Ef önnur bæjarfélög fara í þetta tryllta far, hvað þá?

Bæjarstjóri Garðabæjar telur eðlilegt og æskilegt að íbúatalan þar í bæ tvöfaldist þar á 15 næstu árum og verði um 30 þúsund árið 2030. Hann felur tryllingslega hugmynd sína inni í fullyrðingu um að þetta sé langur tími.

En þetta er ekki lengri tími en svo, að menn hefðu árið 2000 talið eðlilegt og æskilegt að fólksfjöldi tvöfaldaðist í bæjarfélögum á borð við Garðabæ fram til 2015.

Ef þetta er talið æskilegt og eðlilegt vaknar spurningin um það hvort hið sama hljóti ekki eiga við um Mosfellsbæ, Hafnarfjörð og Kópavog.

Það myndi þýða að vinna þyrfti að því öllum árum að fjölga samanlagt íbúum Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Kópavogs um 76 þúsund þúsund manns á 15 árum, og samt yrði engin fjölgun í Reykjavík ! Hvaðan ætti allt þetta fólk að koma? 

Gunnar reynir að fela eðli málsins í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar með því að segja að bæjarfélög eigi helst ekki að verða stærri en 30-40 þúsund.  

En jafnvel þótt það ætti að gilda myndi það þýða að æskilegt væri að engin fjölgun yrði í Reykjavík, en ef Mosfellsbær og Hafnarfjörður ættu að stækka upp í 30 þúsund manns hvert eins og Garðabær yrði fjölgunin samt meira en 40 þúsund manns samtals í þessum bæjarfélögum á aðeins 15 árum!  

Stórveldishugmyndir Gunnars eru í takt við það sem bæjarstjórnarmeirihlutinn í Garðabæ hefur "afrekað" hingað til, að fá Alþingismenn til að samþykkja einungis lagningu nýs Álftanesvegar á sama tíma og engin vegaframkvæmd í Reykjavík verður leyfð fram til 2020 á hliðstæðum vegarköflum, sem eru bæði með miklu meiri umferð og miklu hærri slysatíðni en Álftanesvegur.

Ef öll hin bæjarfélögin hefðu átt að fá það sama í sinn hlut og Garðabær í vegagerð hefði verið um minnst fimm stórframkvæmdir að ræða sem ætlaðar væru vegna íbúafjölgunar upp á alls 100 þúsund manns! 

Það er út af fyrir sig eðlilegt að Garðabæjarmeirihlutinn haldi áfram að gera jafn fáránlegar kröfur og skína út úr trylltum stórveldishugmyndum hans. Hingað til hefur hann komist upp með hluti sem sýna hve firrtir menn geta orðið eftir margra áratuga völd, sem hafa staðið látlaust síðan Garðabær byrjaði að byggjast upp.

Það er dæmigert fyrir stórveldisfirringu að blása upp útþenslu í fyrirhruns stíl.   

Við siglum nú inn í öld þar sem talað er um nauðsyn þess þétta byggð og gera hana hagkvæmari gagnvart samgöngum. Við okkar aðstæður er að vísu rétt að fara þar með ákveðinni gát og huga að raunverulegum möguleikum til þess á réttum stöðum og svæðum. Í því efni hef ég sett fram ákveðna gagnrýni á sum atriði þeirrar stefnu hjá Reykjavíkurborg, svo sem að leggja flugvöllinn niður.  

Þegar litið er á höfuðborgarsvæðið í heild blasir við að þetta miðjusvæði í landsamgöngum er í kringum stærstu krossgötur landsins á svæðinu Ártúnshöfði - Árbær -Elliðaárvogur - Skemmuhverfið- Mjódd-Smárinn.

En í keisaraveldinu í Garðabæ eru uppi hugmyndir í stíl við óframkvæmdar loftkastalahugmyndir 2007 og frekjuhugmyndirnar sem skína út úr gerð Álftanesvegar og fyrirhugaða tvöföldun fólksfjöldans þar á 15 árum hafa meira að segja sótt magnast.

Menn hafa greinilega ekkert lært af Hruninu og sápukúluþenslunni fram til 2008.

Ef öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu gerðu kröfu um að tvöfalda íbúatölu sína á 15 ára fresti, myndi íbúafjöldinn bara hér á þessu svæði verða orðinn 6,4 milljónir á þessari öld !  

 

 


mbl.is 175 milljarða uppbygging
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Flott grein hjá þér, Ómar - Þú ert alveg að komast í það að þora(vilja,geta) að segja sannleikann (sem þú veist og þekkir) um þessa hrappa og spillinguna sem líðst í Ríki BB og venslafólks, og þá sérstaklega í þeirra "keisaraumdæmi", Garðabæ. - Láttu bara vaða.

Fólk veit allt um þetta en þorir ekki að segja. - Þorir þú ?

Már Elíson, 29.11.2014 kl. 13:16

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þessi tvöföldun er óraunhæf. Hins vegar myndi ég vilja sameina allt höfuðborgarsvæðið í eitt sveitarfélag.

Sumarliði Einar Daðason, 29.11.2014 kl. 13:51

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Nefnt er í pistlinum að bæjarstjórinn hafi sagt í hádegisfréttum Bylgjunnar að æskilegt sé að bæjarfélög verði ekki stærri en 30-40 þúsund. Hvernig í ósköpunum getur fólksfjöldinn á höfuðborgasvæðinu þá orðið 6,4 milljónir? Slíkt myndi þýða, skv. viðmiðum bæjarstjórans, 213 bæjarfélög með 30 þús manns eða 160 með 40 þús. Svona málflutningur er náttúrulega dæmalaust rugl.

Þessi pistill er  bara útúrsnúningur úr orðum bæjarstjórans til þess að koma að gagnrýni á bæjaryfirvöld vegna Álftanesmálsins.

Erlingur Alfreð Jónsson, 29.11.2014 kl. 15:29

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands búa hér á Íslandi um 9% fleiri árið 2023, eftir áratug, en bjuggu hérlendis um síðustu áramót.

Og þá bjuggu 13.872 í Garðabæ, samkvæmt Hagstofunni.

Samkvæmt mannfjöldaspánni búa því um 1.250 fleiri í Garðabæ eftir áratug.

Steini Briem, 13.12.2013

Þorsteinn Briem, 29.11.2014 kl. 17:52

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík:

Íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu
1. janúar 2014:

Reykjavík 121.230 (58,1%),

Kópavogur 32.308 (15,5%),

Hafnarfjörður 27.357 (13,1%),

Garðabær 14.180 (6,8%),

Mosfellsbær 9.075 (4,4%),

Seltjarnarnes 4.381 (2,1%).

Samtals 208.531.

Sunnan Reykjavíkur og Seltjarnarness (í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði) 73.845 íbúar.

Í Laugardal, Árbæ, Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Mosfellsbæ og á Kjalarnesi 74.970 íbúar.

Í Háaleitis- og Bústaðahverfi 14.519 íbúar.

Á Seltjarnarnesi, í Vesturbæ, Miðbæ, Hlíðum, Holtum, Túnum og Teigum 45.064 íbúar, eða 30.545 fleiri en í Háaleitis- og Bústaðahverfi.

Og póstnúmer 105 Reykjavík er að langmestu leyti í Hlíðum, Holtum og Túnum vestan Kringlumýrarbrautar.

Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu
, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er því vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík, nálægt Klambratúni (Miklatúni) og því skammt frá Landspítalanum.

Ef
hins vegar engin byggð væri vestan Kringlumýrarbrautar, í Reykjavík og á Seltjarnarnesi, væri miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu í Háaleitis- og Bústaðahverfi.

Þorsteinn Briem, 29.11.2014 kl. 17:54

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þrenn gatnamót á Miklubraut eru umferðarmestu gatnamót landsins og öll með um eitt hundrað þúsund bíla á sólarhring:

Gatnamót Miklubrautar, Hringbrautar, Snorrabrautar og Bústaðavegar.

Gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar.

Gatnamót Miklubrautar, Reykjanesbrautar, Sæbrautar og Vesturlandsvegar.

Og gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eru að sjálfsögðu jafn mikið austan og vestan Kringlumýrarbrautar.

Þorsteinn Briem, 29.11.2014 kl. 17:55

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er stefna Reykjavíkurborgar að færa Reykjavíkurflugvöll frá Vatnsmýrarsvæðinu en ekki að leggja flugvöllinn niður.

Þorsteinn Briem, 29.11.2014 kl. 18:00

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fyrirbærið "veldishlaðinn vöxtur" er enginn útúrsnúningur heldur viðurkennt fyrirbæri í stærðfræði. 

Ef við rúnnum íbúatöluna á höfuðborgarsvæðinu af og segjum, að nú búi þar 200 þúsund manns og dæmið snýst um það að á 15 ára fresti sé sex sinnum í röð stefnt að tvöföldun mannfjöldans, lítur dæmi svona út, talið í þúsundum og síðar milljónum: 

Árið 2015:  200. 

Árið 2030:  200 x 2 = 400 

  "  2045:  400 x 2  = 800

  "  2060:  800 x 2  = 1,6 milljónir

  "  2075:  1,6 x 2  = 3,2 milljónir 

  "  2090: 3,2 x 2 = 6,4 milljónir. 

Ef íbúar Garðabæjar tvöfaldast fimm sinnum í röð verða þeir orðnir 32 sinnum fleiri en nú eftir fimm tvöfaldanir eða 448 þúsund um næstu aldamót.  

Ómar Ragnarsson, 29.11.2014 kl. 19:09

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Leiðrétting: Fimm sinnum í röð, ekki sex sinnum í röð. 

Ómar Ragnarsson, 29.11.2014 kl. 19:10

10 identicon

Sárt er að vita til þess að borgarstjóri/stjórn Reykjavíkur skuli ekki átta sig á að hún er en höfuðborg alls landsins. Verður það þangað til Garðabær tekur  að sér hlutverkið. Vegagerðin á Álftanesi er ekki metin eins og að um viðkvæmt svæði sé að ræða eins og t.d. feluleiðin frá Grindavík að Blálóninu.

Bergþóra Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.11.2014 kl. 20:10

11 identicon

Ef aðrir bloggarar fara í þetta tryllta far, hvað þá?

Aumur bæjarstjóri smábæjar opinberar framtíðardrauma sína og vinsæll bloggari heldur ekki vatni af ótta og skelfingu. Les úr orðum bæjarstjórans að Íslendingar verði yfir 6 milljónir um næstu aldamót og hræðist gatnaframkvæmdir sem því fylgir. Vill að menn læri af hruninu og fari að dreifa getnaðarvörnum og setji bann við fólksflutningum, sérstaklega í Garðabæ þar sem þegar hefur verið lagður vegur og grunur leikur á að gredda sé að aukast.

Framtíð Reykjavíkurflugvallar er ógnað með þessari fjölgun og hann telur víst að allt flug á Íslandi leggist af og flugbrautir verði settar undir krossgötur, mislæg gatnamót og tvöfaldar akbrautir yfir og í kring um fátækrahverfin sem reist verða á aflögðum brautunum. Komið sé að ögurstund og framtíð lands og þjóðar sé í hættu fái Garðbæingar að fjölga sér óheft og leggja vegi.

Útlit er fyrir að fjör sé að færast í bloggheima þegar minnsta fjöður verður samstundis að vörubílsförmum af hjólgröðu flughatandi fiðurfé með malbiksduld.

Vagn (IP-tala skráð) 29.11.2014 kl. 20:44

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Skítapleis Garðabær, eins og maðurinn sagði.  

Segir auðvitað ákveðna sögu að innbyggjar á nefndu pleisi kjósi nánast eingöngu sjalla slag í slag, trekk í trekk.

Styttist í hrunið.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.11.2014 kl. 21:03

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íbúum Garðabæjar fjölgaði um 308 í fyrra, 2013, um 2,2%, úr 13.872 í 14.180.

Og með sömu hlutfallslegri fjölgun árlega yrðu um 20 þúsund íbúar í Garðabæ árið 2030, sem þyrftu um tvö þúsund fleiri íbúðir en þar eru nú, um þrjú þúsund færri en Garðabær gerir nú ráð fyrir, miðað við að þrír búi að meðaltali í hverri íbúð, eins og í Hafnarfirði árið 2006.

Þorsteinn Briem, 29.11.2014 kl. 21:58

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Harla einkennilegt að halda því fram að Reykjavík verði ekki áfram höfuðborg landsins, enda þótt flugvöllurinn verði færður af Vatnsmýrarsvæðinu á annan stað á höfuðborgarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 29.11.2014 kl. 22:06

15 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ómar: Ég var ekki að gagnrýna stærfræðikunnáttuna heldur framsetninguna. Hún er rugl. Þú ferð langt fram úr spá Hagstofunnar fyrir sama tímabil. Hagstofan reiknar með að Íslendingar verði tæplega 495 þús árið 2061. Þú leikur þér með rúlega 3 sinnum hærri tölu. Slíkt er óraunhæft og sæmir ekki reyndum fjölmiðlamanni eins og þér í þessari umræðu.

Erlingur Alfreð Jónsson, 30.11.2014 kl. 00:10

16 identicon

Já væri nú ekki ráðlegt fyrir þennan bæjastjóra að kíkja hinu meginn við Faxafóann og læra af vitleysunni þar? Svona voru spánnar hjá Árna Sigfússyni, hver man ekki eftir skiltinu við Fitjar sem á stóð íbúafjöldi og svo fyrir neðan íbúum fer ört fjölgandi. Alltaf eitthvað næstum því í hendi en æææ það gerðist svo ekki. Svona var saga Reykjanesbæjar - víti til varnaðar.

Margret (IP-tala skráð) 30.11.2014 kl. 11:13

17 identicon

Í Reykjanesbæ varð yfir 50% fjölgun íbúa á síðustu 15 árum. Þannig að "íbúum fer ört fjölgandi" átti vel við og var ekki eitthvað "næstum því í hendi en æææ það gerðist svo ekki". Fjárhagsstaða bæjarins er svo allt annað og óskylt mál.

Frammari T (IP-tala skráð) 30.11.2014 kl. 13:23

18 identicon

Kæri frammari rýndu í tölurnar 2007-8 og svo tölurnar 2014 þá sérðu fólksflóttan frá Reykjanesbæ síðustu ár enda hvar er Álverið?????

Margrét (IP-tala skráð) 30.11.2014 kl. 14:30

19 identicon

Það hefur verið stöðug fjölgun öll 15 árin.

 

Fólksfjöldi á Íslandi, í Reykjavík og Reykjanesbæ 1998–2012

 

 

 

 

Heimild

Hagstofa Íslands

 

 

1998=100

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Allt landið

Reykjavík

Reykjanesbær

1998

100,0

100,0

100,0

1999

101,2

101,1

108,3

2000

102,4

102,4

114,2

2001

104,0

103,9

119,0

2002

105,2

104,7

122,3

2003

105,9

104,9

125,9

2004

106,7

105,5

127,6

2005

107,8

106,1

129,9

2006

110,1

107,1

133,4

2007

113,0

108,7

138,5

2008

115,8

110,7

145,4

2009

117,3

111,4

150,9

2010

116,6

110,2

152,8

2011

116,9

110,8

154,9

2012

117,3

110,7

157,1

Frammari T (IP-tala skráð) 30.11.2014 kl. 16:11

20 identicon

Taflan vill ekki birtast á skiljanlegan hátt, prufa mynd.

Frammari T (IP-tala skráð) 30.11.2014 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband