Stóriðjan er heilög kýr.

Á sjöunda áratug síðustu aldar var ég í hópi þeirra sem töldu, að stærsta framfaraskref þess tíma yrði að selja raforku landsins til stóriðju. Ástæðurnar voru meðal annars taldar þessar:

1. Við höfum ekki bolmagn til að virkja sjálf fyrir eigin not á nógu hagkvæman hátt. 

2. Meira en 95% bókfærðs útflutnings eru fiskafurðir. Skjóta þarf fleiri stoðum undir þjóðarbúskapinn. Stóriðjan felur í sér stærstu hagrænu möguleikana. 

3. Vegakerfi okkar og innviðir í samgöngum eru þau lélegustu norðan Alpafjalla, nánast á Afríkustigi.

4. Framkvæmdir vegna virkjana og stóriðju eru atvinnuskapandi.

5. Í tengslum við stóriðjuna rís upp viðamikill tengdur iðnaður, svo sem við framleiðslu á vörum úr áli.

Í krafti þessa var lagt út á braut sem fetuð hefur verið síðan og er enn stefna stjórnvalda. Hugtakið "orkufrekur iðnaður" varð að trúaratriði. Stóriðjan varð heilög kýr. "Eitthvað annað" var skammaryrði. Þá varð til trúarsetning Finns Ingólfssonar: "Ef ekki er virkjað stanslaust kemur kreppa og atvinnuleysi. Þegar búið er að virkja allt og ekki hægt að virkja meira verðum við dauð og þá kemur það okkur ekki við, heldur verðu það verkefni þeirrar kynslóðar sem þá verður í landinu."  

Skoðum nú atriðin fimm afturábak: 

 

5. Þetta brást. Það reis enginn stórfelldur framleiðsluiðnaður úr álvörum. 

4. Menn sáu ekki 1965 að atriði númer 4 gat ekki staðist til langframa, þ. e. að skapa atvinnu með stóriðju- og virkjanaframkvæmdum. Þótt x þúsund störf fengjust við hverja virkjun töpuðust sömu x þúsund störf þegar framkvæmdum var lokið. Og x þúsund atvinnulausir til frambúðar þegar síðasta mögulega virkjunin yrði risin. 

3. Vegakerfi okkar og innviðir í samgöngum eru ekki lengur á Afríkustigi. 

2. Sjávarútvegurinn skapar nú aðeins um þriðjung bókfærðs útflutnings. "Eitthvað annað", þ.e. ferðaþjónustan, nýsköpun og menningartengd starfsemi eru stærsti hluti gjaldeyristeknanna. Stóriðjan felur ekki lengur í sér stærstu hagrænu möguleikana því að vegna erlends eignarhalds á þungaiðnaðarverksmiðjunum og lágs orkuverð til þeirra, skila sjávarútvegurinn, ferðaþjónustan, nýsköpun og menningartengd starfsemi meira en tvöfallt meiri virðisauka inn í þjóðfélagið en stóriðjan.  

1. Það er löngu liðin tíð að við getum ekki virkjað til okkar eigin nota og tekið nógu mikið frá fyrir okkur sjálf. En vegna þess ofurveldis stóriðjunnar að hún er enn ríkistrúarbrögð og notar 80% af orku landsins er þrengt að þessum kosti okkar.

Þrátt fyrir ofangreint halda enn velli stóriðjutrúarbrögðin og trúin á "orkufrekan iðnað", sem er eins og nafnið bendir til mesta mögulega bruðl með orkuna. Það er eins og ekkert hafi gerst síðan 1965.  


mbl.is Raforkan er að verða uppseld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki hefur þurft að virkja fyrir almenna notendur í mjög mörg ár, þökk sé stóriðjunni. Nú er sennilega breytinga þörf, þökk sé auknum umsvifum á öllum sviðum.

Örugg afhending orku til allra er líka stóriðjunni að þakka. Það heyrir til undantekninga ef truflanir verða á orkuafhendingu til almennings en fyrir Búrfell og Sigöldu var það algengt.

"Eitthvað annað" hefur aldrei verið skammaryrði nema þegar því er fleygt fram á ábyrgðalausan hátt í þeim tilgangi að koma í veg fyrir virkjanaframkvæmdir.

Mjög athyglisvert framtak er í gangi á Austurlandi um möguleika á frekar vinnslu á áli. Það verður spennandi að fylgjast með því. Þetta er ekki einfalt, ef það væri það væri einhver kapitalisti fyrir löngu búinn að uppgötva gróðavonina.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2015 kl. 19:49

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Á sama tíma og forstj. LV talar um að selja rafmagn til Evrópu um sæstreng, kemur fram­kvæmda­stjóri markaðs- og viðskiptaþró­un­ar hjá Lands­virkj­un fram og segir " Allt uppselt".

Athyglisvert.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2015 kl. 19:53

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.12.2005:

"Alpan hf. hefur ákveðið að flytja álpönnuverksmiðju sína frá Eyrarbakka til bæjarins Targoviste í Rúmeníu."

"Þórður Bachmann framkvæmdastjóri segir að fyrirtækið keppi á alþjóðlegum mörkuðum og þar hafi samkeppnin harðnað á undanförnum árum á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækja í útflutningi hafi versnað stórlega, bæði vegna aukins innlends kostnaðar, skorts á vinnuafli og mjög hás gengis krónunnar.

Ekki er við því að búast að starfsumhverfið batni á næstunni að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár."

Álpönnuverksmiðjan flutt frá Eyrarbakka til Rúmeníu

Þorsteinn Briem, 12.1.2015 kl. 20:42

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Raforkuvinnsla hér á Íslandi árið 2008 var 16,467 GWh og hafði þá aukist frá árinu áður um 37,5%.

Og notkunin á íbúa jókst úr 38,5 MWh í 51,6 MWh.

Árið 2002 varð raforkunotkunin hér sú mesta í heiminum á mann
en áður hafði hún verið mest í Noregi.

Með Fjarðaáli jókst raforkunotkun stóriðju verulega árið 2008 og hlutur hennar fór þá í 77% af heildarnotkuninni.

Þorsteinn Briem, 12.1.2015 kl. 20:46

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins:

"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til hér á Íslandi á árunum 1990-2004 sköpuðust vegna hátækni.

Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi.

Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni
eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.

Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.

Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu en einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu og um 70% eru flutt úr landi."

Þorsteinn Briem, 12.1.2015 kl. 20:48

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.2.2014:

"Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna [andvirði Kárahnjúkavirkjunar].

Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."

Áhersla lögð á að lækka miklar erlendar skuldir Landsvirkjunar næstu árin

Þorsteinn Briem, 12.1.2015 kl. 20:52

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðspurður hvort [raforkustrengur til Bretlands] muni hækka raforkuverð á Íslandi segir [Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar] að ekki sé þörf á því en ríkisstjórnin þurfi samt að finna leið til að halda verðinu niðri.

Ef norska leiðin yrði farin yrði orkuiðnaðurinn enn með góð kjör og langtímasamninga en verð til almenna markaðarins væri svo pólitísk ákvörðun.

Gert er ráð fyrir að um 20 ár tæki að greiða upp slíkan streng og endingartíminn yrði um 40 ár."

Lokaskýrsla ráðgjafahóps um lagningu sæstrengs til Bretlands, júní 2013 bls. 20

Þorsteinn Briem, 12.1.2015 kl. 20:57

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.11.2014:

"Aluminum fell the most in more than a week as slumping oil prices signal lower costs to produce the energy-intensive metal."

"While crude is not the primary source of energy for the aluminum producers, energy accounts for about 30 percent of output costs and falling oil prices may have a deflationary impact, according to Macquarie Group Ltd."

Aluminum Drops After Oil Prices Slump to Lowest in Four Years

Þorsteinn Briem, 12.1.2015 kl. 21:30

10 identicon

Vinnu frekar en tekjur? Stóriðja skilar rúmlega 20% af útflutningstekjum okkar en notar til þess innan við 1% vinnuaflsins. Það er leitun að atvuinnuvegi sem skilar hærri tekjum per starfsmann. Það þarf um 30 ferðaþjónustustarfsmenn til að skila sömu gjaldeyristekjum og 1 stóriðjustarfsmaður skilar. Það sem vantar eru störf sem skila sömu gjaldeyristekjum per starfsmann og stóriðjan. Þetta "Eitthvað annað" skilar oft litlum tekjum fyrir mikla vinnu.

Hábeinn (IP-tala skráð) 12.1.2015 kl. 23:34

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það verður einnig að líta á kostnaðinn við að afla teknanna, "Hábeinn".

Þorsteinn Briem, 12.1.2015 kl. 23:39

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hábeinn nefnir athyglisverða staðreynd, hve fráleitt er þegar því er haldið fram að stóriðjan skapi svo mikla atvinnu. Þessi starfsemi sem notar 80% af orku landsins skapar aðeins 1% af vinnuaflinu! 

Ómar Ragnarsson, 12.1.2015 kl. 23:55

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar seljum ekki ál og kísiljárn, heldur raforku til stóriðjunnar hér á Íslandi, sem er í eigu útlendinga.

T
ekjur af raforkusölu til stóriðjunnar að frádregnum kostnaði við að framleiða raforkuna eru að sjálfsögðu miklu minni en verðmæti áls og kísiljárns sem flutt er út.

Og mikill meirihluti virðisaukans í stóriðjunni er fluttur úr landi.

Landsvirkjun tekur gríðarlega há lán hjá erlendum lánastofnunum til að reisa virkjanir og greiðir vexti af þessum erlendu lánum að andvirði tugmilljarða íslenskra króna á ári.

Og mjög lágt verð fæst fyrir hverja kílóvattstund til álveranna, þar sem mikil raforka er seld hverju og einu álfyrirtæki.

Auk þess þarf að flytja til landsins mikið magn af súráli til álframleiðslunnar og greiða fyrir það með erlendum gjaldeyri.

Árið 2013 varð ferðaþjónustan hins vegar stærsti útflutningsatvinnuvegurinn hér á Íslandi og árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals að andvirði 238 milljarða króna.

Þar að auki eru að meðaltali hærri laun í ferðaþjónustunni hér á Íslandi en í stóriðjunni, eins og undirritaður hefur margoft sýnt hér fram á.

Þorsteinn Briem, 13.1.2015 kl. 01:45

14 identicon

Nokkurt sé ég neikvætt við stóriðjuna síðustu.
1: Það var tekið risa-skref í því samhengi að meirihluti orkuframleiðslu fer til stóriðju.
2: Umfang framkvæmdanna hjálpaði þesnlubólunni eins og fýsibelgur glóð.
3: Viðbragð stjórnvalds og fjármagnskerfis var týpískt, - vaxta-okur með stuðningi stjórnvalda undir þeirri yfirskrift að það yrði að halda aftur af eðlilegri nýsköpun.

Afleiðingunni búum við með í dag. Og núna eru menn fyrst að átta sig á því að það er búið að virkja það mikið, að viðbætur að einhverju magni kosta blóðfórnir á íslenskri náttúru.
Ég er ekki að sjá að það verði af sæstreng. Það þyrfti eitt stykki Kárahnjúka-ævintýri til þess að því tæki.
Og grátt er að horfa á það, að orka sé að verða uppseld, bæði til landans sjálfs, og svo hagstæðari kosta en stóriðju.

Jón Logi (IP-tala skráð) 13.1.2015 kl. 08:00

15 identicon

Já, það er satt hjá Hábeini að hvert starf í álveri skapi meiri tekjur en hvert starf í ferðaþjónustu, því mikið er um svarta atvinnustarfsemi í ferðaþjónustu.

Vert ere líka að benda á það, að stóriðjan á Austurlandi hefur skapað 1,5 afleitt starf víðsvegar um landið.

Lítil dæmi, í Fjarðarbyggð varð til atvinnumannaslökkvi- og sjúkralið í tengslum við álverið sem nærliggjandi byggðarlög njóta góðs af, og hefur stóraukið allt öryggi á svæðinu.  Samtals starfa 25 menn hjá þessu slökkvi- og sjúkralið.

Til er catering fyrirtæki á Reyðafarfirði, sem er með 35 manns í vinnu og býr til máltíðir fyrir um 800 munna daglega, en allri þessir 800 munnar eru á einna eða annan hátt fyrirvinnur.

Á Eskifirðir er starfrækt hreingerningarfyrirtæki sem þjónustar álverið, en hjá þessu fyrirtæki starfa um 40 manns.

Hjá Fjarðabyggðahöfnum starfa um 70 manns, mestmegnis í kringum álvershöfnina á Reyðarfirði.

Bæði Eimskip og Samskip eru með fjölmennar starfsstöðvar í Fjarðabyggð, nokkuð sem var ekki raunin fyrir álverið þar.

Að auki hófu fyrirtæki eins og Krónan, BYKO, Húsasmiðjan, Mannvit, EFLA, Johan Rönning, BM Vallá, auk fjöldi lögmanns- og fasteignastofa, starfsemi á Reyðarfirði eftir að álverið varð að veruleika þar.

Allt þetta er greinilega þyrnir í augu þeirra er eru á móti álverinu þarna, og vilja heldur að fólk komi bara suður á Mölina.

H. Austmann (IP-tala skráð) 13.1.2015 kl. 10:52

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Steini, kostnaður skiptir ekki máli, enda eru peningarnir sem Landsvirkjun notar, ekki teknir frá öðrum verkefnum ríkisins. Kostnaður vegna fjárfestinga í virkjunum skiptir engu máli, heldur arðsemin og hún er alveg með ágætum, eins og tölur frá LV sýna. Ef lífeyrissjóðirnir hefðu fjárfest í Kárahnjúkavirkjun árið 2003, í stað þess að "gambla" á erlendum mörkuðum, væri staða þeirri mun betri í dag.

Og Steini, ekki koma með tölur um tap hjá LV, því það er ekki fyrir hendi þó þú finnir einstök ár með tapi. Virkjanir eru langtíma fjárfestingar og eðlilegt að tap sé í byrjun.

Það er rétt Jón Logi, að virkjanaframkvæmdirnar eystra voru sem olía á eld í þenslubólunni 2005-2008, en það var ekki hægt að sjá fyrir rétt eftir aldamótin þegar ákvörðun um framkvæmdir var tekin.

Áhrifin voru þó minni en sumir halda. Í hlufalli voru það um 15% vegna Kárahnjúka. 

Svo er annar misskilningur í gangi; orkan sem við eigum virkjaða í dag er uppseld, en orkan er ekki búin. Það vantar töluvert upp á það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2015 kl. 11:02

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ágæt samantekt hjá Austmanni.

Ekki má gleyma því að um 2-300 störf hafa tapast í sjávarútvegi úr samfélagi Fjarðabyggðar á sama tíma og álvers uppbyggingin átti sér stað. Að hluta vegna tækniframfara og að hluta vegna tilfærslu kvóta.

Ástandi á Austfjörðum væri skelfilegt ef ekki væri fyrir álverið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2015 kl. 11:06

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íbúum á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað mikið, aðallega vegna aukinnar þjónustu og háskólastarfsemi á því svæði og það á einnig við um Akureyri.

Íbúum í þeim sveitarfélögum sem nú mynda Fjarðabyggð, framleiðslusveitarfélagi, fækkaði hins vegar um 11,2%, eða 582, á árunum 1998-2013, þrátt fyrir álverið í Reyðarfirði.

Og í framleiðslubyggðarlaginu Vestmannaeyjum fækkaði íbúum á þessu tímabili um 8,8%, eða 407, og þeim sem búa á því svæði sem nú er í Dalvíkurbyggð fækkaði um 10,5%, eða 218, í byggðarlögum sem nú mynda Ísafjarðarbæ fækkaði íbúum um 15,3%, eða 675, og þeim sem búa á svæðinu sem nú er í sveitarfélaginu Norðurþingi, til að mynda Húsavík, fækkaði um 14,6%, eða 489.

Íbúum á svæðinu frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar fjölgaði hins vegar á þessu tímabili um 25%, eða 41.073, og í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði íbúum um 16,5%, eða 2.544, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Þeim sem búa í byggðarlögunum sem nú eru í sveitarfélaginu Akureyri fjölgaði því meira á tímabilinu 1998-2013 en íbúum í þeim byggðarlögum sem nefnd eru hér að ofan fækkaði, samtals 2.371.

Þorsteinn Briem, 13.1.2015 kl. 18:23

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.3.2011:

"Landsvirkjun og Evrópski fjárfestingarbankinn (EIB) skrifuðu í dag, 23. mars, undir nýjan lánasamning að fjárhæð 70 milljónir evra, jafnvirði 11,3 milljarða króna.

Lokagjalddagi
lánsins er á árinu 2031 og ber lánið millibankavexti, auk hagstæðs álags.

Í lánasamningnum er ákvæði um lágmarks lánshæfiseinkunn ríkissjóðs.

Lánið er mikilvægur áfangi í fjármögnun Búðarhálsvirkjunar en Landsvirkjun undirritaði sambærilegt lán frá Norræna fjárfestingarbankanum þann 16. mars síðastliðinn að fjárhæð 70 milljónir Bandaríkjadollara [um níu milljarðar króna].

Þorsteinn Briem, 13.1.2015 kl. 18:27

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vaxtagjöld Landsvirkjunar árið 2008 voru 178 milljónir Bandaríkjadala, um 22 milljarðar króna.

Og árið 2008 tapaði Landsvirkjun 345 milljónum Bandaríkjadala, um 43 milljörðum króna.

Þorsteinn Briem, 13.1.2015 kl. 18:29

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nettóskuldir Landsvirkjunar voru 1. janúar 2013 309,4 milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2012, andvirði tveggja Kárahnjúkavirkjana.

Rekstrartekjur
Landsvirkjunar voru 6,5% minni árið 2012 en 2011, "sem að hluta má rekja til lækkandi álverðs," segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.

Heildarkostnaður við Kárahnjúkavirkjun verður vart undir 146 milljörðum króna
, samkvæmt upplýsingum sem Landsvirkjun sendi frá sér í janúar 2008.

Þorsteinn Briem, 13.1.2015 kl. 18:34

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Fljótsdalsstöð fer fram raforkuvinnsla Kárahnjúkavirkjunar, afl stöðvarinnar er 690 MW og raforkan fer öll til álvers Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði.

Þorsteinn Briem, 13.1.2015 kl. 18:40

23 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Íbúum" í Fjarðabyggð fækkaði ekki, Steini. Þeim fjölgaði o.t.a.m. á Reyðarfirði um næstum 100%, úr 620 í um 1200.

Þegar álverið var í byggingu voru hér um 1800 farandverkamenn þar af um 1600 útlendingar, flestir Pólverjar og allir skráðir sem íbúar hér. Þeir fóru þegar byggingu álversins lauk og þá setti Steini upp reiknisstokkinn og fékk út að íbúum Fjarðabyggð fækkaði.

Svona bull heyrist reglulega í þeim sem voru og eru á móti framkvæmdunum eystra. Þetta er endaleysa.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2015 kl. 18:51

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íbúum í þeim sveitarfélögum sem nú mynda Fjarðabyggð, framleiðslusveitarfélagi, fækkaði um 11,2%, eða 582, á árunum 1998-2013, þrátt fyrir álverið í Reyðarfirði, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.

Það er staðreynd.

Þorsteinn Briem, 13.1.2015 kl. 19:14

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.12.2005:

"Ekki er við því að búast að starfsumhverfið batni á næstunni að mati Þórðar, því auk álversframkvæmda og virkjana sem þeim fylgja hafi hið opinbera miklar framkvæmdir á prjónunum næstu ár."

Álpönnuverksmiðjan flutt frá Eyrarbakka til Rúmeníu

Þorsteinn Briem, 13.1.2015 kl. 19:18

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.7.2014:

"Í fyrsta skipti í sögu landsins skilar þjónustuútflutningur þjóðarbúinu meiri tekjum en vöruútflutningur og þar munar mestu um ferðaþjónustu.

Um 2,4 milljarða halli var á vöruskiptum við útlönd á fyrri helmingi þessa árs, 2014."

"Neikvæðan vöruskiptajöfnuð á fyrri hluta ársins má aðallega skýra með tvennu:

Lægra verðmæti sjávarafurða og lægra álverði en á sama tíma í fyrra.

Tiltölulega lágt verð er á okkar helstu útflutningsafurðum og þar vegur lækkandi álverð hvað þyngst," segir Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands.

"Við höfum ekki náð að auka vöruútflutning eftir hrun, þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi verið í sögulegu lágmarki.

En þjónustuútflutningur hefur aukist, einkum vegna ferðaþjónustu, og þaðan eru útflutningstekjurnar að koma.""

Þjónusta skilar nú meiru en vöruútflutningur

Þorsteinn Briem, 13.1.2015 kl. 19:31

28 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skilur þú ekki það sem er sagt við þig? Íbúum fækkaði ekki í fjarðabyggð, þeim fjölgaði.

Er einhver heilaskemmd í gangi hjá þér. Afsakaðu, en þetta virðist valid spurning.

Ég sagði einhvern tíma að þú værir svo bilaður að það væri ekki hægt að rökræða við þig og hét því að gera sjálfum mér það ekki. Hvað var ég að hugsa? yell

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.1.2015 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband