27.12.2014 | 21:31
Táknrćnar ljósmyndir.
Sú var tíđin ađ sćmilegt samband var á milli Rússlands og Bandaríkjanna, til dćmis á fyrra valdatímabili Pútíns.
Ein af ljósmyndunum, sem birtar voru af Pútín og George W. Bush, ţáverandi Bandaríkjaforseta, ţegar hann var í opinberri heimsókn í Rússlandi, var fyrsti bíllin sem Pútín eignađist.
Hann er af gerđinni ZAZ Zaphorozhets og var áratugum saman ódýrasti bíllinn sem framleiddur var í Sovétríkjunum sálugu, hannađur í kringum 1960, međ loftkćlda vél ađ aftan og afturdrif,ćtlađur fyrir almenning í Sovétríkjunum á svipađan hátt og Volkswagen í Ţýskalandi.
Honum svipađi grunsamlega mikiđ til NSU Prinz 4, sem aftur var smćkkuđ stćling á Chevrolet Corvair.
Pútín hefur mikiđ dálćti á ţessum fyrsta bíl sínum, ţví ađ til eru fleiri myndir af honum ţar sem hann stendur viđ hliđ hans.
Ţađ sem er athyglisvert viđ myndina er, ađ bíllinn var framleiddur í Zaphorozhets í austurhluta Úkraínu ţar sem nú er helsti átakapunktur Rússlands og Úkraínu eđa öllu heldur Vesturveldanna og Rússlands.
En efnahagslegt samband Rússlands og Úkraínu hefur lengi veriđ mun nánara og flóknara en samband Kanada og Bandaríkjanna, vegna ţess ađ á Sovéttímanum voru framleidd mikilsverđ hergögn í Úkraínu, allt frá kjarnorkuvopnum og stórum herflugvélum til fjölbreyttra hergagna af ýmsum gerđum, ađ ekki sé minnst á framleiđslu Úkraínumanna á vörum til borgaralegra nota, eins og myndirnaf af Pútín, Bush og ZAZ-bílnum bera međ sér.
Ef korti af Úkraínu og Rússlandi er snúiđ á hvolf, blasir viđ nokkurs konar spegilmynd af Bandaríkjunum og Kanada. Og samband Rússlands og Úkraínu var líkast til mun nánara og flóknara en samband Kanada og Bandaríkjanna hefur veriđ.
Ţađ gćti útskýrt ađ hluta hinn sjúklega ótta og tortryggni, sem nú speglast í ýmsum orđum og gerđum Pútíns varđandi Úkraínudeiluna.
Fangaskipti í Úkraínu | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Úkraína var í Sovétríkjunum en einnig til ađ mynda Eistland og Lettland, ţar sem um fjórđungur íbúanna er af rússnesku bergi brotinn og ţau ríki hafa veriđ í Evrópusambandinu og NATO frá árinu 2004.
"In the 2001 Ukrainian census, 8,334,100 identified as ethnic Russians (17.3% of the population of Ukraine [ţar af um 5% á Krímskaganum]), this is the combined figure for persons originating from outside of Ukraine and the autochthonous population declaring Russian ethnicity."
Ţorsteinn Briem, 27.12.2014 kl. 22:12
Nú er um aldarfjórđungur liđinn frá ţví ađ Sovétríkin hrundu endanlega.
Ţorsteinn Briem, 27.12.2014 kl. 22:23
Bandaríkin og Kanada áttu ekki í Styrjöldum eins og Pólverjar og Úkraínumenn áttu viđ Sovétmenn. Úkraínumenn 1917-1921, og Pólverjar 1919-1921, ţae sem Pólverjar coru ţá í endann einnig gegn Úkraínska Sovétlýđveldinu ef ég man rétt.
Ţađ hefur alltaf veriđ grunnt á ţví góđa ţarna á milli ć síđan.
Fjöldi Rússa í sumum innlimuđum ríkjum á svo eina skýringu ađra en viđveru hers og vinsćldir viđkomandi ríkis. Ţarna voru markvissir ţjóđflutningar í gangi. Nefni kannski Litháen, ţar sem ómćldum mannfjölda var stýrt til Síberíu, og Rússar settir upp í Litháen á međan.
Mćli međ KGB safninu í Vilnius....
Jón Logi (IP-tala skráđ) 27.12.2014 kl. 22:34
Rannsókn sýnir ađ fjórđungur rússneskra karlmanna nćr ekki 55 ára aldri og Rússar undir ţrítugu muna harla lítiđ eftir Sovéttímanum.
Ţorsteinn Briem, 27.12.2014 kl. 22:38
DAVID ICKE - WW3 will bring in the New World Order & One World Government (Iran, Israel, Control)
https://www.youtube.com/watch?v=7ChVA4P9aHI
Helgi Armannsson (IP-tala skráđ) 28.12.2014 kl. 12:15
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.