Hitler sá aldrei neitt athugavert við sig.

Anders Behring Breivik er dæmigerður fyrir svo algera siðblindu að engu verður um þokað allt til dauða. 

Verstu illvirkjar sögunnar sáu yfirleitt aldrei neitt athugavert við sig og gjörðir sínar.

Gott dæmi er Adolf Hitler. Það sem réði mestu um þrákelkni hans allt til síðasta dags var sú forsenda sem hann gaf sér fyrir styrjöldinni, sem hann kom af stað, og orðaði í einni setningu: "Aldrei aftur 1918," þ. e. að það skyldi aldrei gerast aftur að Þjóðverjar gæfust upp og semdu vopnahlá á meðan enginn óvinahermaður væri á þýskri jörö. 

Hann útfærði þetta á enn harðari hátt: Þjóðverjar myndu aldrei gefast upp, sama á hverju gengi. 

Síðustu vikur stríðsins kenndi hann öllum öðrum en sjálfum sér um það hvernig málum væri komið. Þýska þjóðin hefði brugðist honum sem og allir þeir, sem á síðustu dögum hins vitfirrta stríðs reyndu að semja sér við Vesturveldin, svo sem Hermann Göring. 


mbl.is Búnir að fá nóg af Breivik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband