12.1.2015 | 00:22
Hvað um hina ráðherrana? Fleiri spurningar en svör.
Þá vitum við það. Tímaskortur hamlaði för íslenska forsætisráðherrans en forsætisráðherrar hinna Norðurlandanna, sem voru í samstöðugöngunni höfðu greinilega nægan tíma sem og aðrir ráðherrar og þjóðarleiðtogar 60 þjóða sem fóru þar fremstir í flokki, sumir komnir um miklu lengri veg en frá Íslandi.
Í tilkynningu forsætisráðuneytisins segir að boð Frakka hafi ekki verið til forsætisráðherra okkar.? Hvers vegna komu þá hinir forsætisráðherrarnir? Var þeim heldur ekki boðið? Eða var öllum norrænu forsætisráðherrunum boðið nema þeim íslenska?
Bandaríski dómsmálaráðherrann var í París en sendi sendiherrann. Í Bandaríkjunum hefur þetta verið gagnrýnt og þótt snautlegt. Kannski smá sárabót fyrir okkur, samanber máltækið "Sætt er sameiginlegt skipbrot" og smá endurbót á öðru: "Svo má böl bæta að benda á annað svipað".
Hafði íslenski innanríkisráðherrann ekki tíma frekar en forsætisráðherrann? Eða utanríkisráðherrann? Eða fjármálaráðherrann, annar af oddvitum ríkisstjórnarflokkanna?
Eins og í lekamálinu og í byssumálinu vekja svörin í þessu máli fleiri spurningar en svör.
Byssumálið, sem hægt hefði verið að afgreiða á einum degi með nákvæmu svari, tók hálfan mánuð í fjölmiðlum og vatt upp á sig, bara vegna þess að það þurfti að toga svörin eitt og eitt upp úr margsaga ráðamönnum með töngum.
Lekamálinu er ekki enn lokið eftir rúmt ár frá því að það hófst.
Hve lengi á þetta mál eftir að malla?
Tímaskortur hamlaði för ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bréf franska sendiráðsins til forsætisráðuneytisins, utanríkisráðuneytisins og skrifstofu forseta Íslands
Þorsteinn Briem, 12.1.2015 kl. 00:45
Þetta er að verða hið merkilegasta mál. Spurningarnar hrannast upp.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.1.2015 kl. 00:56
Það er mikilvægt að sýna stuðning á svona stundum, þeir taka vel eftir því hverjir það gera. Til að mynda gleymum við ekki hverjir sýndu okkur stuðning í hruninu. En hann Sigmundur hefur orðið þjóðinni til skammar, við því er ekkert að gera.
Sveinn R. Pálsson, 12.1.2015 kl. 01:14
Já "Fleiri spurningar en svör"
Proof: Charlie Hebdo terrorist attack is fake PROPAGENDA (Video) https://www.youtube.com/watch?v=Yv0JAnk_gWg
Charlie Hebdo Hoax - NO BLOOD https://www.youtube.com/watch?v=lfnGmT-UAms
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.1.2015 kl. 02:26
Sjá einnig:
Charlie Hebdo Shootings - Censored Video https://www.youtube.com/watch?v=yJEvlKKm6og
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.1.2015 kl. 02:36
"Police commissioner, who had been investigating the attack on the Charlie Hebdo magazine committed suicide with his service gun on Thursday night." http://sputniknews.com/europe/20150111/1016754353.html
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.1.2015 kl. 02:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.