Kjördæmapot sem endaði vel.

Hornfirðingar fengu að ráða því 1999 að þeir yrðu hluti af Suðurkjördæmi en ekki Norðausturkjördæmi. Áður höfðu þeir verið hluti af Austurlandskjördæmi. 

Nú vildu þeir á sama hátt frekar heyra undir umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi heldur umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi.

Ákvörðun SDG að sniðganga vilja Hornfirðinga lyktaði langar leiðir af hinu tíða kjördæmapoti sem komin er aldagömul reynsla á bæði hér á landi og erlendis.

Ef lekamálið hefði ekki komið til er óvíst að nokkuð hringl hefði verið með þetta mál, því að bæði Hanna Birna Kristjánsdóttir og Ólöf Nordal eiga sitt bakland í Reykjavík.

Svona getur einn ógætilegur tölvupóstur í Reykjavík orðið til þess að skapa hræringar og skæklatog hinum megin á landinu. En allt er gott sem endar vel.  


mbl.is Hornafjörður fór austur - og til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeim varð ekki þar um sel,
þótti illt allt flaustrið,
allt þó gott sem endar vel,
enginn vill þar austrið.

Þorsteinn Briem, 19.12.2014 kl. 21:36

2 identicon

 Er ekki litla fjöðrin orðin að nokkrum hænum þarna?

Það eru greinilega ýmis sjónarmið um samsetningu lögregluembætta. Það sem þú kallar kjördæmapotgæti allt eins verið varkárni í að fara í breytingar áður en búið er að kanna vel bakland ákvörðunarinnar.

"Á fundi Bæjarráðs Fjarðabyggðar í gær, var samþykkt samhljóða ályktun þar sem lýst er stuðningi við ákvörðun Sigmundar Davíðs."    http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/12/09/dalitid-uppthot-fyrir-misskilning-sveitarstjornarmenn-a-austurlandi-stydja-akvordunina/

Það er eiginlega dálítið langsótt að kalla ákvörðun um óbreytt ástand til skams tíma, kjördæmapot.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 19.12.2014 kl. 23:46

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi Framsóknarflokksins11% og flokkurinn reynir með plottum að halda í þá fáu sem eftir eru.

Samkvæmt skoðanakönnunum fengi flokkurinn sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.

Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.

Þorsteinn Briem, 20.12.2014 kl. 00:53

4 identicon

Ætli þú sért ímyndun mín Steini?

Eða er ég ímyndun þín?

"....hvort er ég heldur hann, sem eftir lifir,

eða hinn, sem dó?  " (Steinn Steinarr)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 20.12.2014 kl. 01:09

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vegir Framsóknarflokksins eru órannsakanlegir í öllum kjördæmum landsins, holóttir mjög og litlu fé í þá varið af flokknum.

Og formaður flokksins ekki einu sinni með annan fótinn í Norðausturkjördæmi, enda þótt hann þykist nú eiga þar lögheimili.

Hinn fóturinn aðallega í Breiðholtinu og sá þriðji þrútinn og stokkbólginn í Stokkhólmi.

Þorsteinn Briem, 20.12.2014 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband