Gullæði nútímans: Olían.

Aldirnar í sögu mannkynsins svo sem steinöld, bronsöld og járnöld, eru mældar í þúsundum ára. Allar draga þær nöfn af þeim efnum, sem notuð voru í áhöld af ýmsu tagi.

Öldunum var gefið nafn eftir á, en 1945 töldu margir að hafin væri atómöld, sem tæki við af steinöld.

Beislun kjarnorkunnar var að sönnu risaskref, en þó höfðu tímamótin orðið hálfri öld fyrr, þegar olíuöldin gekk í garð, svo gríðarlega byltingu færði nýting hennar og tæknibyltingin sem var samfara henni, mannkyninu.

En olíuöldin verður varla nema andartak í samburði við steinaldirnar, bronsöld og járnöld, innan við 200 ár, svo óhemju hratt jókst orkunotkunin, og svo undra hratt mun hún dala á ný.

Sagan sýnir að "svarta gullið", olían, hefur verið sterkasta aflið sem stjórnað hefur stjórnmálum heimsins síðan um aldamótin 1900, og gildir það jafnt um heimsstjórnmál og stjórnmál í einstökum löndum.

Allt frá stórfelldum fyrirætlunum um heimshöfn í Finnafirði eða annars staðar á norðausturhorni Íslands til hugmynda olíuflutninga suður endilöng Bandaríkin í risaolíuleiðslu í stað flutninga frá Kanada til Kína, taka þröng peningasjónarmið, græðgi og skammsýni ætíð völdin þegar olían er annars vegar.

Fyrir þeim sjónarmiður verður allt að víkja, svo sem siðfræði, stjórnmálastefnur, trúarbrögð, hugmyndafræði og hugsjónir.

     


mbl.is „Þetta lagafrumvarp er hneyksli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Svarta "gullið" er verðlaus framtíð.

Ómengað "vatnsgullið" er verðmætasta gullið í framtíðinni.

Samt er vatnið notað óspart við að kæla álsteypuklumpana í álframleiðslu á Íslandi.

Hvað borga álrisarnir fyrir kælivatnið í álverunum á Íslandi?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.1.2015 kl. 20:32

2 identicon

Rafmagniið fyrir góðu börnin verður svo framleitt með olíu vondu barnanna.

Bjarni siem (IP-tala skráð) 1.2.2015 kl. 10:06

3 identicon

Sæll.

Það er smávægileg villa í fréttinni. Olía frá Kanada er send til USA með lest. Olíuleiðsla er miklu betri og öruggari kostur en með lest enda ekki langt síðan slys varð í Kanada þar sem margir fórust þegar lest sem flutti olíu fór útaf teinum í bæ einum og tugir létust í eldum. Umhverfisverndarsinnum er auðvitað sama um það sem og að lestirnar sem flytja olíuna brenna olíu og þessum flutningsmáta fylgir meiri mengun en olíuleiðslu.

Vandinn er hins vegar að mikið af þeim olíuleiðslum sem í notkun eru þarna eru orðnar ansi gamlar og í því liggur talsverð hætta. Demókrötum er hins vegar alveg sama um það enda stefna þeir að því að koma mannkyni aftur á steinöld líkt og skoðanasystkini þeirra hérlendis í Sf og Vg.  

Demókratar hafa færst mikið til vinstri undanfarna áratugi. Kennedy lækkaði skatta en flokkssystkini hans í dag vilja bara hækka skatta.

Greining þín á dölun olíunotkunar er röng. Menn tala stundum um að svo og svo mikið sé til af olíu. Slíkir útreikningar eru afar holir enda skiptir öllu máli hvaða verð fæst fyrir olíuna. Í bili er Kanada olíuauðugasta land í heimi en ef olía heldur áfram að lækka í verði verður of dýrt að vinna þá olíu og þá verður afar vafasamt að telja þeirra olíulindir með. Hátt olíuverð undanfarin ár hefur sömuleiðis leitt til mikillar þróunar í hybrid bílum og flugfélög geta sparað sér miklar fjárhæðir með því að nota sparneytnar þotur.

Helgi (IP-tala skráð) 1.2.2015 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband