Skómigustefnan sækir á.

 Það sem ég vil kalla skómigustefnuna hefur nú gripið ráðamenn víða um lönd. Heitið vísar í máltækið að "það er skammgóður vermir að míga í skó sinn."

Þrátt fyrir því að andmælt sé ótvíræðum tölum um það að allar helstu auðlindir mannkynsins muni þverra á þessari öld sést greinilega á mörgu, að viss örvænting er farin að grípa um sig. 

Til dæmis þótti svo mikið við liggja hér á landi í upphafi þessarar aldar að ákveðið var að vaða áfram á mesta ofurhraða virkjanaæðis, sem um getur, bæði á Norðausturlandi og Suðvesturlandi. 

Nú þegar er orka Hellisheiðarvirkjunar farin að dvína af því ákveðið var að pumpa hámarks orku út úr svæðinu hið snarasta strax í upphafi. Enn er eiturefnadreifingin frá virkjuninni óleyst vandamál. 

Bergbrotsæðið hefur gripið engilsaxnesku þjóðirnar og getur frestað um eitthvert tímabil hinu óhjákvæmilega að jarðefnaeldsneytisauðlindin muni þverra hratt og binda enda á olíuöldina. 

Þar er á ferðinni svipuð skómigustefna og ríkir hér og með svipuðum vandamálum varðandi eitrun og umhverfisspjöll. 


mbl.is Bergbrot eins hættulegt og asbest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

 Ómar hver er að tala um virkjunaræði,það eru bara þú og þinir umkverfisvinir sem ekkert vilja gera,hvar værum við stödd ef aldrei hefði verið virkjað,það er verið að tala um næstu virkjanir 3-4 sem gætu verið á áættlun og þetta er lángt ferli það veistu,T.D.3 raðvirjanir í Þjórsá ,þetta er sjalfbært og gott að gera á löngum tíma ,allt hefur sinn tíma,svo það er komin timi á að byrja á einni/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 28.11.2014 kl. 23:07

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í skó sinn oft hér margur mé,
margt má að því finna,
fyrir mér ég sauði sé,
sitja lömb og spinna.

Þorsteinn Briem, 28.11.2014 kl. 23:07

3 identicon

"það er skammgóður vermir að míga í skó sinn." En það er þó vermir og er á meðan er. Og við mígum í skóinn frekar en að missa fótinn strax.

Við borðum þó við vitum að það kemur að því að við verðum svöng aftur. Við borðum jafnvel útsæðið frekar en að svelta til dauða. Við höfum raunverulega engu að tapa en allt að vinna. Við erum dauð sem þjóð ef við fylgjum ráðleggingum verndunarsinna. Og ef ekki hefði verið vaðið "...áfram á mesta ofurhraða virkjanaæðis, sem um getur, bæði á Norðausturlandi og Suðvesturlandi." væri þegar búið að slökkva ljósin og skella í lás.  

Það gagnast lítið fólki sem vill mannsæmandi líf að vernda svo mikið að síðasti doktorinn í landinu verði doktor sigmundur davíð og eina vinnan að losa koppa fyrir útlendinga, draumastarf verndunarsinna.

Hábeinn (IP-tala skráð) 29.11.2014 kl. 01:35

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 29.11.2014 kl. 02:03

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Raforkuvinnsla hér á Íslandi árið 2008 var 16,467 GWh og hafði þá aukist frá árinu áður um 37,5%.

Og notkunin á íbúa jókst úr 38,5 MWh í 51,6 MWh.

Árið 2002 varð raforkunotkunin hér sú mesta í heiminum á mann
en áður hafði hún verið mest í Noregi.

Með Fjarðaáli jókst raforkunotkun stóriðju verulega árið 2008 og hlutur hennar fór þá í 77% af heildarnotkuninni.

Þorsteinn Briem, 29.11.2014 kl. 02:04

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins:

"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til hér á Íslandi á árunum 1990-2004 sköpuðust vegna hátækni.

Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.

Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni
eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.

Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.

Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu en einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu og um 70% eru flutt úr landi."

Þorsteinn Briem, 29.11.2014 kl. 02:05

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.2.2014:

"Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna [andvirði Kárahnjúkavirkjunar].

Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."

Áhersla lögð á að lækka miklar erlendar skuldir Landsvirkjunar næstu árin

Þorsteinn Briem, 29.11.2014 kl. 02:06

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stóriðjan þarf gríðarmikla raforku og stóriðjufyrirtæki verða einungis á örfáum stöðum á landinu.

Ferðaþjónusta er hins vegar í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.

Þar að auki eru langflest fyrirtæki í ferðaþjónustunni hér á Íslandi einkafyrirtæki, sem Sjálfstæðisflokkurinn talar sífellt um af mikilli lítilsvirðingu, eins og mörg önnur einkafyrirtæki hér, til að mynda alls kyns þjónustufyrirtæki.

Frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar
eru auk CCP og mikillar ferðaþjónustu til að mynda stór og fjölbreytt framleiðslu- og útflutningsfyrirtæki, í ullarvörum, fiskvinnslu, lýsi, veiðarfæragerð, stoðtækjum, hátækni í matvælaframleiðslu, lyfjum og áli, Ístex (áður Álafoss) í Mosfellsbæ, Grandi hf., Lýsi hf., Hampiðjan og Össur hf. í Reykjavík, Marel í Garðabæ, Actavis og álverið í Hafnarfirði.

Og verið er að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem um 200 manns munu starfa.

Þorsteinn Briem, 29.11.2014 kl. 02:10

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég er ekki hissa á því að "Hábeinn" þori ekki að skrifa hér undir nafni.

Þorsteinn Briem, 29.11.2014 kl. 02:12

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

27.11.2014 (í fyrradag):

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Álverin greiða einungis brot af þeim sköttum sem fyrirtæki greiða hér á Íslandi og meðallaun í álverum hér eru lægri en í ferðaþjónustunni, eins og undirritaður hefur margoft sýnt hér fram á.

Mikil meirihluti skatta fyrirtækja og einstaklinga kemur frá höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal þjónustufyrirtækjum og þeim sem þar starfa, enda er þar mikill meirihluti fyrirtækja og einstaklinga.

Til að reisa hér virkjanir tekur Landsvirkjun lán erlendis, þannig að tugmilljarða króna vextir af þeim fara árlega til lánastofnana erlendis sem erlendur gjaldeyrir.

Þar að auki þurfa álfyrirtækin hér, sem eru í eigu erlendra fyrirtækja, að kaupa gríðarlegt magn af súráli í erlendum gjaldeyri til sinnar framleiðslu.

Og ekki veit ég til þess að Ómar Ragnarsson hafi verið á móti til að mynda álverinu í Hafnarfirði og Búðarhálsvirkjun eða einhverjir Íslendingar séu á móti raforku.

Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi formaður Vinstri grænna og fjármálaráðherra, stóð fyrir því ásamt fleirum, meðal annarra þingmönnum Vinstri grænna, að reist yrði kísilver á Húsavík.

Til að það verði reist þurfa hins vegar að koma gríðarmiklar fjárveitingar frá ríkinu
vegna hafnarframkvæmda þar og jarðgangagerðar frá höfninni.

Þorsteinn Briem, 29.11.2014 kl. 04:07

12 Smámynd: Stefán Stefánsson

Þú ferð nú ekki alltaf með rétt mál Ómar minnwink... til dæmis er ekki verið að virkja með neinum ofurhraða á Norðausturlandi og hefur aldrei staðið til. 
Vonandi fáum við þó að sjá 45 megawatta virkjun rísa á Þeistareykjum á næstu árum.
En Ómar, á sínum tíma lagðir þú nú til að hætta við Kárahnjúma og virkja frekar háhitasvæði í Þingeyjarsýslum og flytja orkuna þaðan og austur á firðimoney-mouth... Er nema von að manni detti í hug og sjái að þú ert ekki alltaf samkvæmur sjálfum þérsmile

Varðandi Hellisheiðarvirkjun get ég alveg fallist á það að menn fóru of geist í virkjanir þar.
En í borholur setjast útfellingar og við það stíflast æðar og afköst minnka af þeirra völdum. Þess vegna þarf að hreinsa holurnar með bor og við það ná þær oftast fyrri afköstum.

En í lokin.. þú ert góður skemmtikraftursmile Ómar minn og margt gott liggur eftir þig.  

Stefán Stefánsson, 29.11.2014 kl. 10:26

13 identicon

Steini samur við sig, fer í manninn þegar rök hans eru gömul copy/paste þvæla og bull sem oft hefur verið hrakið.

Hábeinn (IP-tala skráð) 29.11.2014 kl. 16:07

14 identicon

Alltaf merkilegt hvað maður verður að rúlla laengi framhjá ritræpunni í þessum Steina Breim til að skoða kommentin á þessarri síðu og öðrum...

NN (IP-tala skráð) 29.11.2014 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband