13.11.2014 | 19:42
Rafvæðing bílaflotans verður ekki stöðvuð.
Eftir að hafa setið tvær ráðstefnur með skömmu millibili um orkumál og rafbíla, þá síðari í dag, hef ég styrkst í þeirri trú, að enda þótt rafvæðing bíla gangi hægt, sé þar í gangi þróun sem muni ekki stöðvast úr þessu.
Þetta sést vel á stórauknu framboði á slíkum bílum hjá helstu bílaframleiðendum heims, sem kom vel fram á ráðstefu Verkfræðingafélagains í dag.
Nefna má nokkrar ástæður, fyrst framþróun í orkugjöfum, sem komu fram á fyrri ráðstefnunni:
...Kjarnasamrunaorka kann að verða að veruleika innan fárra áratuga.
...Mjög athyglisverðar jákvæðar rannsóknir hafa gerðar á lágorku kjarnahvörfum.
...Ný gerð af sólarorkupanelum gerir mögulega 50% nýtingu sólarorkunnar í stað 7-15% áður og ódýrar linsur koma til sögunnar í stað silikon.
...Hvað rafbílana sjálfa varðar má nefna að nýjar gerðir af rafhlöðum eru að birtast, endingarbetri, léttari, umhverfisvænni, hraðhlaðanlegar og svo mikið orkuríkari en hingað til, að orkunýtingin verði tvisvar til þrisvar sinnum betri en nú er.
Þetta síðasta er lykilatriði, því að helsti dragbítur rafbíla hefur verið of lítið drægi, í raun aðeins á bilinu 80-160 kílómetrar, og rafmagnslaus bifreið, sem bifast ekki, er auðvitað ekki lengur bifreið, heldur ígildi bilaðs bíls.
Undantekning er Tesla S, sem er hins vegar afar dýr bíll og erfitt að fá hann.
Á ráðstefnunni í dag kom margt athyglisvert fram. Verðið á rafbílum er á niðurleið. Sá ódýrasti og minnsti, Renault Twizy, mest seldi rafbíll í Evrópu, kostar aðeins helming af verði þess næst ódýrasta, sem er Renault Zoe.
Fyrir utan þessa þróun kemur nú hver bíllinn fram af öðrum, þar sem farin er blönduð leið, þannig að bílinn er í grunninn rafknúinn og mest af akstri hans er rafknúinn, en síðan er hægt að nýta bensínvél í bílnum ef drægið þrýtur á lengri leiðum, hægt að hlaða rafhlöðurnar eins og á rafbíl með því að setja í samband, ýmist heima eða á hraðhleðslustöðvum.
Þessir tengil-tvinnbílar eru hins vegar flóknari smíð en rafbílar eða bensín/dísilbílar og þar af leiðandi dýrir, og auk þess hafa rafbílar mun einfaldari vélbúnað og drifbúnað en bílar með bensín-, dísil- eða metanhreyfli.
Þegar allar komandi framfarir varðandi miklu betri orkunýtingu og drægi rafbílanna og miklu hraðari, þægilegri og algengari hleðslu, verða að veruleika, kemur að því að rafbíllinn fær þann byr undir vængi, sem hefur skort fram að þessu.
Í Noregi hefur sala rafbíla stóraukist upp í 13% af sölu nýrra bíla, en Norðmenn eru reyndar langt á undan öðrum þjóðum á þessu sviði.
Hér á landi eru rafbílar enn innan við hálft prósent af bílaflotanum.
Enn stöðvast vindstöðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ör þróun hefur verið í framleiðslu á rafhlöðum síðastliðna áratugi.
Eigendur rafbíla nota sparnaðinn af því að þurfa ekki að kaupa bensín til að kaupa aðrar vörur og greiða af þeim virðisaukaskatt.
Og rafbílar eru aðallega í hleðslu á næturnar þegar önnur raforkunotkun heimila og fyrirtækja er yfirleitt í lágmarki, þannig að ekki þyrfti að reisa nýjar virkjanir fyrir allri raforkunotkun rafbíla á öllum íslenskum heimilum.
Hámarksdrægni rafbílsins Nissan LEAF er 200 kílómetrar, samkvæmt NEDC, og miðað við 30 kílómetra meðalakstur einkabíla í Reykjavík á dag þarf einungis að hlaða bílinn á sex daga fresti.
Þorsteinn Briem, 13.11.2014 kl. 19:51
Reynslan hér á landi og í Noregi er sú að drægni rafbílanna er allt að 30% minni en uppgefið er að hún sé við bestu aðstæður erlendis. Engu að síður eru framfarirnar stöðugar á þessu sviði.
Ómar Ragnarsson, 13.11.2014 kl. 19:55
Að sjálfsögðu er það ekki þannig að allir noti sinn einkabíl á höfuðborgarsvæðinu til að aka út fyrir svæðið og á fjölmörgum heimilum er fleiri en einn bíll.
Þorsteinn Briem, 13.11.2014 kl. 19:56
Meðalakstur einkabíla á höfuðborgarsvæðinu er 30 kílómetrar á dag og litlu máli skiptir hvort þar þarf að hlaða rafbíl á þriggja, fjögurra eða sex daga fresti þegar bílnum er einungis ekið innan svæðisins og bílarnir eru hlaðnir á næturnar.
Þorsteinn Briem, 13.11.2014 kl. 20:04
Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári og því er raforkukostnaður vegna rafbílsins Nissan LEAF þar um 22 þúsund krónur á ári, þar sem kostnaðurinn er um tvær krónur á kílómetra.
Meðalstórt heimili í Reykjavík notar hins vegar um fjögur þúsund kWst raforku fyrir um 70 þúsund krónur á ári.
Raforkukostnaður vegna rafbílsins er því minni en þriðjungur af þeim kostnaði.
Raforkunotkun íslenskra heimila - Vísindavefurinn
Þorsteinn Briem, 13.11.2014 kl. 20:17
17.9.2013:
""Við hjónin látum okkur ekki muna um að skreppa frá Reykjavík austur á Flúðir og það kostar aðeins 200-kall," segir Halldór Jónsson húsgagnabólstrari og Nissan LEAF-eigandi.
[Kostnaðurinn er því um tvær krónur á kílómetra.]
"Áður var þetta eldsneytiskostnaður upp á 5-6 þúsund krónur fram og til baka.
Eystra hleð ég bílinn yfir nóttina og þar er ég bara með 16 ampera öryggi en bíllinn er tilbúinn um morguninn.
Heima er ég hins vegar með hleðslustöð sem hleður rafgeyminn á 2½ klukkustund," segir Halldór Jónsson."
Kostar 200 krónur að aka Nissan LEAF frá Reykjavík austur á Flúðir
Þorsteinn Briem, 13.11.2014 kl. 20:21
Ekki klikkar Steini Briem á því að drekkja öllum pistlum Ómars með löngum og óheyrilega mörgum kommentum. En hvað um það. Allt þetta dregur að þeirri niðurstöðu, sem Ómar hefur fyrir löngu kynnt, að við verðum að taka frá eitthvað af þeim hagkvæmu raforkukostum sem við eigum þó eftir, til að nota í okkar eigin samgöngukerfi og það áður en farið verður út í sæstrengsruglið, sem þýðir ráðstöfun á öllum, virkjanlegum kostum hérlendis.
Móri (IP-tala skráð) 13.11.2014 kl. 20:38
Það sem undirritaður birtir hér eru staðreyndir og upplýsingar.
Hins vegar birtir þú hér einungis þína skoðun, sem er einskis virði í opinberri umræðu, "Móri".
Og ekki klikka vesalingarnir á því frekar en fyrri daginn að ráðast hér á annað fólk undir alls kyns bjánalegum dulnefnum.
Þorsteinn Briem, 13.11.2014 kl. 20:56
Það er svolítið einkennilegt að fólk sé tilbúið til að borga ca. 2.000.000 meira fyrir VW UP ef hann gengur fyrir rafmagni, en hann kostar tæpar 2 milljónir með bensínhreyfli en um 3,8 gangi hann fyrir rafmagni. Bílalán eru nú í boði með 8,5% vöxtum, mér reiknast til að það geri um 170.000 á ári, eða samkvæmt verðlagi dagsins í dag á bensíni um 710 lítrar, en á þeim er hægt að aka á bíl sem eyðir innan við 4 lítrum í blönduðum akstri, segjum 5,5 í hreinum innanbæjarakstri tæpa 13.000 kílómetra. Á bensínbílnum getur þú keyrt hring um landið í einu ef þér býður svo við að horfa, þú þarft ekki að kvíða rándýrum skiptum á rafhlöðum og það er næsta víst að rafeindabúnaður rafbílsins er mun flóknari og meiri en bensínútgáfunnar. Auk þess veit enginn hvernig endursöluverð rafbíla verður þegar þeir komast á efri ár, sennilega verður það ekki hátt.
Kjartan Sigurgeirsson, 13.11.2014 kl. 23:06
Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári, eða 30 kílómetrar á dag.
"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."
Nissan LEAF 2015
Miðað við 11 þúsund kílómetra akstur á ári tekur um fimmtán ár að aka 161 þúsund kílómetra.
Þorsteinn Briem, 13.11.2014 kl. 23:25
Hefðbundnar bifreiðar nota mikið af rafbúnaði sem knúinn er af sprengihreyfli en honum fylgir margvíslegur og flókinn búnaður og mengunarskapandi útblástur.
Rafmótorinn hefur hins vegar einungis fáeina hreyfanlega hluti í stað hundruða.
Í rafbíl eru slitfletir margfalt færri og hitamyndun minni, sem skilar sér í lengri endingu.
Rafmótor þarf minna viðhald en hefðbundin bílvél sem þarfnast olíu- og síuskipta, kertaskipta, ventlaskipta, tímareimaskipta, pústviðgerða, viðhalds á vatnsdælu, eldsneytisdælu, rafal og öðru sem fylgir flóknum sprengihreyfli.
Þorsteinn Briem, 13.11.2014 kl. 23:26
Rekstrarkostnaður bensínbíls hér á Íslandi er ekki undir einni milljón króna á ári, samkvæmt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB).
Rekstrarkostnaður bifreiða í janúar 2013 - Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB)
Þorsteinn Briem, 13.11.2014 kl. 23:35
Ég man ekki betur en að rafmótorar bili. Yfirleitt er ekki gert við bilanir í þeim nú til dags, þeim er hent og keyptir nýir í staðin. Það er rétt að það þarf ekki að skipta um kerti eða tímareimar í rafbílum, en kertaskipti geta varla íþyngt svo þegar bílkerti eru farin að endast í 100.000 km. Það þarf að fara með rafbílinn á smurverkstæði, ekki trúi ég öðru, ef til vill ekki til að skipta um olíu eða síur en það kemur þá eitthvað annað í staðinn. Ég gæti trúað að þessir 96 mánuðir sem ábyrgðin er á rafhlöðunum sé um það bil áætlaður ca. 90% af líftíma rafhlöðunnar. Eftir því sem mér skilst kostar um 1.000.000 að endurnýja rafhlöðuna, það er á við allnokkur kerta og tímareima skipti. En mér er hjartanlega sama þótt einhverjir aðrir eyði peningunum sínum í tilraunir með rafbíla, ég hef önnur not fyrir mína aura.
Kjartan Sigurgeirsson, 13.11.2014 kl. 23:45
Engin sérstök ástæða til að ætla að rafhlaða í Nissan LEAF endist skemur hér á Íslandi en í Bandaríkjunum.
Þorsteinn Briem, 13.11.2014 kl. 23:58
14.3.2014:
"Ísland er í einstakri stöðu til að rafbílavæða landið segir Ole Hendrik Hannisdahl verkefnisstjóri Grönn Bil í Noregi en markmið þess er að árið 2020 verði komnir 200 þúsund rafbílar á göturnar í Noregi."
Ísland einstakt fyrir rafbíla
Þorsteinn Briem, 14.11.2014 kl. 00:05
Það er gott að menn eru ennþá bjartsýnir varðandi allar þessar komandi framfarir þó bið geti orðið á þeim. Hin fullkomna rafhlaða og lækning við kvefi hafa í áratugi verið rétt utan seilingar en samt svo nálægt að það var bara dagaspursmál hvenær það kæmi í kaupfélagið.
Annað er þegar menn fyllast bjartsýni vegna rangra ályktanna.Það verður að teljast fljótfærni að draga þá ályktun að bílaframleiðendur hafi aukið framleiðslu á rafmagnsbílum og Norðmenn keypt í stórum stíl vegna þess að það sé framtíðin. Ríkisstuðningur hefur verið viðloðandi þróun og framleiðslu fyrst vetnisbíla og nú rafmagnsbíla. Það hefur skilað sér í því að bílaframleiðendur geta unnið að þróun og framleiðslu á kostnað ríkisins en allar uppfinningar eru eign bílaframleiðendanna. Dæmið er sett þannig upp að bílaframleiðendurnir geta ekki tapað og þeir mundu framleiða bíla sem ganga fyrir kolum ef ríkið biði þeim samskonar kjör. Svipað getur skeð þar sem snögglega verður breyting á neyslumynstri. Óvenju hagstætt skattaumhverfi og niðurgreiðslur geta aukið sölu á vöru sem annars væri illseljanleg. Það segir ekkert um gæði vörunnar, notagildi og framtíðarmöguleika. Þegar tekin er pólitísk ákvörðun um að ætla að leggja í mikil fjárútlát og fella niður gjöld og skatta til að auka sölu á einhverri vöru þá eykst venjulega salan.
Hér á landi eru rafbílar enn innan við hálft prósent af bílaflotanum. Enda er rafbíllinn framtíðin en ekki nútíminn. Í dag er hann óhagstæður og óhentugur fyrir hinn almenna bíleiganda þrátt fyrir tugþúsunda gjaldaeftirgjöf stjórnvalda á hverju ári og ódýrt rafmagn. Hvort þessi framtíð sem rafmagnsbíllinn passar svo vel inní kemur eftir ár, tíu ár eða 100 vitum við ekki. En það er enginn skortur á vel borguðum sölumönnum drauma sem sjá hana á morgun og segja það hverjum sem hlusta vill.
Hábeinn (IP-tala skráð) 14.11.2014 kl. 00:22
11.10.2014:
"Skúli K. Skúlason framkvæmdastjóri sölusviðs BL segir rafbílana hafa sannað sig við íslenskar aðstæður og um leið og gæðin aukist fari verðið smám saman lækkandi.
Nýjasta viðbótin við rafbílaflotann er Kangoo-rafbílar frá Renault. "Fimmtán bílar eru á leiðinni og þeir eru allir þegar seldir," segir Skúli.
Hann segir rafbílana hafa meiri kraft, togið komi strax við lágan snúning og Kangoo-rafbílarnir séu sérlega góðir og hagkvæmur kostur fyrir vörusendingar innanbæjar.
"Með mjög mikilli varkárni má reikna með að þessir bílar geti af miklu öryggi farið 100-120 km á einni hleðslu við verstu og köldustu aðstæður, sem er meira en nóg fyrir fjölmargar daglegar ferðir frá einum enda höfuðborgarsvæðisins til annars en við bestu aðstæður fara þessir bílar 140 km á hleðslunni," segir Skúli.
"Þessir bílar eru fljótir að hlaða sig, til dæmis er hægt að stinga bílnum í samband nærri tómum þegar sendlarnir fara í hádegismat og vera með næga hleðslu til að endast út vinnudaginn þegar matarhléinu er lokið," segir Skúli.
Rafbílarnir hafa sannað sig við íslenskar aðstæður
Þorsteinn Briem, 14.11.2014 kl. 00:28
Um 18 þúsund rafbílar seldir í Noregi á þessu ári, 2014
Þorsteinn Briem, 14.11.2014 kl. 03:18
Skemmtileg tafla FIB yfir rekstrarkostnað á bifreið, eini munurinn á rekstri rafbíls og bensínbíls er eldsneytiskostnaður er minni en á móti eru bæði fjármagnskostnaður og afskriftir hærri á rafbíl vegna hærra talsvert hærra verðs eða eins og kemur fram í VW up en hann er eini bíllinn sem er bæði til í raf og benslínútgáfu sami bíllinn, en þar munar eins og ég hef tekið fram hér á undan tæpum 2 milljónum. En ég dáist að þér Steini fyrir að verja svona með kjafti og klóm kaup þín á rafbíl og þú getur, sama hvernig allt veltist huggað þig við að þú hefur lagt þínar milljónir af mörkum til að bjarga náttúrunni
Kjartan Sigurgeirsson, 14.11.2014 kl. 04:28
Ekki veit ég hvers vegna mér ætti ekki að vera sama hvort Kjartan Sigurgeirsson kaupi rafbíl og að sjálfsögðu finnst honum kaupendur og notendur rafbíla vera fáráðlingar, þar á meðal tugþúsundir Norðmanna, sem þykir skynsamlegt að kaupa rafbíl.
Og harla ólíklegt að þeir sem hafa keypt hér á Íslandi Kangoo-rafsendibíla frá Renault hafi gert það "til að bjarga náttúrunni".
Mun líklegra er að þeir hafi keypt þessa bíla til að minnka rekstrarkostnað hjá sínum fyrirtækjum.
Þorsteinn Briem, 14.11.2014 kl. 05:18
Vinur minn keypti rafbíl á Ebay og er ánægður með hann. Hann keyrir nokkuð mikið út á land og segir það rífa vel í að losna við bensínkaupin.
Og Kjartan, - ef þú lítur yfir þróunina sl. ár og horfir svo fram á það sem er í gangi, þá eiga þeir eftir að lækka í verði, hugsanlega eða jafnvel líklega niður fyrir verðlag bensínbíla, og rafhlöðurnar eiga eftir að verða betri og ódýrari.
Rafhlaðan kostar reyndar svipað og ný vél. Það fór hjá mér vél í hitteðfyrra í gömlum bíl, og niðurstaðan: Henda bílnum sem var nýkeyptur á 500.000. Er með arftakann á verkstæði núna (tímareim o.þ.h.) og kostnaðurinn búinn að tikka yfir hundrað þúsundin.
Maður bíður og sér til.....
Jón Logi (IP-tala skráð) 14.11.2014 kl. 07:11
"Rafmagn fæst nánast ókeypis að nóttu til í Bretlandi.
Ástæða þessa er að það svarar ekki kostnaði að slökkva á kjarnorkuverum og kolaorkuverum á nóttunni og vindorkuver framleiða rafmagn jafnt að nóttu sem degi.
Þar sem eftirspurn er minni en framboð á nóttunni fellur verðið á rafmagni niður undir núll (og stundum niður fyrir núll)."
Þorsteinn Briem, 14.11.2014 kl. 07:22
Ég er búin að keira á aperunni minni áttaþúnund og tvöhundruð kílómetra og nota 178 lítra af bensíni það er sparnaðaur þetta er það sem koma skal.
bubbi (IP-tala skráð) 14.11.2014 kl. 07:41
Að sjálfsögðu er Sjálfstæðisflokkurinn á móti því að minnka rekstrarkostnað heimila og fyrirtækja, enda þótt hann gapi um lækkun skatta og gjalda fyrir allar kosningar.
Þorsteinn Briem, 14.11.2014 kl. 07:54
Mér finnst alltaf hlægilegt þegar menn telja sparnað í að kaupa helmingi dýrari bíla til að fá þá rafknúna tala nú ekki um Tesluna. Þessi hugmyndafræði er gömul hjá okkur en muna menn ekki þegar útvörp voru tekin úr bílum þegar þeir voru seldir en heill gangur af dekkjum var látin fylgja með. Bókhalds kunnátta landans er oft brengluð. Ég myndi ekki ráðleggja neinum að kaupa rafknúinn bíl nema sem bíl númer tvö. Munið líka því minna sem menn keyra því minna spara þeir svo er ekki umhugsunarvert hvort maður eigi að kaupa bíl á 4miljónir eða 2 milljónir. Nei hugmyndafræði slendingana er oft brengluð.
Valdimar Samúelsson, 14.11.2014 kl. 08:19
Rekstrarkostnaður rafbíla er mun minni en bensínbíla og því borgar sig að kaupa þá, enda þótt þeir séu dýrari.
Enginn neyðir Sjálfstæðisflokkinn til að kaupa rafbíla og ef flokknum finnst þeir of dýrir getur hann staðið við kosningaloforð sín um að lækka innflutningsgjöld.
Þorsteinn Briem, 14.11.2014 kl. 09:05
Dettur einhverjum í hug að kaupa rándýrar díóðuperur?
Jón Logi (IP-tala skráð) 14.11.2014 kl. 10:04
Eitt verð ég að leiðrétta hjá þér Steini, Ég hef aldrei sagt að mér finnist kaupendur rafbíla eða eigendur þeirra fáráðlingar, ég átta mig ekki á fórnfýsinni, en það segir ekki að þeir séu fáráðlingar frekar en ég. Ég hef í gegn um tíðina reynt að forðast að alhæfa um fólk út af lífsskoðunum þeirra eða lífstíl. Einnig finnst mér það óviðeigandi að gera sjálfstæðismenn skoðanabræður mína í rafbílavæðingu, ég get ekki séð neinn pólitískan flöt á þessu máli. Ég veit um marga sjálfstæðismenn sem dreymir um að leggja sitt lóð á vogarskálar náttúruverndar með því að aka um á rafbílum.
Jón Logi ég efast um að rafbíll sem þú keyptir á 500.000 væri ekki öskuhaugamatur jafnt og bensínbíllinn sem þú þurftir að henda.
Kjartan Sigurgeirsson, 14.11.2014 kl. 10:15
Árlegur rekstrarkostnaður rafbíla er mun minni en bensínbíla. En það er bara einn liður af mörgum sem líta þarf til þegar meta á hagkvæmni. Kaupverð, afföll og viðhald eru liðir sem verulega geta breytt dæminu. Tími er peningar og bið eftir hleðslu getur kostað.
Þrátt fyrir að engir tollar né innflutningsgjöld séu greidd af rafmagnsbílum þá er verðið samt þannig að lægri orkukostnaður nægir ekki til að gera þá hagkvæma miðað við meðalakstur. Því minna sem ekið er því óhagstæðara er að aka á rafbíl. Og því meira sem ekið er því meira er óhagræðið af því að aka á rafbíl
Einnig er þjóðfélagslegur ávinningur ekki eins mikill og ætla mætti. Gjöld sem rafbílar bera ekki eru peningar sem ekki fara í heilbrigðiskerfið, vegagerð og menntun þjóðarinnar. Stærstur hluti bensínverðs og vænn hluti af verði bensínbíls rennur til ríkisins og því er gjaldeyrissparnaðurinn af minni bensínnotkun fljótt horfinn ef rafmagnsbíllinn kostar eitthvað meira en bensínbíll.
Vagn (IP-tala skráð) 14.11.2014 kl. 10:44
"Rekstrarkostnaður rafbíla er mun minni en bensínbíla og því borgar sig að kaupa þá, enda þótt þeir séu dýrari."
Það er náttúrlega bara reikningsdæmi hvort rekstrarkostnaðurinn sé nægjanlega mikið lægri til að vega upp á móti hærra kaupverði. Það þarf alls ekki að vera svo. Þar sem ég hef hvorki efni á VW Up fyrir 2m eða 3.8m læt ég aðra um þá útreikninga sem taka þá væntanlega mið af þeirra þörfum, hversu mikið þeir aka og hvar o.s.frv.
Eru ekki annars innflutningsgjöld felld niður af rafmangsbílum?
ls (IP-tala skráð) 14.11.2014 kl. 10:49
Reiknisdæmi varðandi rafbíla.
Það sem undirritaður birtir hér eru staðreyndir og upplýsingar.
Steini Briem, 13.11.2014 kl. 20:56
Meðalakstur einkabíla á höfuðborgarsvæðinu er 30 kílómetrar á dag og litlu máli skiptir hvort þar þarf að hlaða rafbíl á þriggja, fjögurra eða sex daga fresti þegar bílnum er einungis ekið innan svæðisins og bílarnir eru hlaðnir á næturnar.
Steini Briem, 13.11.2014 kl. 20:04
Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári og því er raforkukostnaður vegna rafbílsins Nissan LEAF þar um 22 þúsund krónur á ári, þar sem kostnaðurinn er um tvær krónur á kílómetra.
Steini Briem, 13.11.2014 kl. 20:17
Nafni minn Sigurgeirsson segir VW UP með bensín vél kosta tæpar 2 milljónir, en rafbíllin kosti 3,8 milljón. Verð munur er því 1,8 milljón.
Setjum því dæmið upp og reiknum.
Innkaup
Rekstur
km:
Verð
Rafbíll
3.800.000
11.000
2
22.000
Bensín bíl
2.000.000
11.000
239
478.880
mismunur:
1.800.000
456.880
Hagnaður við rekstur rafbíls er því
456.880
á ári
það tekur því
3,939765
ár að vinna upp mismuninn.
Svo verður hver að spyrja sjálfan sig hvort hann vilji bíða í fjögur ár til að fara að sjá hagnað af kaupum á ragbíl.
Kjartan (IP-tala skráð) 14.11.2014 kl. 12:24
4 ár miðað við þessa keyrslu? Og seisei já. Og með tvöfalt meiri keyrslu????????
Eina vandamálið sem ég sé er miðstöðin. Veit ekki hvernig það er leyst. Olíufýring kannski ;)
Jón Logi (IP-tala skráð) 14.11.2014 kl. 13:51
Hvað varð um vetnisvæðinguna þína Ómar minn?
"Tímamót urðu í sögu íslenskra samgangna helgina 24-26 júlí 2009 þegar Einar Vilhjálmsson og Ómar Ragnarsson óku fyrstir hringveginn á íslensku eldsneyti. Þar sem metan eldsneyti var (er) ekki hægt að nálgast á landsbyggðinni var kerra með metanbirgðum dregin meðferðis. Ferðin gekk eins og best var á kosið og vakti góða eftirtekt." http://www.metan.is/Metan-eldsneyti/Dreifikerfi/
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 14.11.2014 kl. 19:56
Ómar Ragnarsson var duglegur að boða metan-fagnaðarerindið:
"Metanbílar Selecta eru gleðilegt dæmi um það að einhvers staðar glytti í bestu blöndu, sem hugsanleg er, það er blöndu af skynsemi, framsýnig og hugsjónum.
Það ber að fagna þessu og þakka það, þótt þetta sé hins vegar svo grátlega lítið miðað við viðfangsefnið sem við blasir að snúa við á braut kæruleysis og skammtímagræðgi.
Meira af metan-bílum! Meira af þessu! "
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 14.11.2014 kl. 20:08
Það var klókt hjá þér nafni að setja dæmið um rekstrarkostnað bíla þannig upp að það er nánast ómögulegt að lesa út úr því, en það sem ég tel mig hafa fundið í málflutningi þínum er að VW up þurfi 2.000 lítra af bensíni til að komast 11.000 km, sem er nánast eins og skriðdreki eyðir, en ég gæti trúað að þeir komist ca 5 km á lítranum í sparakstri. Það er öllu nær að álíta að VW up eyði á 11.000 km rúmum 500 lítrum en þá væri eldsneytiskostnaðurinn 119.500 sem gerir 16.7 ár sem tekur að vinna upp muninn og þá er ekki reiknað með fjármagnskostnaði og auknum afskriftum vegna þess að bíllinn er nánast tvöfalt dýrari.
Kjartan Sigurgeirsson, 14.11.2014 kl. 22:13
Steini kallinn verður orðinn hundgamall loksins þegar fer að glitta í einhvern mögulegan hagnað af rafbílnum!!! Svona vill fara hjá mönnum sem vitna í sölumenn máli sínu til stuðnings. Hvað segirðu um að kaupa úrvals brú sem var að koma á markaðinn Steini? Þú færð hana á flottu verði og henni fylgir innstunga þannig að ár verða enginn farartálmi og þú getur hlaðið hvar sem er. Þú getur ekki tapað og þetta er örugglega framtíðin.
Davíð12 (IP-tala skráð) 15.11.2014 kl. 00:43
ég er búinn að setja upp hjá mer 6kwh sólar sistim og er búinn að reikna það út að það borgar sig sjálfsagt aldrei ef ég reikna bara út fra peningum ég a eftir að fá mer rafbil lika það er engin spurning.ég rækta líka mikið af mínu eigin grænmeti og líka kalkúna og það borgar sig sjálfsagt ekki heldur.ég held það sjeu mistök að reikna alt út bara i peningum því að það er svo mart annað i dæminu sem ég ætla ekki að nefna her. her er frábær mynd
http://origins.well.org/movie/ sem utskirir að miklu leiti kvað ég meina
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 15.11.2014 kl. 10:12
Snákaolíusölumenn eins og Ómar Ragnarsson eru einfaldlega ekki marktækir. Þeirra ær og kýr er að æra fávísa landsmenn með tilfinningarökum og neðanbeltisbröndurum.
Hraunavinurinn byrjar á snákaolíusölumennskunni: "Rafvæðing bílaflotans verður ekki stöðvuð"(!) - og lýkur svo röksemdafærslunni með "hér á landi eru rafbílar enn innan við hálft prósent af bílaflotanum".
Eftir liðlega 20 ára innleiðingu á rafmagnsbílum á Íslandi, með tilheyrandi inngripum ríkisins, er þetta nú allur árangurinn! Og hvers vegna hlaupa Íslendingar ekki eftir rökum vetnis-, metan-, rafmagnsbíla-agenta eins og Ómars Ragnarssonar?
Svarið er ósköp einfalt. Þessi farartæki eru ekki þjóðhagslega hagkvæm, frekar en hraunavinavæðing þjóðfélagsins.
Hlynur Stefánsson verkfræðingur og dósent við HR hefur a.m.k. komist að þessari niðurstöðu eftir ítarlega útreikninga:
http://ruv.is/mannlif/eru-rafbilar-thjodhagslega-hagkvaemir
Ómar Ragnarsson er týndur í bullinu, því miður.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 15.11.2014 kl. 10:24
Þóríum er málið.
https://www.google.is/search?q=thorium+cadillac&client=firefox-a&hs=VFx&rls=org.mozilla:en-US:official&channel=sb&tbm=isch&tbo=u&source=univ&sa=X&ei=DGNoVPmmB-TnygOz6IDQDg&ved=0CCEQsAQ&biw=1280&bih=871
GB (IP-tala skráð) 16.11.2014 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.