12.1.2015 | 23:46
Enginn vildi hlusta á þetta fyrir átta árum.
Um þessar mundir eru liðin tæp átta ár síðan útlendingur kom hingað til lands til að ámálga hugmyndina um gagnaver, sem notaði íslenska orku.
Þá stóðu til stórstækkkun á álverinu í Straumsvík, líka á Grundartanga auk þriggja nýrra risaálvera, í Helguvík, á Bakka við Húsavík og í Þorlákshöfn.
Ég veit ekki hve oft ég skrifaði og talaði mánuðina fyrir kosningarnar 2007 um miklu skaplegri notkun á orkunni heldur en til stóriðju og ef færi gafst mátti telja upp helstu kostina svo sem mun hærra orkuverið, fleiri og betri störf fyrir hverja orkueiningu og útblásturslausa starfsemi.
Áltrúarmenn máttu ekki heyra þetta nefnt, - enginn vildi hlusta á "eitthvað annað", jafnvel þótt um orkusölu væri að ræða.
Nú loksins eftir öll þessi ár sést, hve kolröng orkustefnan var 2007 þegar rætt er um að gagnaverðin verði fjórða stoðin í efnahagslífinu.
Stundum er talað um að fara úr öskunni í eldinn en í þessu tilfelli virðist aðal hættan verða sú að í stað rólegrar og yfirvegaðrar orkustefnu renni blint gagnaveraæði á þjóðina svo að hún fari úr eldinum í öskuna og að með gagnaveraæði verði einstæðum íslensk náttúruverðmætum enn einu sinni fórnað á altari virkjanafíkninnar.
En við blasir hve mun betur við stæðum ef við hefðum ekki kastað okkur út í mesta mögulega orkubruðl heims með orkusölu á gjafverði.
Gagnaverin verði fjórða stoðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrir átta árum - Myndband
Þorsteinn Briem, 13.1.2015 kl. 03:36
Þorsteinn Briem, 17.1.2015 kl. 18:23
Main foreign suppliers of energy to the European Union, 2012:
Þorsteinn Briem, 17.1.2015 kl. 23:06
Production of energy by European Union Member State by type, 2012:
Þorsteinn Briem, 17.1.2015 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.