Bankar ríki í ríkinu?

Bankar og fjármálafyrirtæki reyndust vera ríki í ríkinu í ótal löndum í aðdraganda Hrunsins. Þrátt fyrir stór orð var fjármálakerfið ekki stokkað upp að neinu ráði í kjölfar hrunsins heldur lagðar miklar byrðar á almenning til þess að helstu orsakavaldar kreppunnar gætu náð vopnum sínum og lagt í aðra vegferð. 

Írar og Íslendingar voru í hópi þeirra þjóða sem gengu í gegnum miklar hremmingar og ganga raunar enn.

Ég sá athyglisverða fréttaskýringu á bandarískri sjónvarpsstöð varðandi völdl og áhrif bankanna. Var sú fréttaskýring síst af öllu til að gefa von um að vantraust bandarísks almennings á Bandaríkjaþingi minnkaði, en þingið nýtur nú aðeins trausts 7% þjóðarinnar.

Sjónvarpsmaðurinn nefndi tvo atburði, sem gerðust um svipað leyti, og vekja spurningar um það hvort um tilviljun var að ræða að þetta gerðist á svipuðum tíma.

Annars vegar það, að tillögur þingsins í málefnum bankanna fólu í sér svo stórfelldan flótta frá upphaflegum fyrirætlunum, að engu var líkara en að tillögur bankanna sjálfra hefðu orðið ofan á.

Hins vegar það, að þingið samþykkti að framlög fyrirtækja til framboða þingmanna mættu verða tíu sinnum hærri en hingað til.

Sjónvarpsmaðurinn upplýsti að bankarnir væru í hópi þeirra fyrirtækja sem styrkja stjórnmálamenn mest.

Hann þurfti því ekki að bæta við þeirri spurningu að úr því að bankarnir gætu tífaldað styrki sína hér eftir, var það þá tilviljun að þetta tvennt gerðist á svipuðum tíma, annars vegar mikil eftirgjöf gagnvart bönkunum og hins vegar heimild til margföldunar á framlögum þeirra til einstakra frambjóðenda og þingmanna? 


mbl.is „Bankarnir hegða sér óásættanlega“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lán til kaupa á íbúðarhúsnæði í Svíþjóð:

Handelsbanken - Aktuella boräntor

Þorsteinn Briem, 8.1.2015 kl. 19:33

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið mun hærri en stýrivextir Seðlabanka Evrópu sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu:

Stýrivextir hér á Íslandi og evrusvæðinu 2002-2007

Þorsteinn Briem, 8.1.2015 kl. 19:41

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi eru gjaldeyrishöft.

Á Írlandi eru hins vegar engin gjaldeyrishöft, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 8.1.2015 kl. 19:44

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að afborganir af 20 milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til 20 ára eru að meðaltali einni milljón króna hærri á ári en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.

Á 20 árum er íslenska lánið ríflega 19 milljónum króna dýrara en það franska."

Þorsteinn Briem, 8.1.2015 kl. 19:50

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.10.2011:

"Ný könnun, sem birtist um helgina í írska blaðinu Irish Times, sýnir að Írar telja að Evrópusambandsaðild sé enn mjög mikilvæg fyrir þjóðina.

Bændur eru stærsti hópurinn sem hlynntur er áframhaldandi aðild Íra að Evrópusambandinu, eða 81% þeirra samkvæmt könnuninni.


Samkvæmt skoðanakönnuninni er enn mikið traust á Evrópusambandinu og trúir meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni, eða næstum þrír á móti hverjum einum, að betra sé fyrir Írland að vera innan sambandsins en utan þess."

Írskir bændur mjög hlynntir Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 8.1.2015 kl. 20:15

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

Og daginn eftir á Stöð 2:

"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

Þorsteinn Briem, 8.1.2015 kl. 20:24

9 Smámynd: Starbuck

Ertu með hlekk á þessa fréttaskýringu Ómar.  Eða hvaða sjónvarpsstöð var þetta annars?

Starbuck, 9.1.2015 kl. 00:00

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Því er nú ver og miður að ég sá ekki þær mínútur, sem ég fylgdist með þessari umfjöllun, á hvaða sjónvarpsstöð þetta var. En þessi útsending var staðreynd. 

Ómar Ragnarsson, 9.1.2015 kl. 08:29

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Því má bæta við að sjónvarpsmaðurinn nefndi Citigroup eða Citibank sem þann banka, er sett hefði fram tillögur um tilhögun bankamála, og að útkoman hjá þinginu hefði orðið sláandi lík þessum tillögum. 

Ómar Ragnarsson, 9.1.2015 kl. 08:31

12 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Íslenska bankakerfið er meingallað og allt of kostnaðarsamt í samanburði við nágrannalöndin.  Fyrst og fremst er það vegna starfsmannafjölda en vanhæfir stjórnendur hjálpa nú ekki til, en þá má finna í kippum í stóru bönkunum 3. Það eina sem þeir kunna fyrir sér er að skaffa sjálfum sér rífleg laun fyrir að okra á almenningi og fyrirtækjum í landinu.  

Þeir reiða nú ekki vitið í þverpokum þessi grey mörg hver og ekki er von á því að mál batni mikið með þessa vesalinga við stjórnvölin. En svona er Ísland.wink

Upptaka evru mundi líklega gera þessa aumingja atvinnulausa, en það er kannski fórnarkostnaður sem fólk mundi jafnvel sætta sig við hér á landi cool

Guðmundur Pétursson, 9.1.2015 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband