Nýr og harður veruleiki íslenskra tónlistarmanna.

Sjaldan hefur orðið jafn mikil breyting á umhverfi íslenskra tónlistarmanna og síðustu misseri. Hæst ber hrun á plötumarkaðnum í fyrra og hitteðfyrra vegna höfundarréttarþjófnaða í formi niðurhals sem látnir hafa verið viðgangast á netinu. 

Það er liðið að til séu aðilar sem safna saman efni til að bjóða síðan til kaups á netinu til að græða á því og arðræna með því þá sem bjuggu þetta efni, kvikmyndir og tónlist, fyrr ærið fé. 

Eina plötusalan sem ber sig er að viti er annars vegar bundin við örfá nýstirni á borð við Ásgeir Trausta og hins vegar við safnútgáfur á borð við útgáfur á lögum SG hljómplatna, fyrst almennra platna í fyrra og síðan á jölalögum SG fyrir þessi jól.

Helsti markhópur fyrir þessi lög er fólk á efri árum, sem hefur ekki enn komist upp á bragðið með því að stela þessum lögum með niðurhali.

Til þess að þjóna listsköpun sinni hafa tónlistarmenn orðið að snúa sér að hljómleikahaldi og lifandi flutningi eins og sést á fjölbreyttu framboði af tónleikum.

Út af fyrir sig er aukið tónleikahald jákvætt, en á móti kemur að bæði það sjálft og leiga á húsnæði til tónleika er afar dýrt, mikil áhætta oft tekin og síðast en ekki síst sá ókostur, að frábærir tónleikar eru ekki teknir upp og varðveitast því ekki, vegna mikils kostnaðar.

Arðrán af listamönnum nær þó ekki til allra lista. Þannig hefur það vakið athygli mína hve allt umhverfi rithöfunda og samningar þeirra við bókaútgefendur eru miklu sterkari og hagkvæmari en hjá öðrum hópum.

 

Þess vegna heldur bókin enn velli gagnvart réttindaþjófum hvað sem gerast mun gagnvart atlögu ríkisstjórnarinnar að umhverfi bókarinnar.    


mbl.is Hver græðir á tónlistinni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hrun á "plötumarkaðnum" (innan við 10% samdráttur á ári síðustu 3 ár) er tilkominn vegna þess að geisladiskarnir eru hægt og örugglega að verða eins úreltir og vínilplötur og kassettur. Löglegt niðurhal (annað er ekki til) og hlustun í tölvum og snjalltækjum hefur komið í staðinn. Fyrir þessi tæki og fólkið sem notar þau er tónlist.is, spotify og svipaðar tónlistarveitur aðal uppsprettan. Auk þess sem hvernig sem niðurhali, upptöku eða afritun er háttað ef tónlistin er sett á geisladisk þá er hún lögleg. Það er innheimt höfundarréttargjald af öllum óskrifuðum geisladiskum, hvort sem þú notar þá undir fjölskyldumyndirnar eða sótta tónlist.

Vagn (IP-tala skráð) 5.11.2014 kl. 02:07

2 identicon

"Eina plötusalan sem ber sig er að viti er annars vegar bundin við örfá nýstirni á borð við Ásgeir Trausta og hins vegar við safnútgáfur á borð við útgáfur á lögum SG hljómplatna, fyrst almennra platna í fyrra og síðan á jölalögum SG fyrir þessi jól."     Enda keypti maður SG plötuna og borgaði höfundarréttargjald af lögunum,  keypti kassettuna og borgaði höfundarréttargjald af lögunum aftur, geisladiskinn og borgaði höfundarréttargjald af lögunum einu sinni enn, skemmdi diskinn og fékk ekki annan á framleiðsluverði, þurfti að borga höfundarréttargjald í fjórða sinn og ef maður svo kaupir stakt lag á tónlist.is þá þarf að borga höfundarréttargjald eins og maður hafa aldrei keypt réttinn til að hlusta á lagið. Hvað er hægt að kalla þetta annað en þjófnað?

Hábeinn (IP-tala skráð) 5.11.2014 kl. 12:33

3 identicon

Hér á heimilinu eru til 2 vínilplötur af Abbey Road, og 1 eða 2 diskar. Svo á maður Beatles Anthology og Beatles greatests. Ég hef stundum brennt af diskum á diska til brúks, af efni sem ég hef keypt fyrir dætur mínar ungar, og borga þá líka höfundarrétt af tóma diskinum. Ég borga líka höfundarrétt þegar ég brenni mínar eigin ljósmyndir á disk.
Ég held að flestir séu nú nokk á þurru með þetta. Ég hef alla vega ekki áhyggjur þegar ég spila Beatles playlist á youtube.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 5.11.2014 kl. 16:48

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ágúst Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður og Laddi lögðu í milljóna kostnað við að taka upp kvikmyndir, annars vegar myndina "Ófeig" og hins vegar skemmtun Ladda í Hörpu. 

Þegar til átti að taka við að selja þetta efni á diskum kom í ljós að svo margir voru búnir að hala þessu niður í gegnum það sem ég kalla að nefna ræningjafyrirtæki, að fjárfesting þeirra Ágústar og Ladda var ónýt. 

Fyrirtækin, sem standa fyrir þessu ráni, hagnast á því ræna útgáfuréttinum af þeim sem fjárfestu í efninu og skópu það. 

Þetta er kallað löglegt niðurhal í athugasemd hér að ofan. Gaman væri að vita hvaðan talan 10% samdráttur á síðasta ári er fengin því að samdráttartölur sem ég hef heyrt hjá samtökum höfundarréttarhafa og útgáfufyrirtækjum, eru margfalt hærri. 

Þau rök eru sérkennileg að höfundarréttur og greiðslur fyrir afnot af honum eigi að falla niður eftir fyrstu útgáfu á verkinu. 

Samkvæmt því ættu höfundar ekki að fá krónu greidda ef bók er gefin út sem hljóðbók eða ef tónleikar, sem gefnir voru út á hljómdiskum, eru gegnir út á mynddiskum. 

Ómar Ragnarsson, 5.11.2014 kl. 17:21

5 Smámynd: Jón Logi Þorsteinsson

Það er samt súrt og raunverulegt að formattið (t.d. frá vínil til kassettu og svo á geisladisk) margrukki sömu gjöldin.
Það er líka súrt að glænýtt efni seljist ekki vegna niðurhals og áhorfs í tölvu.
Fæstir eru alsaklausir af slíku, en svo kemur það inn í dæmið að miklu er líka halað niður sem fólk ætlar ekki að kaupa.
Þetta er óleyst tæknilegt vandamál og ekki nýtt. Muna menn ekki eftir því að hafa tekið upp á kasettu úr útvarpinu?

Jón Logi Þorsteinsson, 6.11.2014 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband