29.12.2014 | 09:48
Góðir í snattið.
Margir þeirra, sem taka bíl á leigu, nota þá í snatt í þéttbýli, kannski ekki nema í einn dag, til dæmis í Reykjavík eða á Akureyri.
Hjá flestum landsmönnum eru allt 90% aksturs innanbæjarakstur.
Það er augljóst hagræði af því að nýta rafbíla í slíkan akstur.
Því á hinn kornungi Aðalsteinn Lárus Skúlason heiður skilinn fyrir að ryðja braut í bílaleigumálum.
Hagræðið felst meðal annars í þvi að taka af leigutökum ómakið við að hlaða bílana ef aksturinn er fyrir innan drægi bílanna.
Því miður eru rafbílar enn ekki orðnir jafn ódýrir og ódýrustu venjulegu bílarnir, sem knúnir eru bensíni eða olíu.
Mætti hið opinbera huga að því hvort á einhvern hátt væri hægt að veita sérstaka ívilnun þegar rafbílar eru leigðir út.
Að undanförnu hefur verið að störfum svonefnt Rafbílaráð, RVFÍ, sem leggja á fram fjölbreyttar og sem ítarlegastar tillögur og ábendingar fyrir stjórnvöld varðandi rafbílavæðingu landsins og er starfið á lokastigi.
Í lokatilllögum ráðsins eru nefnd nokkur mikilvæg atriði varðandi það hvernig hægt sé með ýmsum aðgerðum að stuðla að fjölgun rafbíla á bílaleigum landsins á komandi árum.
Fyrsta rafbílaleiga landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flottur!
Að sjálfsögðu verður einnig hægt að nota rafbíla í akstur á landsbyggðinni.
3.12.2014:
Rafbíllinn Nissan Leaf brátt með 400 kílómetra drægni
Hringvegurinn á milli Reykjavíkur og Akureyrar er 388 kílómetrar.
Þorsteinn Briem, 29.12.2014 kl. 10:04
Í framtíðinni munu þessir bílar vera með innbyggt hleðslutæki svo að það er einungis þörf á venjulegu rafmagni til hleðslu. Þá er ekkert sem stoppar þessa bíla á ferð um landið.
Guðlaugur Hermannsson, 29.12.2014 kl. 10:21
Raforkukostnaðurinn við að aka Nissan Leaf á milli Reykjavíkur og Akureyrar er um 800 krónur, miðað við um 2 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra.
17.9.2013
""Við hjónin látum okkur ekki muna um að skreppa frá Reykjavík austur á Flúðir og það kostar aðeins 200-kall," segir Halldór Jónsson húsgagnabólstrari og Nissan Leaf-eigandi."
Kostnaðurinn er því um tvær krónur á kílómetra.
Kostar 200 krónur að aka Nissan Leaf frá Reykjavík austur á Flúðir
Þorsteinn Briem, 29.12.2014 kl. 10:24
Rafbílar - Upplýsingar og Facebook - Verkfræðingafélag Íslands
Þorsteinn Briem, 29.12.2014 kl. 10:46
Nýjar reglur um bílastæði fyrir visthæfar bifreiðar í Reykjavík - Gilda frá 1. janúar 2015
Þorsteinn Briem, 29.12.2014 kl. 11:40
Halldór fer alls 200 kílómetra fram og til baka og kostar því KM um 1 krónu. Akureyri mun því kosta svipað og í strætó fyrir einn innanbæjar í Reykjavík.
Guðlaugur Hermannsson, 29.12.2014 kl. 11:53
Halldór fer alls 200 kílómetra fram og til baka og kostar því KM um 1 krónu....plús kostnaður vegna rafgeymis sem er um 15 kr á KM. Halldór fer því alls 200 kílómetra fram og til baka sem kostar raunverulega 3200 krónur, eða svipað og 16 lítrar af bensíni. En Halldór er heppinn að þurfa ekki að greiða neitt í rekstur heilbrigðiskerfisins, skólakerfisins og til vegagerðar.
Hábeinn (IP-tala skráð) 29.12.2014 kl. 12:09
Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári, eða 30 kílómetrar á dag.
"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."
Nissan Leaf 2015
Og miðað við 11 þúsund kílómetra akstur á ári tekur um fimmtán ár að aka 161 þúsund kílómetra.
Þorsteinn Briem, 29.12.2014 kl. 12:22
Hefðbundnar bifreiðar nota mikið af rafbúnaði sem knúinn er af sprengihreyfli en honum fylgir margvíslegur og flókinn búnaður og mengunarskapandi útblástur.
Rafmótorinn hefur hins vegar einungis fáeina hreyfanlega hluti í stað hundruða.
Í rafbíl eru slitfletir margfalt færri og hitamyndun minni, sem skilar sér í lengri endingu.
Rafmótor þarf minna viðhald en hefðbundin bílvél sem þarfnast olíu- og síuskipta, kertaskipta, ventlaskipta, tímareimaskipta, pústviðgerða, viðhalds á vatnsdælu, eldsneytisdælu, rafal og öðru sem fylgir flóknum sprengihreyfli.
Þorsteinn Briem, 29.12.2014 kl. 12:23
Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári og því er raforkukostnaður vegna rafbílsins Nissan Leaf þar um 22 þúsund krónur á ári, eða 330 þúsund krónur á fimmtán árum, þar sem kostnaðurinn er um tvær krónur á kílómetra.
Meðalstórt heimili í Reykjavík notar hins vegar um fjögur þúsund kWst raforku fyrir um 70 þúsund krónur á ári.
Raforkukostnaður vegna rafbílsins er því minni en þriðjungur af þeim kostnaði.
Raforkunotkun íslenskra heimila
Þorsteinn Briem, 29.12.2014 kl. 12:24
Rafbílum fylgja aukin lífsgæði.
Bensínbílum fylgir mengunarskapandi útblástur og hávaðamengun alla daga í til að mynda borgum og því að sjálfsögðu ekki ómálefnalegt sjónarmið að gjöld á rafbílum séu lægri en á bensínbílum.
Þegar menn geta sparað á einu sviði eyða þeir því fé í kaup á öðrum hlutum og greiða af þeim virðisaukaskatt, sem einnig fer meðal annars í vegagerð ríkisins.
Verð á rafhlöðum í rafbíla fer lækkandi og drægni þeirra eykst en verð á olíu og bensíni mun hækka mikið í framtíðinni þar sem olía í heiminum fer minnkandi og ríki vilja minnka daglega mengun vegna olíu og bensíns.
Þorsteinn Briem, 29.12.2014 kl. 12:25
Ending rafhlaða í rafbílum og bílanna sjálfra fer að sjálfsögðu meðal annars eftir því hversu mikið þeir eru keyrðir og hvernig farið er með þá.
Og rafhlaða í Nissan Leaf getur að sjálfsögðu enst í til að mynda tíu ár, samtals 110 þúsund kílómetra akstur, miðað við 30 kílómetra meðalakstur í Reykjavík á dag.
Þorsteinn Briem, 29.12.2014 kl. 12:26
Sá sem á engan bíl greiðir að sjálfsögðu meðal annars hluta af kostnaði við vegagerð ríkisins með sínum tekjuskatti og virðisaukaskatti af vörum og þjónustu sem hann kaupir hér á Íslandi.
Og þeir greiða einnig útsvar til síns sveitarfélags, sem fer meðal annars í gatnagerð sveitarfélagsins.
Nafnleysingjar, fáráðlingar og teboðsskríll Sjálfstæðisflokksins gengur af göflunum þegar minnst er á rafbíla.
Þorsteinn Briem, 29.12.2014 kl. 12:46
Í Sjónvarpinu í fyrradag var fróðleg heimildamynd um Karl og Herthu Benz og ekki vantaði sannfærandi mótbárur gegn því sem hann var að gera í margra áratuga baráttu.
Þetta voru draumórar og misheppnaðar tilraunir með hávaða og loftmengun Hesturinn var eina raunhæfa samgöngutækið.
Á Íslandi var hann "þarfasti þjónninn" og í þrjá áratugi eftir að fyrsta Benz-bílnum var ekið var bíllinn fjarlægur samgöngumáti á Íslandi.
Miðað við verkefnin í samgöngum sem fylgdi í kjölfar bílavæðingar hefði verið hægt að bæta við:
Billinn skapaði óleysanleg mengunarvandamál ef hann varð að veruleika.
Takmarkað jarðefnaeldsneyti jarðar myndi klárast og baráttan um orkuna valda stórfelldum styrjöldum og hörmungum.
Kostnaðurinn við smíði milljóna bíla yrði yfirgengilegur og sóunin á verðmætum og takmörkuðum hráefnum stjarnfræðileg og myndi leiða til hruns í lokin.
Kostnaðurinn við gerð samgöngumannvirkja og viðhald á þeim yrði fáránlega hár og mannkyninu ofviða.
Þá var nú munurinn mikill að hafa hinn trygga þjón, hestinn, og nýta sér aldagamla reynslu af farsælli notkun hans.
Ómar Ragnarsson, 29.12.2014 kl. 12:58
Amish lifestyle
Þorsteinn Briem, 29.12.2014 kl. 13:05
Carl og Bertha Benz - Kvikmynd
Þorsteinn Briem, 29.12.2014 kl. 13:13
Á 12 pósta af 16 og segir "Nafnleysingjar, fáráðlingar og teboðsskríll Sjálfstæðisflokksins gengur af göflunum þegar minnst er á rafbíla."....og allir vita að hann er ekki nafnlaus og ekki teboðsskríll Sjálfstæðisflokksins.
Hábeinn (IP-tala skráð) 29.12.2014 kl. 16:31
Cry me a river.
Margbúið að útskýra fyrir þér öll þessi atriði en samt heldurðu áfram að gapa hér eins og nýveiddur þorskur, "Hábeinn".
Þér hefði verið nær að læra í skólanum, í stað þess að glápa þar á lærin á stelpunum, sem er ekki það sama, enda þótt þú haldir það, vesalingurinn.
Þorsteinn Briem, 29.12.2014 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.