Núverandi Mini er of stór.

Hinn upprunalegi Mini sem kom fram 1959 kom fram í nokkurn veginn alveg eins útgáfum, Annars vegar sem Austin Seven og hins vegar sem Morris Mini Minor.

Alls voru notuð fimm orð í tegundarheitinu og á endanum stóð Mini eitt eftir. 

Forsaga Mini nafnsins var sú að Morris Minor var fyrsta snilldarhönnun Alec Issigonis árið 1948, breiðari og lægri en fyrirrennaranir og myndi teljast vera í Yaris stærðarflokki nú.

Þegar Issigonis hannaði bíl aldarinnar hvað hönnun snerti, (85% fólksbíla heims eru með sömu uppsetningu á vél og drifbúnaði og gamli Mini) fékk hann heitið Mini Minor þegar hann var með Morris merkinu.

Hann var jafn rúmgóður og Minor þótt hann væri 70 sentimetrum styttri, 15 sentimetrum mjórri 17 sentimetrum lægri og 200 kílóum léttari en Minor.

Akstureiginleikarnir gerðu hann að sigursælasta rallbíl heims á sjöunda áratug síðustu aldar. 

Hinn nýi Mini var og er hins vegar álíka langur og Minor var og 18 sentimetrum breiðari og þvi óumdeilanlega í öðrum stærðarflokki en forfaðirinn. Í raun er hann minnsti BMW bíllinn. 

Þótt aksturseiginleikar hans nálgist eiginleika forföðurins er hann alltof stór til þess að sama tilfinning fáist við að aka honum og gamla Mini. 

Því eru það góðar fréttir að til standi að framleiða nýjan bíl, sem fer hálfa leið í áttina að gamla Mini, og því kannski aukaatriði að búið sé að snúa stærðarmun hinna upprunalegu Mini og Min Minor við. 


mbl.is Sameinast um nýjan Mini
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband