Fljótin hafa beðið of lengi.

Fljótin í Skagafirði hafa beðið mjög lengi, allt of lengi, eftir því að möguleikar þessarar byggðar séu uppgötvaðir og nýttir. 

Eldhuginn Trausti Sveinsson að Bjarnagili hefur áratugum saman reynt að opna augu manna fyrir möguleikum þessa svæðis sem útivistarlands allt árið en ævinlega talað fyrir daufum eyrum. 

Hann barðist árangurslaust fyrir svonefndri Fljótaleið fyrir jarðgöng milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar en það hefði tryggt að Héðinsfjörður yrði áfram eini eyðifjörðurinn á öllu svæðinu frá Ófeigsfirði á Ströndum til Loðmundarfjarðar á Austfjörðum.

Fjörðurnar svonefndu, Þorgeirsfjörður og Hvalvatnsfjörður, eru frekar víkur en firðir.

Fljótaleiðin hefði líka leyst endanlega samgönguvanda Siglufjarðar vestur um og suður í stað þess að nú er suðað um göngin milli Siglufjarðar og Fljóta sem hefðu verið komin ef kjördæmapot þingmanna hefði ekki ráðið för.

Aðdráttarafl og gildi Héðinsfjarðar sem eyðifjarðar fyrir ferðafólk hefði verið margfalt meira en það er nú eftir að þangað er greiðfært á bíl.

Það hefur löngum verið talinn Akkilesarhæll Fljótanna að vera snjóþyngsta byggðarlagið á norðanverðu landinu, en þetta er þveröfugt, því að hinn mikli snjór skapar mikla möguleika fyrir skíðafólk og útivist sem tengist snævi þöktu landi og fjöllum.

Töfrar hins stórbrotna bláfjallageims Tröllaskaga eru ekki hvað síst hrífandi á útmánuðum, og flug framhjá hinum hrikalegu Hvanndalabjörgum mögnuð upplifun. 


mbl.is „Íburðurinn verður mikill“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú, ég hélt að stóriðja ætti alls staðar að bjarga öllu.

Þorsteinn Briem, 2.12.2014 kl. 23:45

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - Capacent Gallup 1.12.2014 (í gær):

Samfylking 20%,

Björt framtíð 13,5%,

Vinstri grænir 14,5%,

Píratar 8%.

Samtals 56%
og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 38% og þar af Framsóknarflokkur 11%.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 2.12.2014 kl. 23:46

3 identicon

Það er nú gott að geta talað digurbarkalega og fallega eftirá um að tillögu Trausta á Bjarnagili, þegar sem allir sem að ákvarðanatöku um göng á Tröllaskaga komu á sínum tíma voru sammála um að hún væri fásinna.

Ekki eingöngu hefði hún verið mikið dýrari en sú leið sem var farin, heldur hefðu þau jákvæðu áhrif á byggð á utanverðum Tröllaskaga sem þessi framkvæmd hefur nú þegar skilað fyrir byggðirnar,  Þá erum við að tala um  uppbyggingu ferðaþjónustu, bætingu innri þjónustu, aukinni eftirspurn eftir vinnuafli og svo framvegis, sem væntanlega aldrei orðið ef Fljótaleiðin hefði verið farin. 

Ég get alveg verið viss um að það væri ekki að rísa 68 herbergja hótel á Siglufirði ef göngin væru ekki á þeim stað sem þau eru í dag ásamt allri þeirri uppbyggingu sem hefur orðið í kringum ferðaþjónstu á Tröllaskaga og mun halda áfram í náinni framtíð. 

Ef að Héðinsfjarðargöngin hefðu ekki verið gerð á þeim stað sem þau eru, hefði byggðin hérna yst á Tröllaskaga haldið áfram að deyja hægt og sígandi eins og hún hafði gert frá lokum Síldarævintýrisins, í stað þess að verða í dag einn áhugaverðasti áfangastaður ferðamanna á Íslandi. 

Þeir sem komu að þessu máli á sínum tíma vita alveg hvers vegna þessi tillaga um leiðina um Fljótin var sett fram á sínum tíma og aldrei þessu vant var það einmitt ekki kjördæmapot sem réði för, heldur skynsemi.  Fljótaleiðin fjallaði aldrei um náttúruvernd, byggðasjónarmið eða skynsemi, heldur allt annað.  Mæli með því Ómar minn að athuga staðreyndir mála eins og þessa áður en þú skrifar um þau.

Sæmundur (IP-tala skráð) 3.12.2014 kl. 00:03

4 identicon

"Nú, ég hélt að stóriðja ætti alls staðar að bjarga öllu." Nei, nú er það leiðsögn fyrir túrista, eftirlit með náttúrupössum og bónus pulsur úr dönsku kjöti. Vinna frekar en velferð er nýja mottóið.

Hábeinn (IP-tala skráð) 3.12.2014 kl. 00:11

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Siglfirðingar nenna sem sagt ekki að vinna og ferðaþjónustan þar skilar engum erlendum gjaldeyri í þjóðarbúið.

Þorsteinn Briem, 3.12.2014 kl. 00:44

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvaðan ætli lambakjötið komi sem erlendir ferðamenn graðga í sig á Siglufirði og annars staðar á landinu?!

Þorsteinn Briem, 3.12.2014 kl. 00:49

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég er ekki hissa á því að fylgið hafi hrunið af Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.

Þorsteinn Briem, 3.12.2014 kl. 00:53

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

27.11.2014 (síðastliðinn fimmtudag):

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 3.12.2014 kl. 00:58

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ástæða þess að Fljótaleiðin var sögð dýrari var sú að Vegagerðin gaf sér þá forsendu að gangamunnarnir Fljótamegin yrðu í miklu minni hæð yfir sjó en annars staðar á landinu, og þá lentu þeir í litlum halla í landinu, þannig að göngin lengdust óeðlilega mikið miðað við það að munnarnir hefðu orðið ofar og í sömu hæð og á öðrum göngum á landinu. 

Ef Fljótaleiðin hefði orðið ofaná, hefði að vísu orðið 17 kílómetrum lengra á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar en með Héðinfjarðarleiðinni. En samt um heilsársleið að ræða á milli staðanna og þeir báðir inni í sama atvinnusvæðinu en auk þess komin heilsársleið vestur um bæði fyrir Siglufjörð og Ólafsfjörð og styttingu vegalengdar frá þessum stöðum til Skagafjarðar og suður um.

Stóraukinn ferðamannastraumur á landinu og stytting og stórbæting samgangna vestur og suður til Skagafjarðar og áfram suður hefði að sjálfsögðu skapað möguleika fyrir ný hótel og uppbyggingu ferðaþjónustu á Siglufirði og enn frekar á Ólafsfirði.   

Ómar Ragnarsson, 3.12.2014 kl. 17:41

10 identicon

Heilsársleið?

Helga (IP-tala skráð) 4.12.2014 kl. 00:22

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú verð ég að segja Ómar minn, með fullri virðingu, að þú veist ekkert hvað þú ert að tala um. Nær hver einasta lína virnar um það.

Hver er hvötin fyrir þessum skrifum?

Jón Steinar Ragnarsson, 4.12.2014 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband