Vantar meiri upplýsingar.

Heyra má og sjá hjá ýmsum hægri mönnum mikla andstöðu gegn því að Sjálfstæðisflokkurinn standi að því að "ríkisvæða náttúruperlur landsins". Sumir þessara hægri manna hafa áratugum saman verið afar hrifnir af öllu því sem bandarískt er, ekki síst það sem Republikanar hafa gert í landi frelsisins. 

En hið sanna er, að leitun er að þjóð sem hefur tekið vernd og umsjá helstu náttúruverðmæta lands síns fastari tökum en Bandaríkjamenn með því að þjóðnýta þau og láta alla, líka "heimamenn", borga fyrir aðgang að þeim svæðum þar sem þurft hefur að borga mikið fé til að vernda náttúruna og tryggja öruggan og farsælan aðgang að henni. 

Í Bandaríkjunum eru allir helstu þjóðgarðar og náttúrugersemar í eigu almennings og væri slíkt fyrirkomulag hér á landi gilti svipað um frægustu gersemar okkar eins og Geysi, Gullfoss, Kerið, Dettifoss, Hveraröndina í Námaskarði og Dimmuborgir, svo að dæmi séu tekin.

Fyrir langalöngu hefur helstu stöðum og svæðum af þessu tagi verið komið í þjóðareign, til dæmis í formi þjóðgarða, í þessu landi einkaframtaksins, og aðgangur er ekki seldur á þann hátt að hann þurfi endilega að dekka allan kostnaðinn við þjóðgarðana og friðuðu staðina og svæðin, heldur er bætt við hann úr ríkissjóði Bandaríkjanna eins og til þarf til að tryggja náttúruvernd og öruggt aðgengi eins og kostur er.

Í ferðalögum til tuga slíkra svæða austan hafs og vestan síðustu 17 ár hef ég hitt fjölmargt fólk og hvergi heyrt neitt annað en að gestir á slíkum svæðum séu stoltir af því að leggja sitt af mörkum til náttúruverndar. Enda voru línurnar lagðar fyrir mörgum áratugum, jafnvel fyrir meira en öld. 

Og alls staðar hefur þess verið gætt að þeir, sem njóta, sjái greinilega strax við komuna að mörkum þessara svæða, til hvers fjármunirnir renna.  

Það er afar nauðsynlegt að hér á landi sé miðlað upplýsingum um það hvernig aðrar þjóðir hafa brugðist við ófremdarástandi á viðkvæmum svæðum með dýrmætum náttúruverðmætum og ræða sig á grundvelli sem bestra upplýsinga til skástu niðurstöðunnar, hver sem hún verður á endanum.

 

  


mbl.is Kvótavæðing náttúruperla Íslands?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Öðruvísi áður Brá,
upp á fór ég hana smá,
en ekki vil ég Andersen,
enda liggur hún með Ken.

Þorsteinn Briem, 2.2.2015 kl. 21:02

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja voru 238 milljarðar króna árið 2012 og ekki þarf nema örlítið brot af þeirri upphæð til að stækka hér bílastæði, bæta salernisaðstöðu, leggja nýja göngustíga og viðhalda þeim gömlu.

Og íslenska ríkið fær stóran hlut af þeim tekjum sem skatt þessara fyrirtækja.

Þar af leiðandi er engin ástæða til að leggja hér á Íslandi sérstakan skatt á erlenda ferðamenn vegna einhverra göngustíga.

Íslenskir og erlendir ferðamenn geta að sjálfsögðu greitt fyrir afnot af salernum og bæði íslenskir og erlendir ferðamenn nota hér göngustíga.

Og að sjálfsögðu greiða ferðamenn fyrir leiðsögn og gistingu.

Þorsteinn Briem, 2.2.2015 kl. 21:06

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - Capacent Gallup 2.2.2015 (í dag):

Samfylking 18%,

Björt framtíð 13%,

Píratar 12%,

Vinstri grænir 11%.

Samtals 54% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 40% og þar af Framsóknarflokkur 13%.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 2.2.2015 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband