Gefum okkur of oft að útlendingar hugsi eins og við.

Ef hér á landi hefðu risið byggingar úr varanlegu efni, sem væru nú dýrmætar fornminjar og að þar hefðu gerst stórir atburðir í sögu lands og þjóðar, til dæmis kristnitakan,gætu einhverjar þeirra verið ígildi Þingvalla og með álíka mikla umferð ferðamanna og þeir.

Þar sem gjaldtaka er inn á slíka staði erlendis þykir ferðamönnum það ekki vera óeðliegt og heldur ekki þar sem um er að ræða þjóðgarða eða vernduð svæði með miklum náttúruverðmætum. 

Af því má ráða að hér á landi myndi þeim heldur ekki finnast það óeðlilegt að borga aðgengseyri, svo framarlega sem þeir fengju eitthvað áþreifanlegt í hendurna við að borga sig inn,svo sem flotta kynningar- og upplýsingabæklinga.

Einnig er mikilvægt að þeir fengju að sjá árangurinn af gjaldtökunni í formi þjónustu og vandaðra göngustíga eða palla, sem væru gerðir af smekkvísi og natni til þess að valda ekki óafturkræfum umhverfisspjöllum.

Við Íslendingar erum alltof gjarnir á að gefa okkur það hverju útlendinga sækist eftir, svo sem að hér sé miklu hlýrra og bjartara veður og aðal aðdráttaraflið fyrir þá hljóti að vera staðir á borð við Hallormsstaðaskóg en ekki víðáttur og auðnir öræfanna.  

Að útlendingar vilji frekar bruna á malbikaðri hraðbraut og yfir flottar brýr inn um alla Þórsmörk og Goðaland heldur en að upplifa safari-ferð um ósnortnar slóðir eins og nú er. 


mbl.is Fjölgun sem hefur áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki hve mörg hundruð ferðamenn ég teymdi um Þingvelli í sumar. Almenn var ánægja með allt, nema hringl á gjaldtöku á salernum við Hakið. Bara skandall og ekkert minna. Eitt skiptið cash, svo strikamiðar á hópa, svo aftur cash.........
Það sér þarna ekki á stígum og pöllum, og allt skemmtilegt.
En....mannfjöldinn er verulegur. Alger svelgur af fólki.
Það vantar fleiri staði eða punkta til að gera út frá.

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.11.2014 kl. 16:27

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Íslendingar eiga eftir að klúðra þessum ferðamannabissnes.

En talandi um fornar byggingar úr varanlegu efni sem ekki eru á Íslandi - að hvernig stendur á því að þær eru til staðar í Færeyjum?  Td. Magnúsar Kirkjan sem er á minjaskrá UNESCO og byggð á 13.öld:

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/a/a6/Kirkjub%C3%B8ur%2C_Faroe_Islands.JPG/1024px-Kirkjub%C3%B8ur%2C_Faroe_Islands.JPG

Þetta er alveg magnað.  

Afhverju ekki hér?

Og það stendur enn bygging á Grænlandi úr steinum eftir Nojarana.

Þetta er eitthvað skrítið.  Ekkert hér.Það var þó fleira fólk hér.

Og eru þetta ekki bara ósköp venjulegir steinar í Magnúsarkirkju?  Eg get ekki séð betur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.11.2014 kl. 01:12

3 Smámynd: Már Elíson

Ómar Bjarki / Ómar R. - Líttu bara á arfleifð Reykjavíkur - Allt sem skiptir máli í þessu skyni sem þú nefnir, er rifið niður, fært eða eyðilagt á annan hátt. - Menn ættu nú að muna að Bernhöftstorfunni var bjargað úr klóm hægri niðurrifsafla Djöflaeyjunnar. Margt fleira má nefna. - Við eigum nú Alþingishúsið (með danska merkinu ennþá), tukthúsið á Skólavörðustíg - Landsbókasafnið o.s.frv, en þessi hús er tiltölulega ný á alheimsvísu.  - Að vísu eru aðrir staðir sem standa sig í varðveislu sögulegra minja, sbr. Stykkishólmur, Hofsós, Fáskrúðsfjörður..o.fl.

Þetta land er enn í svart/hvítu með þumla báðu megin, og verður um ókomna tíð.

Már Elíson, 29.11.2014 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband