1.11.2014 | 23:07
Er stutt í að menn "sakni fortíðarinnar" á Sprengisandi?
Af mannavöldum er ýmislegt á hverfanda hveli í nágrannalandi okkar, Grænlandi, og ekki er allt, sem þar á að koma til sögunnar fagnaðarefni, heldur kemur á móti ýmislegt sem fær menn til að segja að þeir sakni fortíðarinnar.
En á okkar landi er það óseðjandi mannvirkjafíkn sem veldur því að svarið við fyrirsögn þessa pistils virðist vera: Já.
Í Morgunblaðinu í dag og á aðalfundi Landsnets í vor voru lagðar ákveðnar línur (háspennulínur) um það hvernig nú á að hefjast stórsókn gegn þeirri öræfatign, kyrrð og ósnortnum auðnum Sprengisandsleiðar, sem enn eru eftir.
Á korti í blaðinu má sjá hvernig skera á hálendið í tvennt með uppbyggðum og malbikuðum trukkavegi sem verður samofinn við háspennulínur og virkjanamannvirki svo að þessi leið verði sem líkust þeirri Hellisheiði sem við þekkjum nú.
Í mati á umhverfisáhrifum er gert lítið úr röskuninni af veginum, en auglýstur hámarkshraði, 90 km/klst segir allt sem segja þarf.
Því er veifað að það komi! til greina að hafa háspennulínurnar neðan jarðar að hluta en þó engu lofað um það, enda myndi liggja vegur eftir þeirri línuleið. Jafnvel er talað um nær ósýnilegar línur!
Í athyglisverðri könnun á viðhorfi erlendra ferðamanna til mannvirkja í óbyggðum á Íslandi kemur í ljós, að enda þótt óafturkræf umhverfisáhrif af háspennulínum séu minni en af stíflum sem sökkva stórum landssvæðum og gróðurvinjum í aur, finnist þeim háspennulínurnar af öllum mannvirkjum spilla mest þeirri upplifun af stórbrotinni og einstæðri íslensku náttúru, sem þeir eru komnir um langan veg til að njóta.
Hvergi í Evrópu eða í Bandaríkjunum er að finna neina þá aksturleið sem jafna má við Sprengisandleið og aðrar svipaðar hálendisleiðir á Íslandi.
Með því að leggja 90 kílómetra hraða braut og háspennulínu yfir Sprengisand auk virkjana er einfaldlega verið að eyðileggja það ævintýri sem ferðamenn sækjast eftir að upplifa á þessum öræfaslóðum.
Nær væri að nota það vegafé sem á að sóa í þessa fásinnu til þess að sinna þeim ferðamannaleiðum um allt land sem eru að grotna niður vegna skorts á viðhaldi, sem aftur stafar af því að Vegagerðin hefur verið rænd 30% af því fé sem þarf til viðhalds vegakerfisins.
Vegna fjárskorts hefur Kjalvegur verið skelfilegur undanfarin ár vegna þvottabretta, - og svo holóttur, að orðið Holuhraun kemur upp í hugann varðandi ástand vegarins.
Sprengisandsleið er auglýst sem stórfelld stytting milli Suðvesturhornsins og helsta þéttbýlis nyrðra.
Þó mun hún ekki stytta leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur.
Hvernig stendur á því að menn láta svona? Jú, stóriðjustefnan er enn í fullu gildi, sú stefna að reisa sem allra flestar virkjanir fyrir orkubruðlssýkina sem nefnist "sala á rafmagni til orkufreks iðnaðar."
Enn hefur ríkisstjórnin ekki dregið til baka einróma stuðning sinn við risaálver í Helguvík og fíknin í heldur smærri fyrirtæki í "orkufrekum iðnaði" er jafnvel vaxandi ef eitthvað er.
Ég sakna fortíðarinnar! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og sjálfsagt sakna einhverjir Laugavegarins og þvottalauganna eins og það var fyrr á tímum. Og það hefði ábyggilega verið forvitnilegt fyrir túristana. Gamli holótti vegurinn sem nú er Reykjanesbraut lifir í rómantískum minningum sumra sem og einbreiðu brýnnar, torfkofar og mjólkurbúðir. Þegar ekki er vilji til að hlakka til framtíðar fara menn að sakna fortíðar.
Hábeinn (IP-tala skráð) 2.11.2014 kl. 00:28
Vegagerðin fær einungis 60-70% af því fé sem þarf til að viðhalda vegakerfinu
Þorsteinn Briem, 2.11.2014 kl. 00:52
"Vinna við landvörslu í sumar minnkar um helming frá því í fyrra vegna lægri fjárframlaga til Umhverfisstofnunar.
Landverðir starfa í íslenskum þjóðgörðum og á náttúruverndarsvæðum á sumrin.
Þeir taka á móti gestum, veita upplýsingar og fræðslu, gæta þess að ákvæði friðlýsingar og náttúruverndarlaga séu virt, hafa eftirlit með umferð og umgengni og sjá um framkvæmdir eins og að leggja göngustíga og halda tjaldsvæðum við."
Vinna við landvörslu minnkar um helming frá því í fyrra vegna minni fjárframlaga
Þorsteinn Briem, 2.11.2014 kl. 00:56
18.3.2014:
"Skoðanakönnun Capacent Gallup hefur sýnt fram á víðtækan stuðning við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.
Um 56% aðspurðra voru því hlynnt, einungis 17,8% andvíg og 26,2% tóku ekki afstöðu.
Hugmyndin átti vísan stuðning meðal kjósenda allra stjórnmálaflokka, meðal allra aldurshópa og um allt land."
Þorsteinn Briem, 2.11.2014 kl. 01:12
18.10.2013:
"Útflutningur vöru og þó einkum þjónustu hefur dregið vagninn frá hruni.
Mestu munar þar um hlut ferðaþjónustunnar, sem hefur vaxið langt umfram væntingar og hvert metið verið slegið á fætur öðru í komu erlendra ferðamanna.
Álverð hefur hins vegar lækkað skarpt frá því vorið 2011.
Verðið á tonni af áli var 1.820 dollarar í ágúst síðastliðnum en 2.600 dollarar í apríl 2011 [sem er verðlækkun um 30%].
Og Seðlabanki Íslands reiknar með að meðalverð sjávarafurða lækki um 4% á þessu ári og 2% á næsta ári."
Blikur á lofti í vöruútflutningi héðan frá Íslandi
Þorsteinn Briem, 2.11.2014 kl. 01:22
6.9.2013:
"Útflutningur fyrstu sex mánuði ársins 2013 jókst um 1,1% að raungildi borið saman við fyrstu sex mánuði ársins 2012.
Þar af jókst þjónustuútflutningur um 4,7% en á móti dróst vöruútflutningur saman um 0,8%.
Landsframleiðslan jókst um 2,2% að raungildi fyrstu sex mánuðina 2013 miðað við sama tímabil 2012
Þorsteinn Briem, 2.11.2014 kl. 01:24
"Hagkerfi margra vestrænna landa byggist nú á þjónustu og samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005.
Næstmesta veittu Japan og Þýskaland en þjónusta myndaði þá 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna."
En það skilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn engan veginn.
Þjónusta - Vörur
Þorsteinn Briem, 2.11.2014 kl. 01:28
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn gapa nú um hagvöxt hér á Íslandi en hafa ekkert gert til að stuðla að þessum hagvexti, heldur þvert á móti.
Og undanfarin mörg ár hafa menn í þessum flokkum verið með stöðugar svívirðingar í garð ferðaþjónustunnar og útlendinga hér á Íslandi en reynt að upphefja stóriðjuna sem mest þeir mega.
Nú hefur hins vegar sannast að þessir fáráðlingar hafa gert í nábrækur sínar þegar þeir hafa hæðst að "einhverju öðru" og gapað í fávisku sinni og vesaldómi um "fjallagrasatínslu".
Setja ætti þessa vesalinga í gapastokk á Austurvelli og flengja svo undan svíði.
Þorsteinn Briem, 2.11.2014 kl. 01:30
mér finst þettað skrýtið les í blaði að að nú sé komið að umhverfismati .þú seigir mer aðili að tilögurnar séu komnar í útboð kanski að ómar géti sagt mér hvort er rétt því það géta ekki bæði verið rétt um veglagníngu stór hluti af kosnaði við veglagníngu mun leggjast á landsnét. en ekki vegagerðina hugmindin geingur útá þaðþað er stittra að fara þessa leið og fara síðan með raflínu til akureyrar niður bárðardalin. en ekki ætla ég að öfundast útí austfirðínga þeir þurfa örugga línu. hvaða lei vill ómar fara með línu til austurlands. þettað er óumdeild stiðsta leiðinn austur hitt er annað er nokkuð viss um að þessi lína eigi þjónusta sæstreing í framtíðinn eingin tilviljun hvernig hún er æögð síðan kemur bkanda með ströndinni og sameinast spreingisandslínu sem er þá búin að sameina alt rafmagn til afentíngar í genum sæstreing með stuttri teingíngu þar sem sæstreingur kemur að landi
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 2.11.2014 kl. 11:46
Framleiðsla og notkun
Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 2.11.2014 kl. 13:47
Annar ólesanlegur Briem á ferðinni þarna (#9) - Tenging ?
Már Elíson, 2.11.2014 kl. 16:45
no 11. tenging.? hvað er svona flókið við það þar sem sæstreingur kemur að landi eithað virðistu géta lesið textan
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 2.11.2014 kl. 17:57
Úpps.....!!!
Már Elíson, 2.11.2014 kl. 18:22
Þessi árin er barin niður í fjárlögum ár eftir ár tilhlökkun mín til að sjá vegakerfinu haldið við í stað þess að grotna niður og tilhlökkun mín umm að langhagkvæmasta vegagerð á Íslandi, Húnavallaleið um Blönduósbæ, verði að veruleika.
Enn og aftur er ég og skoðanasystkin mín sökuð um að vilja aftur gamla holótta Keflavíkurveginn og vilja að við förum aftur inn í torfkofana, af því að við séum á móti framförum, á móti atvinnuuppbyggingu og á móti rafmagni.
Þetta eru nú rök í lagi eða hitt þó heldur.
Ómar Ragnarsson, 2.11.2014 kl. 20:43
held því hvergi fram að ómar sé á móti rafmagni. spyr bara hvaða leið ómar vill fara með rafmagnið á austfyrði því þettað er óumdeilt stiðasta leiðinn
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 3.11.2014 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.