Falsvonirnar fyrir hálfri öld.

Upp úr miðri síðustu öld var farið að reisa kjarnorkuver og það er minnisstætt hve bjartsýnin varðandi beislun þessarar orku var mikil. 

Hér á landi var til dæmis höfð uppi hvatning til þess að virkja sem allra mest vatnsafl sem allra fyrst áður en það yrði ekki samkeppnisfært við kjarnorkuna. 

Aldrei var minnst á hættu af "kjarnorkuslysum" eða þá staðreynd að kjarnorkuvinnsla á grundvelli notkunar úraníums getur aldrei leyst allan orkuvanda mannkynsins, því að þá verður úraníum uppurið á nokkrum áratugum. 

Lítið fór fyrir upplýsingum um kjarnorkuúrgang og vandann, sem hann skapar. 

Miðað við það hve langan tíma tók að átta sig á og upplýsa um mikilvægar staðreyndir varðandi beislun kjarnorkunnar, ætti að hafa varann á þegar nú eru gylltir mjög möguleikarnir á svonefndri "fracking" aðferð, eða "bergbrot" til að vinna jarðefnaeldneyti úr jörðu. 

Þótt þessi aðferð hafi skapað Bandaríkjamönnum möguleika á að framleiða meiri olíu og gas sjálfir heldur en olíu, sem þeir flytja inn, og að af þessum sökum hafi olíuverð hríðfallið á heimsmarkaði, eru þegar farin að blikka ýmis aðvörunarljós varðandi ógnarhraðan vöxt þessarar vinnslu, bæði hvað snertir umhverfisáhrif og eitrunaráhrif og ekki síður það, að þetta muni verða afar skammgóður vermir vegna þess að þetta er svo sannarleg óendurnýjanlegur orkugjafi.

En lítil von er til þess að hægt verði á hinu nýja æði. Obama forseti þarf á svona innspýtingu að halda fyrir fylgi sitt þau tvö ár sem hann á eftir í embætti og Vesturlöndum er mjög í mun í togstreitunni við Rússa að nota gamla trikkið hans Reagans gagnvart Rússum, sem fólst í því að standa sem staðfastastir í því að láta aukið framboð verðfella olíuna, en það kemur sér alveg sérstaklega illa fyrir olíuþjóð eins og þá. 

 


mbl.is Draugabær myndaður úr lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

3 identicon

Það er líka fullyrt að "ný tækni" muni gera sæstreng til UK arðbæran fyir þá sem munu eignast Landsvirkjun.

En það er ekki einu sinni reynt að tala um "nýja tækni" varðandi endingu og endurvinnslu á rafgeymabílum

Grímur (IP-tala skráð) 30.11.2014 kl. 08:50

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðspurður hvort [raforkustrengur til Bretlands] muni hækka raforkuverð á Íslandi segir [Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar] að ekki sé þörf á því en ríkisstjórnin þurfi samt að finna leið til að halda verðinu niðri.

Ef norska leiðin yrði farin yrði orkuiðnaðurinn enn með góð kjör og langtímasamninga en verð til almenna markaðarins væri svo pólitísk ákvörðun.

Gert er ráð fyrir að um 20 ár tæki að greiða upp slíkan streng og endingartíminn yrði um 40 ár."

Lokaskýrsla ráðgjafahóps um lagningu sæstrengs til Bretlands, júní 2013 bls. 20

Þorsteinn Briem, 30.11.2014 kl. 09:06

6 identicon

Það er ekki liðin tíð að trúgjarnir bjartsýnismenn lofi framfarir og geri framtíðarspár án þess að hlusta á mótrökin. Kjarnorka, metan-vetnis-alkohol-og rafbílar, kraftaverkalyf, kaldur samruni og svo má lengi telja. Trúin á óskeikulleika vísindamanna og að vandamálin sem við blasa séu svo auðleist að óþarfi sé að taka þau með í reikninginn er sterk hjá mörgum. Því spretta fram gaurar sem hlægja að bjartsýni forveranna en gerast samt sjálfir sekir um sömu blindu og undrast að þjóðir skuli ekki vilja hinkra eftir komandi kraftaverki.

Hábeinn (IP-tala skráð) 30.11.2014 kl. 16:50

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.12.2014 (í dag):

Nissan Leaf brátt með 400 km drægni

Hringvegurinn á milli Reykjavíkur og Akureyrar er 388 km.

Þorsteinn Briem, 3.12.2014 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband