Svipað gerðist 1944.

Gamla Ölfurárbrúin, sem smíðuð var í lok 19. aldar, var barn hestvagnatímans og alls ekki gerð fyrir bílaumferð 20. aldarinnar. Hún þjónaði þó vel þar til annar höfuðstrengur hennar brast og 6. september 1944 og tveir vöruflutningabílar, annar þeirra mjólkurbíll, féllu í ána.

Annar bíllinn lenti á grunnu vatni og var vaðið út til bílsins til að bjarga bílstjóranum.

Mjólkurbíllinn lenti hins vegar í hyl, og bílstjórinn, Jón Guðmundsson, var í fyrstu lokaður inni í bílnum á bólakafi, mistókst að brjóta framrúðuna en komst út um glugga vinstra megin og skaut upp á yfirborðið.

Þar náði hann taki á fljótandi mjólkurbrúsa og síðar varadekki og barst 1200 metra niður eftir ánni uns hann komst á land á svipuðum slóðum og bílstjórinn fannst í gær.

Þegar tekið er mið af því er ljóst að höfuðáherslu hefði átt að beina að því að leita gaumgæfilega á þeim slóðum, jafnvel eingöngu þar til að byrja með, enda fannst bílstjórinn nú um síðir einmitt þar.  

En maðurinn er á lífi, svo ótrúlegt sem það kann að virðast, og það er fyrir öllu.  


mbl.is Fannst á lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Um var að ræða Jón Guðmundsson sem braut þá reglu að aðins skylda fara einbíla yfir brúna.  Líkja má athæfinum við hryðjuverk.

Hann var verðlaunaður fyrir með því að verða yfirlögregluþjónn í Árnessýslu, á Selfossi, fyrir vikið.

Hörður M0sena Sigurjónsson (IP-tala skráð) 14.11.2014 kl. 18:04

2 Smámynd: Sævar Helgason

Þar sem enginn mannskaði varð af þegar sú gamla slitnaði niður á öðru bandinu- þá varð þetta til þess að við fengum nýja ög þá öfluga Ölfusárbrú sem er ennþá í notkun. Ég man vel eftir þessum atburði . Blöðin voru full af þessu fréttaefni.
Svona getur fall orðið fararheill.  

Sævar Helgason, 14.11.2014 kl. 20:39

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef engir mættu verða lögregluþjónar nema þeir, sem aldrei hafa gert nokkurn skapaðan hlut af sér, væri ljóst að engin lögregla væri hér í landi. 

Ómar Ragnarsson, 15.11.2014 kl. 01:54

4 identicon

Muni ég rétt, var verið að draga bilaðan bíl yfir. Þeir fóru báðir út í, annar á grynningar, hinn  í hyl.
Ég nota þessa sögu stundum þegar ég er að leiðsegja, og mikið er í ánni. Það var gaman í fyrra, þegar ég kláraði pistilinn á brúnni, og gat bætt því við, að sannarlega hefði bílstjóri mjólkurbílsins komist vel af, því að sonur hans sæti við stýrið. Það var Guðmundur Jónsson.

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.11.2014 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband