Mun líklegri lausn á gátu en hjá AF447.

Árangur leitarsveita vegna brotlendingar flugs QZ8501 á Jövuhafi er þegar orðinn miklu meiri en var á svipuðum tíma eftir hvarf AF447 yfir Suður-Atlantshafi 2009, að ekki sé nú talað um M870, sem enn er líkast til stórfelldasta og dularfyllsta hvarf flugsögunnar. 

Franska þotan sem fórst á Suður-Atlantshafi hafnaði á margfalt meira dýpi en sú malasíska nú og úti á miklu stærra reginhafi. 

Kassarnir, sem þarf að finna, eru raunar tveir, "svarti kassinn" með gögnum um flughreyfingar vélarinnar og stöðu vélbúnaðar og stjórnbúnaðar hennar og "rauði kassinn" með hljóðupptökum af því sem fram fór í stjórnklefanum. 

Þessar upplýsingar náðust um síðir úr flaki AF447 á ævintýralegan hátt og leiddu til þess að það mjög svo dularfulla hvarf upplýstist að fullu um síðir, þremur árum eftir að vélin fórst. 

Í ljós kom að flugvélin hafði lent í hættulegum veðurskilyrðum, sem út af fyrir sig hefðu ekki þurft að leiða til þess að hún færist, heldur voru það röng og afar dramatísk viðbrögð áhafnarinnar sem ollu því að vélin fórst með öllum þeim, sem um borð voru, þeirra á meðal einum Íslendingi.

Air France og önnur flugfélög gerðu ráðstafanir til þess að bæta þjálfun flugmanna eftir það slys og fróðlegt verður að sjá hvað olli því nákvæmlega að QZ8501 fórst.  


mbl.is Nema „smelli“ á Jövuhafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband