Slæm þjónusta á of mörgum bensínstöðvum.

Í dag hefur verið þriggja til fjögurra stiga hiti í Reykjavík en samt hafa þau þvottaplon í Reykjavík sem ég hef komið á, einmitt þegar rík ástæða er til að þvo brennisteinssambönd af bílum, verið lokuð eins og sjá má af tengdri frétt á mbl.is. 

Súrt regn hefur slæm áhrif á bílalakk og þar að auki sat saltpækill á bílum eftir norðanrok í fyrradag. 

Ef einhver svarar því til að önnur bílaplön hafi verið opin en þau sem ég athugaði er því til að svara það er óviðunandi að bílaeigendur þurfi að leita út um allt að opnum bílaplönum án þess að hafa hugmynd um hvort sú leit verði árangurslaus. 


mbl.is Súrt regn hefur slæm áhrif á bílalakk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar hann er soldið súr,
sýran engu eirir,
ÁSTina þar skemmir skúr,
skrjóðinn um allt keyrir.

Þorsteinn Briem, 4.11.2014 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband