Tvær hliðar á þessum peningi.

Tvær hliðar eru á þeim peningi sem nú er veifað nánast í viku hverri á áberandi hátt að okkur Íslendingum.

Annars vegar viðfangsefni okkar sem eru fólgin í jákvæðri þátttöku okkar og áhrif á stefnumótun varðandi stórvaxandi áhuga forysturíkja í efnahagslífi veraldar á málefnum Norðurslóða, sem getur fært okkur heillandi tækifæri til rannsókna og starfa vegna nýs ástands á Norðurslóðum auk mikilla umsvif og ábata fyrir okkur.

Hin hlið peningsins er dekkri og lýtur að umhverfisáhrifum af vinnslu olíu, gass og ýmis konar jarðefna auk valdatafls og hernaðarlegs brölts stórveldanna.

Dekksta hliðin lýtur að þeirri samstöðu sem hingað til hefur ríkt hér á landi um dýrð þess og dásemd að við skipum okkur í hóp olíuvinnsluþjóða og stefnum að því að fara út í risavaxið olíuævintýri á Drekasvæðinu og umbylta atvinnulífi og mannlífi á Norðausturlandi með byggingu stórra hafna og gríðarlegra mannvirkja í landi með þúsundir starfa sem lýtur að þjónustu og vinnu í sambandi við alla þessa dýrð.

Þetta yrði starfsemi, sem krefðist svo mikil fjölda manna með sérþekkingu, að mikill innflutningur á vinnuafli yrði óhjákvæmilegur.

Er skondið að sumir þeir sem mest mæla fyrir olíuævintýrinu eru sömu mennirnir og bölsótast mest út af innflutningi á útlendingum.  

Á fróðlegum alhliða fræðslufundi um þessi mál í dag komu öllu helstu atriði, jákvæð og neikvæð, í sambandi við þessa stefnu vel í ljós, bæði gríðarlegt umfang, áhætta og erfiðleikar, sem vinna þarf bug á, en ekki síður hitt, hve tæpt þetta verkefni getur orðið hvað varðar ábata og hve tiltölulega stuttan tíma þessi uppgangur getur staðið, aðeins 20-30 ár.

Að þeim tíma liðnum sætum við uppi með hin hrikalegu stóru mannvirki sem reist voru fyrir umsvif sem rutt hefðu flestu öðru í burtu á meðan á olíuárunum stóð.

Verst yrði þó að þrátt fyrir allt skrum okkar um "forystu í umhverfismálum og nýtingu hreinna og endurnýjanlegra orkulinda" myndum við í staðinn vera í forystu þeirra sem vilja sem mestan skammtímagróða við að auka notkun jarðefnaeldsneytis, sem nú ógnar mörgu á Norðurslóðum með gróðurhúsaáhrifum sínum og er enn meiri ógn við fátækar þjóðir í heitu löndunum.  

Hin auknu umsvif verða drifin áfram að langmestu leyti á vinnslu takmarkðra auðlinda í formi olíu, gass og ýmissa málma, sem alls ekki getur fallið undir sjálfbæra þróun.  

      


mbl.is Norðurslóðir í nýrri heimsmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hef ekki ennþá séð pening með einni hlið, Ómar minn.

Þorsteinn Briem, 2.11.2014 kl. 17:00

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðspurður hvort [raforkustrengur til Bretlands] muni hækka raforkuverð á Íslandi segir [Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar] ekki sé þörf á því en ríkisstjórnin þurfi samt að finna leið til að halda verðinu niðri.

Ef norska leiðin yrði farin yrði orkuiðnaðurinn enn með góð kjör og langtímasamninga en verð til almenna markaðarins væri svo pólitísk ákvörðun.

Gert er ráð fyrir að um 20 ár tæki að greiða upp slíkan streng og endingartíminn yrði um 40 ár."

Lokaskýrsla ráðgjafahóps um lagningu sæstrengs til Bretlands, júní 2013 bls. 20

Þorsteinn Briem, 2.11.2014 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband