Fyrsta boðorðið og fremst í forgangsröð.

Það er að sjálfsögðu nauðsynlegt að senda út neyðarkall ef flugvél er í nauð. Þó er það ekki efst á forgangalista þess, sem gera þarf í erfiðleikum í flugi, heldur er efst í forgangsröð, eða eins konar fyrsta boðorð, krafan um að hafa stjórn á vélinni og sjá um að hún haldist á flugi allt frá flugtaki til lendingar. Ef eitthvað annað brýnt kemur til greina má það ekki verða til þess að vélin verði stjórnlaus . 

Þetta er eitt af því fyrsta sem flugnemum er kennt. 

Ástæðan fyrir þessari forgangsröðun er byggð á reynslu úr þúsundum flugatvika þar sem mönnum láðist, stundum ekki nema örstutta stund, "að fljúga vélinni", þ.e. að hafa stjórn á henni. 

Sé til dæmis ekki hægt að koma í veg fyrir að flugvél geti haldist á lofti, er skárra að beina henni inn til "stjórnaðrar lendingar" heldur en að streitast við hið ómögulega og láta hana ofrísa á flugi og falla stjórnlaust til jarðar.  

Þegar flugstjóri malasísku vélarinnar "var of upptekinn við að reyna að ná stjórn á flugvélinni til að senda út neyðarkall" eins og það er orðað í frétt frá rannsakendum slyssins, var það vegna þess að án þess að hafa stjórn á vélinni var hún dauðadæmd.

Og ástandið virðist hafa verið þannig, að hann háði það krefjandi baráttu, að það krafðist allra hans krafta og athygli.   

 

Jafnvel þótt flugstjórinn hefði sent út neyðarkall hefði það út af fyrir sig engu breytt, nema að minnka möguleikana á því að ná stjórn á vélinni, og þrátt fyrir að hann gæfi allt í það að reyna að "fljúga vélinni", varð slysið það alvarlegt að engin von var til þess, allra síst í því mikla óveðri, sem geysaði, að hægt yrði fyrir björgunarmenn að bjarga nokkrum á lífi í tæka tíð.   


mbl.is Of upptekinn til að senda neyðarkall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 20.1.2015 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband