21.11.2014 | 00:50
Undrun í sextíu ár útaf sömu kynslóðinni.
Hér á landi hafa menn alla tíð verið afar seinir til að átta sig á því hve mikil áhrif samsetning íbúanna eftir aldri hefur á þjóðlíf og efnahag.
Á uppgangsárum stríðsáranna stórfjölgaði barnsfæðingum eftir mun minni fjölgun á kreppuárunum milli 1930 og 1940.
Tæpum tíu árum síðar virtist það koma mönnum mjög á óvart að skyndilega glímdu grunnskólar landsins við mikinn húsnæðisvanda. Á tímabili voru til dæmis tæplega 1852 nemendur í Laugarnesskólanum.
Nokkrum árum eftir það urðu menn enn meira hissa á óvæntri stórfjölgun nemenda í framhaldsskólum. Í M.R. var til dæmis kennt bæði fyrir hádegi og eftir hádegi til þess að anna stórfjölgun, sem samt var reynt að hamla gegn með því að sía úr þeim stóraukna fjölda, sem kom í skólann úr landsprófi.
Svona gekk þetta áfram því að ekki liðu mörg ár þangað til mikla undrun vakti hin óvænta stórfjölgun í háskólanámi sem virtist koma mönnum algerlega á óvart og í opna skjöldu.
"Barnabólan" (baby boom) á stríðsárunum er enn ekki hætt að hafa áhrif þótt allir virðist vera svo undrandi á stórvaxandi útgjöldum til heilbrigðismála.
Barnabólubörnin eru nefnilega enn á ferð og eru nú að flykkjast á eftirlaun og í alls konar aðgerðir á sjúkrahúsum sem leiða af öldrun.
Og enn einu sinni eru menn ekki aðeins hissa, heldur viðast koma alveg af fjöllum.
Dæmi um það er þegar fjármálaráðherra segir að aldrei hafi jafnmiklu fé verið varið til heilbrigðismála og nú og að þess vegna þurfi ekki frekari fjárútlát í þann málaflokk.
Þetta sýnir að hann er alveg blindur á það að stórfjölgun aldraðra veldur því að miklu meiri fjármuni þarf í heilbrigðisþjónustuna en áður, bara vegna þessarar fjölgunar.
Satt að segja er ástæða til að verða hissa á því hve menn eru enn hissa á afleiðingum barnabólunnar í stríðinu og svipaðrar fjölgunar síðar á þeim tímabilum þegar vel hefur árað síðar í þjóðarbúskapnum.
Á sama tíma hefur fæðingum fækkað síðustu áratugi þannig að sífellt verða þeir færri, sem eru á besta aldri og verða að vinna fyrir útgjöldum vegna stórfjölgunar þeirra eldri.
Þetta virðist alveg fara fram hjá ráðamönnum þjóðarinnar.
Með sama áframhaldi þarf varla að efast um það að menn eigi eftir að verða hissa í enn eitt sinn hér á landi þegar stríðsárabörnin fara að valda stórauknum útgjöldum vegna fjölgunar dauðsfalla og aukinnar þörf á rými í kirkjugörðum.
Hin óhugnanlega mannfjöldaþróun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Æði mikið Ómars pláss,
í uppgangi hann fæddist,
aldrei kallinn stofustáss,
í stóru mörgu mæddist.
Þorsteinn Briem, 21.11.2014 kl. 07:01
Þetta er ekki bundið við beibíbúmara, það eru ekki nema ca. 15 ár síðan framhaldsskólar voru gersamlega óviðbúnir öðru svona mannfjöldaskoti, þar sem það var einn alveg sérstaklega óvenjulega stór árgangur fæddur á níunda áratugnum. Þegar þessi árgangur -- var það '84 árgangurinn? Eða '85? Man það ekki, og það er aukaatriði -- þegar þau ætluðu að fara í framhaldsskóla, þá var ekki pláss fyrir nærri því alla. Og ráðamenn bara hissa. Skildu bara ekkert í þessu.
Vésteinn Valgarðsson, 21.11.2014 kl. 11:31
Þar sem það gilda lög um hverjir megi eiga börn og fara í glasa. Þá getur einn daginn verið sett lög um hversu lengi þú mátt lifa (Ríkið hættir að borga ellilaun um 100ára). Nú ég var vöruð við að reikja ekki og aldrei nenti ég að drekka. Nú er maður neiddur í hreifingu. Úff þetta getur orðið ríkinu dýrt.
Þar sem ég kem í lok Babyboom þá verður ekki mikið eftir í sjóðum og geri ég ráð fyrir að þurfa að hafa hænur úti í garði og rækta kartöblur eða flytja niður til Maraco þar sem ódýrara er að lifa og nóg er af ungu fólki. Kanski ætti kerla að kíkja á Arabísku námskeið. ha..ha..ha...
Matthildur Jóhannsdóttir, 21.11.2014 kl. 19:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.