Myrku morgnarnir yrðu næstum helmingi færri.

Þegar verið er að velta vöngum yfir birtunni á morgnana á kvöldin er mikilvægt að miða ekki við sólarupprás heldur hugtak sem í fluginu heitir "birting" og er miðað við þann tíma þegar sólin er 6 gráður undir sjóndeildarhringnum. 

Þessi tímapunktur er viðmið fyrir skilgreiningu á skilyrðum fyrir nætursjónflug og er að meðaltali um eina klukkustund fyrir sólarupprás og eina klukkustund eftir sólarlag. 

Dagsbirtan miðuð við klukkan átta á morgnana sést hér að neðan á töflu, vinstra megin miðað við núverandi klukku og síðan hægra megin miðað við það að seinka henni um klukkustund, eða kannski öllu fremur, að seinka fótaferð yfir háveturinn. 

26. október kl. 8:01 - 18:24 ......færist aftur til   16.nóvember. 

26. febrúar kl. 8:00 - 19:25 ......færist fram til    6. febrúar  

Samkvæmt þessu styttist það tímabil vetrarins, sem birtir klukkan átta að morgni úr fjórum mánuðum, niður í tvo mánuði og 10 daga eða næstum því um helming.

Styttingin nemur alls um 50 dögum.

Að sjálfsögðu tapast jafn mikill birtutími í staðinn síðdegis, en sennilega er gróðinn á morgnana meira virði fyrir líkamlega og andlega vellíðan varðandi að byrja daginn í sem bestu birtuskilyrðum.

En þetta sýnir líka hve miklu munar ef námstími og vinnutími eru einfaldlega færð í stað þess að hringla með klukkuna. Það er mín tillaga. Seinka fótaferð yfir háveturinn en flýta henni og birtutímanum síðdegis þegar sólin er komin hærra á loft.    


mbl.is Svona birtir með breyttri klukku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Og í staðinn koma væntanlega helmingi fleiri myrk síðdegi! Má ég þá heldur biðja um björt síðdegi, með fjölskyldunni. Minna gerir til að vera í myrkri í vinnunni.

Gunnar Heiðarsson, 1.12.2014 kl. 00:05

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þessi björtu síðdegi þín með sól nógu hátt á lofti til að njóta hennar, eru því miður fá yfir háveturinn og ég hef bætt þvi inn í pistilinn að best væri að laga náms- og vinnutíma að sólarganginum. vakna seinna inni í sólarganginn yfir háveturinn en byrja fyrr að vinna og sóla sig þegar sólin hækkar á lofti.  

Ómar Ragnarsson, 1.12.2014 kl. 00:09

3 identicon

Og hvers vegna ættum við að vera að hlaupa eftir duttlungum sérvitringa sem hræðast að vakna í myrkri og ekki geta haft hægðir nema bjart sé?

Jós.T. (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 00:32

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er ekki sérviska.  Núverandi fyrirkomulag íslands er í raun sérviska.

Ísland hafði í eina tíð annað fyrirkomulag.

Er mest hissa á að það skyldi vera farið útí á sínum tíma að hafa núverandi fyrirkomulag.

Eg hef kynnt mér umræðuna þá á sínum tíma - og þá var einn reiknispekingur mjög framalaga í flokki, þekkt nafn sem eg man nú ekki í augnablikinu, en málið er að mér finnast rökin á sínum tíma ekkert vera svo sannfærandi.

Það var líka í umræðunni á sínum tíma að flstir myndu taka upp það fyrirkomulag sem Ísland tók upp vegna einhverrar hagræðingar.  En það var í tísku á þessum tíma, þ.e beinar línur, hornréttar, einfaldanir o.s.frv.  En spádómarnir um að flestir tækju þetta upp hafa reynst rangir, að mínu mati.  Alrangir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.12.2014 kl. 00:51

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

1. gr. Hvarvetna á Íslandi skal telja stundir árið um kring eftir miðtíma Greenwich."

Lög um tímareikning á Íslandi nr. 6/1968


Tóku gildi 7. apríl 1968 kl. 01.00.

Ferill málsins á Alþingi

Þorsteinn Briem, 1.12.2014 kl. 01:58

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Af kvölum engist þjóðin þreytt,
þrífst hér engin lukkan,
ef ég fengi öllu breytt,
engin gengi klukkan.

Þorsteinn Briem, 1.12.2014 kl. 02:20

8 identicon

Ég vakna svona 6-7 að morgni, og geng til náða fyrir miðnætti. Það er því ljóst að það þyrfti að hræra verulega í vetrartíma svo að ekki sé niðamyrkur í báða enda.
Og að sumri....þá er bjart :)

Jón Logi (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband