Framför. Þeir geta þetta !

Það er búið að vera allt annað að sjá til íslenska handboltalandsliðsins á móti Frökkum en í fyrri leikjum þess. Þótt vel gengi í síðari hluta leiksins við Alsír er það ekki sambærilegt við það þegar vel gengur á móti jafn frægu landsliði og því franska.   

Á góðum degi geta þeir þetta ! Þeir eru aðeins fjórum mörkum frá því að skora jafn mörg mörk í einum hálfleik á móti sjálfum Frökkum og þeir skoruðu í öllum leiknum við Svía.

Ef þetta gengur svona vel áfram er ekki amalegt að horfa á þennan leik, en fyrir bragðið missir maður af stórskemmtilegum leik Þjóðverja og Dana þar sem íslenskir þjálfarar eru stórum hlutverkum beggja vegna vallarins. 

 

P. S. Ógnar spennandi leikur endaði með jafntefli við meistarlið Frakka, sem drógu Íslendinga upp á annað plan en fyrr. Nú er bara að láta ekki slakari liðin, sem eftir eru, draga liðið niður, en það kemur oft fyrir í íþróttum.  

 

 


mbl.is Frábær úrslit gegn Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband