Hve margir urðu fyrir hnjaski í morgun?

Í gær voru tvær lægðir á sveimi við landið og gerðu mönnum skráveifu með því að búa til snögga umhleypinga sem erfitt var að sjá fyrir. 

4,5 stiga frost var um sex leytið í gærkvöldi og spáð hafði verið að hann gengi í norðanátt með auknum kulda, en skyndilega brast á með 2ja stiga hiti rétt fyrir miðnætti. 

Þetta var snöggur sex stiga hitamunur. 

Allt í einu byrjaði hríðarmugga sem snerist snarlega í úða og rigningu um eittleytið. 

Þegar fólk vaknaði í morgun var síðan hitinn dotttinn niður undir frostmark og úti var víða glæra svell eftir rigninguna, sem fór fram hjá flestum og fólk sá ekki í myrkrinu í morgun. 

Margir hafa áreiðanlega dottið og "orðið fyrir hjaski", jafnvel beinbrotum eða fengið slæm höfuðhögg.  

Tvenn vandræði vegna þessa sköpuðust í minni fjölskyldu um svipað leyti í morgun.

Bæði einstaklingar og þeir, sem sjá eiga um götur og gangstéttir þurfa að hafa alveg sérstakan vara á í svona skilyrðum.  


mbl.is Enn ein lægðin hringsólar við landið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Margir á því fóru flatt,
firna mikil hálkan,
Ómar vin minn get ég glatt,
góð enn á mér álkan.

Þorsteinn Briem, 22.12.2014 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband