17.11.2014 | 18:26
Rithöfundar í sérflokki varðandi höfundarrétt.
Af kynnum mínum af höfundarrétti varðandi tónlist, kvikmyndir og ritverk, er það ljóst, að réttindamál rithöfunda eru í sérflokki.
Rithöfundar eiga fullan rétt á 22,5% af nettósölu bóka sem lágmarks ritlaun.
Ef útgefandinn gerir ekkert meira með bókina innan fimm ára, fellur útgáfurétturinn alfarið til rithöfundarins.
Bókaútgefendur og rithöfundar standa mjög vel vörð um höfundar- og útgáfuréttinn varðandi bann á afritun verkanna án leyfis, sem samsvarar ólögulegu niðurhali á tónlist og kvikmyndum en virðist vera miklu betur varið.
Þetta er aðeins ein birtingarmynd þess hve hið ritaða orð er enn í miklu meiri metum varðandi varðveislu og vernd en aðrar listgreinar.
Þetta er bara pjúra þjófnaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nægir ekki að setja "gæsalappir" og geta tilvitnina
Annars voru höfundar hins ágæta lags I com from the land down under í hljómsveitinni Man at work dæmdir til að borga skaðbætur fyrir að stela stuttu millistefi 30 árum eftir að lagið kom út.
Svo þetta veltur meira á fégráðugum lögfræðingum en réttlæti
Grímur (IP-tala skráð) 17.11.2014 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.