Þegar páfinn kom til Bandaríkjanna.

Í ferðalagi til Múrmansk í Sovétríkjunum með hópi ungra og frískra bílablaðamanna 1978 sögðu leiðsögumenn okkar að vændi þekktist ekki í þessu ríki jöfnuðar, frelsis og alræðis öreiganna. 

Búið væri að útrýma því í krafti kommúnismans. 

Strax tveimur dögum síðar höfðu tveir bílablaðamannanna aðra sögu að segja og útskýringin væri sú að í svona hernaðarlega mikilvægri hafnarborg væru konur af þessu tagi á launum hjá KGB sem njósnarar og því ekki vændiskonur í kapítaliskum skilningi þess orðs. 

Úr því að tengd frétt er um þetta fyrirbæri alveg uppi í hlaðvarpa páfans í Róm kemur í hugann saga af ferð páfa fyrir mörgum árum til Bandaríkjanna. 

Hann kveið fyrir því að lenda í klónum á aðgangshörðum blaðamönnum vestra og leitaði ráðlegginga hjá fróðum manni á því sviði. 

Ráðgjafinn sagði honum að ef erfiðar og jafnvel ósvifnar spurningar dyndu á honum, væri skást að segja sem minnst og bera við vanþekkingu ef ekki vildi betur. 

Þegar páfinn stóð frammi fyrir blaðamönnum við komuna til New York var fyrsta spurningin, sem dundi á honum: "Yðar heilagleiki, hver er skoðun yðar á vændiskonum?" 

Minnugur ráðlegginganna svaraði páfinn: "Hvað, eru nokkrar vændiskonur hér?"

Og risafyrisögn blaðsins var auðvitað: "Það fyrsta sem páfinn spurði um þegar hann kom til New York, var: Eru nokkrar vændiskonur hér?"


mbl.is Samþykkja „rautt“ svæði í Róm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrði þessa sögu þannig að hann hefði spurt um næturklúbba. Auðvitað aukaatriði. Mórallinn venjulega þó sá að stundum er búið að ákveða svarið með spurningunni. t.d. eins og ef ég spyrði "Ómar ertu hættur að berja konuna þína?".Hvorugt svarið er gott, "já" eða "nei"!

http://49beaverbrook.blog.is/blog/49beaverbrook/entry/1577598/

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 7.2.2015 kl. 19:58

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pútín hefur ákveðið að reisa vændiskvennamúra í kringum Rússland, sem enginn kemst yfir nema fuglinn ljúgandi.

Fjölmargir Rússar hafa aldrei komið til Moskvu, enda er verðlag í borginni gríðarlega hátt miðað við rússnesku landsbyggðina, þar sem flestir lepja dauðann úr skel.

Í borg um 200 kílómetra frá Moskvu heimsótti ég hjón sem eiga ekki einu sinni þvottavél. Hún vinnur í verksmiðju í eigu bandaríska stórfyrirtækisins Procter & Gamble en hann er bílstjóri yfirmanna hjá rússnesku fyrirtæki og ekur gamalli Volgu.

Í Moskvu býr hins vegar vinkona mín sem kaupir tískufatnað nánast á hverju degi og fer flestöll kvöld á dýrustu skemmtistaði borgarinnar.

Rússland Pútíns.

Þorsteinn Briem, 7.2.2015 kl. 21:04

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... nánast á hverjum degi ...", áður en "Þorvaldur S" kemst í málið.

Óskar Helgi Helgason á þessu bloggi í dag:

"Miklu nær - stendur Rússland samtímans: hinu aldna Hersa- og Keisaraveldi (862 - 1917), að minnsta kosti hugmyndafræðilega ..."

Þorsteinn Briem, 7.2.2015 kl. 21:20

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þýskir njósnarar láta ekki sitt eftir liggja.

Sigurgeir Jónsson, 7.2.2015 kl. 22:29

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Úr Vesturbænum.

Sigurgeir Jónsson, 7.2.2015 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband