Laga nám og starf að sólargangi !

Í bloggpistli í gær hér á síðunni í fyrradag var fjallað um að laga starf í skólum og á vinnustöðum að sólarganginum í stað þess að fara inn í gamla hvimleiða hringlið með klukkuna með vetrartíma og sumartíma.

Nú er verið að gera tilraun með það í Ingunnarskóla og Hagaskóla að seinka byrjun skólastarfsins í skammdeginu og hefur það gefist vel. 

Ef þetta verður almennt gert, er hægt að nota svona sveigjanleika bæði hvort sem klukkan verði á sama stað og nú eða henni seinkað allt árið um klukkustund. 

Jafnvel þótt klukkunni verði seinkað verður hádegi sólargangsins ekki fyrr en í kringum klukkan hálfeitt. 

Þegar dagurinn er orðinn lengri seint í febrúar eða byrjun mars, er hægt að flýta starfi og námi, svo sólin nýtist betur utandyra síðdegis, þegar sólskin er að á annað borð. 


mbl.is Líkar vel að mæta seinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á sumum stórum vinnustöðum hér á Íslandi geta menn ráðið því hvort þeir byrja að vinna klukkan 8 eða 9 og fara þá seinna úr vinnunni.

Sumir velja fyrri kostinn en aðrir þann síðari.

Þorsteinn Briem, 29.11.2014 kl. 05:39

2 identicon

Að laga starf í skólum og á vinnustöðum að sólarganginum þýðir að við flýtum klukkunni. Höfum hádegissólina um miðjan dag og miðnætti um miðja nótt. Að færa hádegissólina nær upphafi dags eins og lagt er til er órökrétt. Það er ekkert lögmál sem segir að það sé betra að hafa birtutímana sem flesta fyrripart dags og sofa jafnvel nokkra þeirra svo maður vakni örugglega í björtu.

Þegar maðurinn flutti í borgir úr sveit þá þurfti ekki lengur að vakna eins snemma, þótti fínt að sofa lengur og vera ekki að vakna eins og bóndi, og hádegi hætti að vera miðja dags. Nú er svo komið að fólk er jafnvel farið að borða morgumat í hádeginu, brunch, og hádegissólin því að færast enn nær upphafi dags en miðju.

Væri sólin að stjórna einhverri innbyggðri klukku þá þætti okkur mjög óþægilegt að hafa ekki hádegi, hápunkt sólargangsins, um miðjan dag og miðnætti, myrkasta tímann, um miðja nótt.

Hannes (IP-tala skráð) 29.11.2014 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband