Af hverju enginn ráðherra eins og frá öðrum löndum?

Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur, sem staddur er í París, segir að Frakkar, sem hann var með þar, hafi ekki tekið eftir fjarveru íslenskra ráðherra í samstöðugöngunni stóru og að við Íslendingar þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að almenningur ytra muni hafa tekið eftir því. 

Bandaríkjamenn sendu dómsmálaráðherrann og íslenski innanríkisráðherrann er í svipaðri stöðu hér. Utanríkisráðherrann íslenski fór ekki og ekki heldur annar af tveimur oddvitum stjórnarflokkanna, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 

Hins vegar tökum við sjálf eftir þessari fjarveru.  Og þegar myndir af boðsgestum verða skoðaðar mun fjarvera íslenskra ráðherra blasa við þeim sem til þekkja og við sagnfræðingum framtíðarinnar.

Boðið kom að vísu með afar stuttum fyrirvara en samt komu jafn margir hinna "stóru" þangað og raun ber vitni, allt saman ráðherrar að því er séð verður og allir forsætisráðherrar Norðurlandanna nema Íslands. 

Íslenski sendiherrann var fyrir tilviljun staddur mjög fjarri í fríi á Jómfrúareyjum í afmælisferð þegar boðið kom en spurningin er hvers vegna enginn íslenskur ráðherra gat farið eins og ráðherrar frá öðrum löndum.

Og verður það yfirleitt fært til bókar að ritari úr sendiráðinu hafi verið í göngunni sem fulltrúi ríkisstjórnar Íslands ? 


mbl.is Enginn fulltrúi frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Er að ekki bara þannig að núverandi stjórnvöld, og alveg sérstaklega framsóknarmenn, - eru barasta alveg uppá fjöllum varðandi málefni utan landssteinanna?  Jú, held það.  Þeir eru ekkert í neinum tengslum við Evrópu og koma bara af fjöllum.  Eins og fífl.

Eg er hissa á að forsætisráðherra skuli ekki hafa ennþá komið með opinbera skýringu á þessu.  Einhverja ástæðu eða ástæður.

Hann ætti nú vel að geta það maðurinn.  Sérfræðingurinn í rökfræðum og ræðum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.1.2015 kl. 21:55

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigmundur með súran pung,
situr bara heima,
ætíð er hans þykkja þung,
þursar um hann sveima.

Þorsteinn Briem, 11.1.2015 kl. 21:55

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jæja, komin útskýring:

,,„Vegna ýmissa samverkandi þátta, m.a. skamms fyrirvara, ferðatíma og dagskrár ráðherra, var forsætisráðherra ekki fært að taka þátt í göngunni,“ segir í tilkynningu á vef forsætisráðuneytisins, sem birtist þar rétt í þessu."

http://www.dv.is/frettir/2015/1/11/astaedan-gefin-upp-skammur-fyrirvari-ferdatimi-og-dagskra-radherra/

Hahaha.  Þvílíkir bjánar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.1.2015 kl. 23:14

4 identicon

Og hvaða máli skiptir það, þó enginn íslenskur ráðherra hafi verið þarna?
Við vitum ósköp vel að svona samskoma skiptir nákvæmlega engu.

Viðvera þjóðhöfðingja þarna var fyrst og fremst pólitískur sýningargluggi, með tilheyrandi innantómum orðum um "frelsi, jafnrétti og bræðralag".

Þessi innantóma uppákoma pólitíkusa stoppar ekki umsátrið um Kobani, hún stoppar ekki afhöfðanir ISIS og hún stoppar ekki fjöldamorð Boko Haram, og hún stoppar sannarlega ekki þá sem þeim fylgja, og hyggja á fleiri árásir á vesturlöndum.

Þessi samkoma hefði verið mun betri, ef pólitíkusarnir hefðu allir haldið sig heima.

Hilmar (IP-tala skráð) 11.1.2015 kl. 23:21

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Skiptir þá nokkru máli hvort Ísland er sjálfstætt ríki eða ekki?  

Við erum að tala hérna um heimsviðburð þar sem Evrópa sýnir samstöðu gegn öfgaöflum - framsjallar í fásinni streitast við að sitja á sínum rassi!

Þvílíkur gussar þessir menn.

Hneykslanlegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.1.2015 kl. 00:14

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Allskonar smámál er það eina sem vekur stjórnarandstöðufólk upp af værum blundi. Þetta fólk svaf fast í tíð Jóhönnu stjórnarinnar. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2015 kl. 22:52

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er lækkunin á skuldum ríkissjóðs?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 12.1.2015 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband