Minnir á næturlendingar í gamla daga.

Myndband Ford bílasmiðjanna um bíl, sem bjargar flugvél til lendingar með því að lýsa upp flugbrautina með bílljósum og þessi pistill er tengdur við, vekur upp minningar um svipaða aðferð sem ég notaði fyrir um 40 árum við að lenda í myrkri á flugvelli í myrkri sem ekki var með brautarljós. 

Ég fékk fjóra bíla í verkefnið, sem stilltu sér upp á fjórum hornum flugbrautarinnar og sneru allir baki við flugvélinni, en bílarnir á brautarendanum, sem flogið var að, höfðu háu ljósin á svo að þau lýstu inn eftir brautinni.

Lendingarljós flugvélarinnar voru síðan notuð þegar komið var niður undir brautina og jafnframt voru afturljós bílanna á fjarlægari brautarendanum notuð sem viðmið.  


mbl.is Ford bjargar flugvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum."

Þorsteinn Briem, 12.11.2014 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband