Hve oft hafa verið gerðar kvikmyndir um tilræði við Bandaríkjaforseta?

Hvað skyldu hafa verið gerðar margar kvikmyndir um tilræði við Bandaríkjaforseta eða valdarán í BNA? Jú, ansi margar. 

Þess vegna kemur viðkvæmni valdamanna Norður-Kóreu gagnvart mynd á svipuðum nótum varðandi einræðisherrann þar spánskt fyrir sjónir.

En það er erfitt að átta sig á því hvort þessi viðkvæmni stafar eingöngu af einræðis- og kúgunarviðleitni valdhafanna þar eða hvort þetta liggur eitthvað dýpra í siðum og viðhorfum þjóðarinnar.

1945 beygðu Bandamenn sig fyrir því að japanska þjóðin leit á keisarann sem guðlega veru og það hefði verið hræðilegt glapræði á þeim tíma að handtaka hann og jafnvel ákæra fyrir stríðsglæpi. Því var fallið frá því að hrófla við keisaranum. 

 

Nú vantar einhvern sem getur útskýrt nánar, hvort eitthvað dýpra sé að baki hótunum Norður-Kóreskra yfirvalda en hreinn ofstopi valdasjúkra manna.  

 


mbl.is Sony hyggst gefa myndina út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Afar ljót hans ygglibrún,
ekki má hann særa,
kveljum ekki Kim Jong-un,
karls er mikil æra.

Þorsteinn Briem, 20.12.2014 kl. 15:53

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Það er sem sagt opinbert veiðileyfi á suma þjóðhöfðingja en aðra ekki. Putin og Kim Jong og Castro eru á listanum af því Obama segir þá einræðisherra.

Minni á að samkvæmt íslenzkum lögum er ekki heimilt að gera mynd eins og Sony framleiddi.

95. gr. [Hver, sem opinberlega smánar erlenda þjóð eða erlent ríki, æðsta ráðamann, þjóðhöfðingja þess, fána þess eða annað viðurkennt þjóðarmerki, fána Sameinuðu þjóðanna eða fána Evrópuráðs, skal sæta sektum [eða fangelsi allt að 2 árum. Nú eru sakir miklar og varðar brot þá fangelsi allt að 6 árum.]1)]2)
[Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem smánar opinberlega eða hefur annars í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum, eða ærumeiðandi aðdróttanir við aðra starfsmenn erlends ríkis, sem staddir eru hér á landi.]3)
[Sömu refsingu skal hver sá sæta sem ógnar eða beitir valdi gagnvart sendierindreka erlends ríkis hér á landi eða ræðst inn á eða veldur skemmdum á sendiráðssvæði eða hótar slíku.]4)
   1)L. 82/1998, 26. gr. 2)L. 101/1976, 10. gr. 3)L. 47/1941, 2. gr. 4)L. 56/2002, 1. gr.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.12.2014 kl. 16:04

3 identicon

Sæll Ómar. Takk fyrir skemmtilegt blogg. Rakst á þesaa grein á Pressunni.

Væri gaman að heyra þína skoðun á þessarri samsæriskenningu.

Var hylmt yfir hvarf flugs MH370 af því að Bandaríkjaher skaut vélina niður?

Mynd: Gettyimages

Mynd: Gettyimages

Margar kenningar hafa verið á lofti um hið dularfulla hvarf flugs MH370 frá Malaysia Airlines sem hvarf þann 8. mars á leið sinni frá Kuala Lumpur í Malasíu til Peking í Kína. Talið er að flugvélin hafi skyndilega breytt um stefnu til suðurs og síðan hafi hún hrapað.

Allir þeir 239 sem voru um borð hafa nú verið lýstir látnir enda hefur hvorki tangur né tetur fundist af vélinni og það hefur heldur betur kynnt undir samsæriskenningum og margir samsæriskenningarsmiðir hafa verið í essinu sínu.

Fyrr í ár gáfu tveir Nýsjálendingar út bók um málið þar sem þeir komust að þeirri niðurstöðu að dularfullt hvarf flugvélarinnar og skortur á sendingum frá tækjabúnaði flugvélarinnar gæti ekki verið vegna óhapps. Þeir segja að þarna hafi mannshöndin komið að verki og það hafi verið ákveðnar aðgerðir einhverra sem urðu þess valdandi að flugvélin hvarf.

Var hylmt yfir hvarf flugvélarinnar?

Nú er franski rithöfundurinn Marc Dugain kominn fram á sjónarsviðið með enn eina kenninguna um hvarf flugvélarinnar. Hann var áður forstjóri fransks flugfélags. Í sex síðna grein í franska vikublaðinu Paris Match fer hann yfir hvernig hylmt hefur verið yfir hvarf flugvélarinnar. Hann telur að vélin hafi hrapað nærri Diego Garcia, breskri eyju í Indlandshafi, sem Bandaríkjaher notar sem flugstöð og til njósnastarfsemi. Bandarísk yfirvöld hafa hins vegar margoft vísað því á bug að flugvélin hafi verið nærri eyjunni.

En Marc Dugain fór til Maldaví, sem er nærri Diego Garcia, til að ræða við íbúa þar því þeir höfðu sagt staðarfjölmiðlum að þeir hefðu séð farþegaflugvél fljúga í átt til bresku eyjarinnar. Vitni sögðu Dugain að þau hefðu séð stóra flugvél í litum Malysia Airlines, rauðar og bláar rendur, í lítilli hæð yfir einni eyjunni.

 
Kortið sýnir leitarsvæðið

Dugain hefur sett fram tvær skýringar á af hverju flugvélin hafi breytt um stefnu. Önnur er að tölvuþrjótar hafi brotist inn í stjórnkerfi vélarinnar en hin að eldur hafi komið upp í flugvélinni og í framhaldinu hafi áhöfnin tekið öll tæki úr sambandi sem senda boð frá sér.

Hann segir að það styðji kenningu hans um eld að hlutir hafi fundist á strönd einnar af Maldavíeyjum, Baarah Island, tveimur vikum eftir hvarf vélarinnar. Herinn hafi síðan fjarlægt þessa hluti en borgarstjórinn á Baarah Island sýndi Dugain myndir af þeim og sérfræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að um slökkvitæki úr Boeing flugvél sé að ræða. Jótlandspósturinn segir að Dugain segi að slíkt slökkvitæki myndi ekki fljóta nema það sé tómt.

Árás í anda 11. september

Hann telur að óháð því af hverju flugvélin breytti um stefnu þá sé hugsanlegt að bandaríski flugherinn hafi skotið hana niður því óttast hafi verið að vélina ætti að nota til hryðjuverkaárásar í anda árásanna 11. september 2001.

Á meðan Dugain rannsakaði máli var hann að sögn varaður við „hættunni“ við að rannsaka það af breskum leyniþjónustumanni. Dugain telur að hann hafi séð fleiri merki um tilraunir til að leyna upplýsingum varðandi hvarf vélarinnar og þetta telur hann allt staðfesta að einhver viti sannleikann um örlög flugvélarinnar.

Bjarni Hjartarson (IP-tala skráð) 20.12.2014 kl. 17:11

4 identicon

Hefur enginn séð "Team America"????? Það er nú alvöru skvetta!!!!
https://www.youtube.com/watch?v=R_9sJBQKV6E

Nú, - kannski hefur Norður Kórea verið að prófa eitthvað dót þarna. Það er ekki svo langt síðan kafbátur frá þeim sökkti S-Kóresku herskipi með manni og mús....

Mér finnst það nú stórum sennilegra en Kaninn.

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.12.2014 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband