1.11.2014 | 16:18
Gjástykki bíður eftir marsförum framtíðarinnar.
Ferðir manna á nýjar slóðir hafa ávallt markað mestu framfarasporin i sögu mannkynsins. Dæmin eru fjölmörg og landafundir víkinganna standa okkur Íslendingum næst.
Þessar ferðir og landkönnanarferðir allra alda hafa ævinlega verið dýrar og mörgum þótt nóg um það.
En ævinlega hefur árangurinn skilað sér um síðir.
Fyrstu ferðir manna út í geiminn og til tunglsins voru óhemju dýrar og hluti af ímyndarkapphlaupi risaveldanna auk þess sem þær gátu haft hernaðarlegt gildi.
Þótti mörgum þeim gífurlegu fjármunum ekki vel varið og á okkar tímum eru hugmyndir manna um ferðir til mars og jafnvel landnám þar litnar hornauga af mörgum.
Samt hefur það legið fyrir í meira en áratug að landnám á mars er vel hugsanlegt og alþjóðleg samtök um ferðir þangað sendu leiðangur hingað til lands 2002 til þess að velja sér æfingasvæði fyrir marsfara framtíðarinnar í Gjástykki þar sem það bíður eftir framtíðarnotum, rétt eins og Askja hafði beðið eftir tunglförum framtíðarinnar að æfa sig þar árið 1967.
![]() |
Mögulegt Marsfar tilbúið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þorsteinn Briem, 5.11.2014 kl. 21:55
Stærstu fyrirtækin 2013:
Milljarðar
1. Icelandair Group..... 125,0
2. Marel................ 107,4
3. Promens.............. 96,6
4. Landsbankinn......... 96,3
5. Icelandic Group..... 95,8
6. Íslandsbanki.......... 92,9
7. Samskip............... 90,5
Þorsteinn Briem, 8.11.2014 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.