Þorsteinn Briem, 27.10.2014 kl. 08:41

7 identicon

Þótt hægt sé að skjóta öllum skotunum úr skotgeyminum í einni rennu er það afar sjaldan gert. Á þessum byssum er hægt að hafa ýmsar stillingar á skothríðinni. Eitt skot í einu, tvö skot í einu, þrjú í einu, öll. Og hvað varðar að sé einu skoti skotið í einu sé nóg að nota skammbyssu verður að gæta þess að mp-5 hefur skefti sem styðja má við öxl og margfalt betri miðunarbúnað en glock skammbyssan. Því verður nákvæmnin svo miklu meiri að ekkert þarf að líkja því saman. Skammbyssa er heppileg til að skjóta á kannski 10 metra færi. Mp-5 byssan á tífaldri þeirri vegalengd.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 27.10.2014 kl. 19:07

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það þarf ekki hríðskotabyssu til að geta skotið með nákvæmni af 100 metra færi og hún er hríðskotabyssa hvort sem skotið er 3, 15 eða 30 skotum í einu.

"Effective firing range 50 m (55 yd) (Glock 17, 17C, 18, 18C)."

Þorsteinn Briem, 28.10.2014 kl. 02:04

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Augljóslega var Þorvaldur sá, sem hér hafði verksvitið og þekkinguna, ekki hann Steini greyið Briem, sama hvað hann feitletrar!

Jón Valur Jensson, 28.10.2014 kl. 12:54

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alltaf að ráðast á þá sem birta staðreyndir.

Þorsteinn Briem, 28.10.2014 kl. 15:39

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

En hvað um lögregluna í Svartfjallalandi? Eða í Búlgaríu?!!!!

Jón Valur Jensson, 28.10.2014 kl. 17:46

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Veit ekki til þess að Ísland sé á Balkanskaganum.

Þorsteinn Briem, 28.10.2014 kl. 19:08

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ísland er hvorki á Balkanskaga né á Jótlandsheiðum!

En þangað vildu úrtölumenn sinnar tíðar senda þjóðina, sem væri þá vart lengur þjóð!

Nútíma-úrtölumennirnir, sem sjá sér sífellt hag í að níða íslenzkt efnahags- og stjórnkerfi, eru 1) Evrópusambands-innlimunarsinnarnir (kannast þú við slíka, Steini?!), 2) "Fylkisflokks"kjánarnir og 3) nýjasta nýtt: hinir vanhugsuðu fylgjendur "norræns sambandsríkis" (tvö innlegg á ég á þeirri Eyjufréttar-vefsíðu).

Jón Valur Jensson, 29.10.2014 kl. 01:10

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Það er lífseig en röng þjóðsaga að Danir hafi ætlað að flytja Íslendinga á Jótlandsheiðar. Einn nefndarmaður í nefnd í Danmörku, sem fjallaði um málið, orðaði þá hugmynd hvort flytja mætti einhverja þeirra sem voru hungraðir á flækingi um landið, suður til Danmerkur.

Það var strax slegið út af borðinu því að það var fjórum sinnum ódýrara að framfleyta umrenningi á Íslandi en á Jótlandi."

Ómar Ragnarsson, 26.10.2014 kl. 17:59

Þorsteinn Briem, 29.10.2014 kl. 06:55

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Alltaf gott að fá leiðréttingar, þótt seint sé (fyrir undirritaðan a.m.k.)

En þetta Jótlandsheiðamál breytir hins vegar engu um þá staðreynd, að þið eigið það sameiginlegt, Evrópusambands-innlimunarsinnar og "Fylkisflokks"-vesalingarnir, að meðal þess helzta, sem flaggað er til stuðnings málflutningi ykkar, er það að tala niður íslenzkan veruleika, ekki aðeins stjórnmála-, dómsmála- og efnahagskerfið, heldur líka atvinnulífið, menningu og þjóðhætti okkar. Úrtölumenn eruð þið margir og þú ekki sízt, Steini Briem!

Jón Valur Jensson, 30.10.2014 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband