30.1.2015 | 14:35
Alvarlegasti "forsendubresturinn"?
Hækkun á húsaleigu um 40% á þremur árum lítillar verðbólgu er stærri frétt en svo að það sé auðskilið, af hverju hún hefur hlotið jafn litla athygli og raun ber vitni.
Ástæðan gæti verið sú, að enn sem komið er, eru húsnæðisleigjendur mikill minnihluti landsmanna og virðist eiga sér mun áhrifaminni talsmenn en hinn stóri meirihluti eigenda húsnæðis.
Það er til dæmis athyglisvert að hinn svonefndi "forsendubrestur" sem talinn var réttlæta tilfærslu á 80 milljörðum króna að mestu frá skattgreiðendum sjálfum, til þeirra sem hefðu orðið fyrir umræddum forsendubresti, fékk ekki hljómgrunn varðandi þá leigjendur, sem augljóslega guldu fyrir það að forsendubresti húseigendanna, sem þeir leigðu hjá, var velt yfir í leiguverðið.
Nú heyrast fréttir um hremmingar hjá félögum eins og Búmönnum, og þær líða bara hjá án frekari útskýringa, svo sem á því hvort ekki hafi þar verið um sams konar "forsendubrest" að ræða og hjá þeim sem fengu í gegn skuldaniðurfærslu á dögunum.
Stórhækkun húsaleigu er stórmál, sem fer furðulega hljótt miðað við það að heil kynslóð ungs fóks stendur nú frammi fyrir öðrum og grimmari veruleika en ungt fólk hefur staðið frammi fyrir í meira en hálfa öld.
Þetta væri minna mál ef þetta unga fólk gæti leitað til góðs framboðs á hentugu leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði eins og í nágrannalöndunum. En stöðug hækkun húsaleigu sýnir að svo er ekki, því miður.
Leiguverðið rýkur upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
17.10.2013:
Þrjú þúsund leiguíbúðir byggðar í Reykjavík á næstu fimm árum
Þorsteinn Briem, 30.1.2015 kl. 14:45
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 29.1.2015 (í gær):
"Um miðjan október á síðasta ári skrifaði ég ykkur um það að hugmyndasamkeppni um RÚV-lóðina í Efstaleiti væri í undirbúningi.
Nú eru samningar um það í höfn ásamt tveimur öðrum sem við samþykktum í borgarráði áðan.
Í fyrsta lagi gerðum við samkomulag um að 20% af byggingarrétti á svæðinu renni til Reykjavíkurborgar til uppbyggingar á leiguhúsnæði, stúdentaíbúðum eða búseturéttaríbúðum.
Í öðru lagi blásum við til skipulagssamkeppni um deiliskipulag á lóðinni og uppbyggingu á henni.
Þriðji samningurinn kveður á um að borgin leigi af Ríkisútvarpinu efstu hæðirnar í útvarpshúsinu undir þjónustumiðstöð Laugardals, Háaleitis og Bústaða sem hingað til hefur verið staðsett í frekar leiðinlegu húsnæði í Síðumúla 39."
Fallegur og skynsamur maður, borgarstjórinn okkar.
Þorsteinn Briem, 30.1.2015 kl. 14:45
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri 29.1.2015 (í gær):
"Mikil uppbygging framundan á Kirkjusandsreit:"
"Um helmingur byggingarmagns verður atvinnuhúsnæði, skrifstofur og þjónusta en við gerum ráð fyrir um 300 nýjum íbúðum á svæðinu og Reykjavíkurborg mun ráðstafa um 180 af þeim, meðal annars til eflingar leigumarkaðar."
Þorsteinn Briem, 30.1.2015 kl. 14:52
Steini,
Farðu nú að hætta að "stokka" hann Ómar greyið!
Ingimundur G. (IP-tala skráð) 30.1.2015 kl. 15:12
Skrifaðu um efni pistils Ómars Ragnarssonar en ekki undirritaðan, "Ingimundur G."
En þú hefur væntanlega ekkert um pistilinn að segja.
Hef skrifað hér síðastliðin átta ár og mun halda því áfram, eins og hér hefur komið fram nokkur hundruð sinnum.
Skammastu svo til að skrá þig hér undir þinni kennitölu ef þú þarft endilega að skrifa hér athugasemdir um þá sem það gera.
Þorsteinn Briem, 30.1.2015 kl. 15:36
Þegar talað er um lækkun leiguverðs vantar oftast að geta þess að vegna húsnæðisverðs, skatta, vaxtataps, viðhalds og annars kostnaðar þá er leiguverð oftast undir kostnaðarverði. Og þá vaknar spurningin hver á að niðurgreiða leiguna svo hún verði engum byrði?
Sjálfur er ég rúmlega miðaldra og hef oft séð ástandið verra en það er nú. Hér áður þurfti fólk helst að byggja sjálft og setti öll sín kvöld, helgar og sumarfrí til nokkurra ára í byggingarvinnu. Leiga var öll svört, réttur leigenda enginn og verðið síst lægra en það er í dag. Þegar par leigði þá vann venjulega annað fyrir leigunni og einstaklingar leigðu sér herbergi.
Nú kallast það neiðarástand og harðindi ef ekki fæst íbúð leigð í hundrað og einum fyrir sama og strætókort og keypt fyrir verð á góðum bíl.
Hábeinn (IP-tala skráð) 30.1.2015 kl. 19:02
Ég held að Ómar sé að vekja athygli á stöðu þeirra sem þurfa að leigja og hver kostnaðurinn sé í dag. Hefur ekkert með verð í strætó eða á bílskrjóð að gera,nema Hábeinn vilji koma sér þar fyrir í staðinn fyrir íbúð.
Flestir Svisslendinga búa í leiguhúsnæði. "Die Faustregel" er þessi. Borgaðu ekki meira en 20-25% af brúttólaunum fyrir húsnæði, ekki fara yfir 25%. Og þetta gengur vel upp, einnig fyrir tekjulægri hópa. Þá er einnig stöðugleikinn mikill. Vorið 2005 tók ég íbúð á leigi í Basel og núna 10 árum seinna hefur leigan ekki breyst um einn Franka.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.1.2015 kl. 19:36
Finnland fékk aðild að Evrópusambandinu árið 1995:
"Fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%."
Þorsteinn Briem, 30.1.2015 kl. 20:07
Leiga á hvern fermetra í þriggja herbergja íbúð:
Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar og á Seltjarnarnesi 1.932 krónur.
Reykjavík á milli Kringlumýrarbrautar og Reykjanesbrautar 1.763 krónur.
Grafarvogur, Grafarholt, Árbær, Norðlingaholt og Úlfarsárdalur 1.638 krónur.
Breiðholt 1.560 krónur.
Um 24% dýrara er því að leigja þriggja herbergja íbúð í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar og á Seltjarnarnesi en í Breiðholti, sem er eðlilegt vegna fjölmargra og stórra vinnustaða vestan Kringlumýrarbrautar og því engan veginn nýjar fréttir að verð og leiga á íbúðarhúsnæði sé hærra þar en annars staðar.
Fólk vill yfirleitt búa sem næst sínum vinnustað og spara þannig meðal annars mikinn tíma í ferðalög á milli heimilis og vinnustaðar, mikil bensínkaup, slit á bílum og jafnvel kaup á öðrum bíl á heimili.
19.2.2014:
Leiguupphæð íbúðarhúsnæðis á öllu landinu - Þjóðskrá
Steini Briem, 27.7.2014
Þorsteinn Briem, 30.1.2015 kl. 20:10
Handelsbanken - Aktuella boräntor
Þorsteinn Briem, 30.1.2015 kl. 20:13
"Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að afborganir af 20 milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til 20 ára eru að meðaltali einni milljón króna hærri á ári en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.
Á 20 árum er íslenska lánið ríflega 19 milljónum króna dýrara en það franska."
Þorsteinn Briem, 30.1.2015 kl. 20:13
Það er ekkert erfiðara fyrir ungt fólk í dag að kaup íbúð en það hefur alla tíð verið. Fullyrðingar um annað er kjaftæði.
Leiguverð er enn undir stofnkostnaði íbúðarhúsnæðis. Mánaðarleg afborgun af 20 milljónum er u.þ.b. 150.000. Við það bætist viðhald og rekstrarkostnaður, fasteignagjöld, tryggingar o.s.frv. Kostnaður verður yfir 200.000 á mánuði.
Til að fá uppí þennan kostnað þarf leigan af 25 milljón kr. Íbúð að vera mun meiri en hún er í dag, og svo þarf að taka tillit til skatta af húsaleigu.
Það er léleg fjárfesting að kaupa og leigja fyrir minna en 15 til 20 þús. tekjur á mánuði fyrir hverja fjárfesta milljón, eða ca. 300.000 af 25 milljóna íbúð.
Bjarni (IP-tala skráð) 31.1.2015 kl. 01:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.