Að "toppa" á réttum tíma.

Íþróttasagan greinir frá því hvernig bestu afreksmenn hafa lent í því að "toppa" á röngum tíma.

Eftir rúmlega aldar langa reynslu á formúlan að liggja fyrir, en bestu þjálfunaraðferðirnar eru orðnar svo margbrotnar og vísindalegar að það getur enn komið fyrir færasta afreksfólk og heilu hópana að ná hámarksgetu annað hvort of snemma eða of seint.

Íslendingar bundu til dæmis miklar vonir við þátttöku Torfa Bryngeirssonar í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Helsinki 1952. Ef ég man rétt varð hann fyrir slæmum innvortis meiðslum í aðdragandanum og það truflaði að vísu, en samt var hann á afar góðu róli í að byggja sig upp og ekki vantaði keppnisskapið, samanber það þegar hann vann stangarstökkið í sigrinum fræga á Dönum og Norðmönnum árið áður með hálbólgu og hita og setti glæsilegt Íslandsmet.

En Torfi klikkaði gersamlega í Helsinki, komst að vísu í úrslit en var langt frá sínu besta. 

Eftir leikana var farið í smá keppnisferð um Norðurlönd og þá brá svo við að Torfi stórbætti Íslandsmetið, stökk 4,35 metra, en það hefði dugað til gullverðlauna á OL í Berlín 1936.

Ragnar Lundberg Evrópumeistari í greininni, sem toppaði í Helsinki og krækti í bronsið, sagði að hann hefði ekki átt roð í Torfa þar ef hann hefði verið í þessum ham fyrr um sumarið.

Nú virðist Aníta Hinriksdóttir á uppleið í aðdragana EM og er vonandi að hún "toppi" ekki of snemma, heldur nákvæmlega á réttum tíma.   


mbl.is Aníta bætti Íslandsmetið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hi Omar, have a look at your plane in my blog, I took it as I was in Iceland with my wife in July 2012. Can you transfer it to M. Dagfinnur Stefánsson as I don't have his e-mail. I can transfer a high resolution file if you want (I have it as a poster here - in Canada).

Don't hesitate to send me an e-mail. I will be back in Reykjavik in May !

Alain

Alain Fréchet (IP-tala skráð) 8.2.2015 kl. 14:59

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mig minnir að Torfi hafi orðið fyrir meinlegu slysi sem hafði eitthvað með ferðatösku að gera... hvort hann tók hana upp og tognaði, man ekki alveg en held að það hafi ekkert haft með að toppa of snemma að gera.

Gott dæmi er um að toppa of snemma var íslenska landsliðið í handbolta fyrir ÓL í Seúl 1988. Þá var Bogdan þjálfari. Rétt fyrir mót unnum við Rússa í Laugardalshöllinni og það var fyrsti tapleikur þeirra í tæp tvö ár. Þetta rússneska lið var klárlega eitt besta handboltalið sögunnar, með örvhentu skyttuna Tuchskin, línumannströllið Atavin og Lavrov í markinu. 

 Styrkleikalisti Alþjóðahandknattleikssambandsins setti Ísland í fjórða sæti heimslistans skömmu fyrir leikana og því urðu vonbrigðin mikil með árangurinn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.2.2015 kl. 15:17

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nei, það var Örn Clausen sem tognaði við það að vippa þungri ferðatösku upp í hilli. Maginn sprakk hins vegar í Torfa ef ég man rétt. 

Ómar Ragnarsson, 8.2.2015 kl. 16:08

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ok, takk fyrir leiðréttinguna

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.2.2015 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband