Raunsæispólitík. Spánn 1936-39 og Kórea 1950-53.

Rausæispólitík (real politic) á sér forsögu í Þýskalandi. Otto von Bismarck notaði hana til að ná sínu fram, stjórna atburðarásinni og lokka Frakka til að hefja stríð 1870 sem þeir töpuðu á niðurlægjandi hátt. Í anda Bismarcks spratt valdið fram úr byssuhlaupunum, stríð unnust með járni og blóði og hervald var forsenda fyrir sterkri samningsstöðu. 

Ekkert af þessu er fyrir hendi hjá núverandi valdhöfum í Úkraínu, herinn er ónýtur, mikil spilling í landi sem er við gjaldþrots dyr, og ekki vinnandi vegur að standa í Rússum nema að með stórfelldri útþenslu og mögnun hernaðar í boði NATO upp í skala Evrópustríðs, sem enginn getur grætt á, heldur getur stefnt öllu í bál og brand. 

Í borgarastyrjöldinni á Spáni 1936-39 sendu stórveldin menn og vopn þangað til þess að hafa árhrif á gang stríðsins, en Bretar og Frakkar voru í viðjum kreppu, samdráttar og atvinnuleysis á sama tíma og Hitler hafði skrúfað upp hagvöxt og nær útrýmt atvinnuleysi í Þýskalandi.

Í Frakklandi ríkti sundurlyndi og getuleysi í stjórnmálum og mikill ótti var við það að efna til annarrar heimsstyrjaldar. Stalín dró Sovétmenn út úr stríðinu og Franco vann með aðstoð Mussolinis og Hitlers.

Í Kóreustríðinu vildi McArthur yfirhershöfðingi láta varpa kjarnorkusprengjum á Kína vegna aðstoðar Kínverja við Norður-Kóreumenn í formi vopnasendinga og "sjálfboðaliða". NATO þjóðir höfðu áður fyrir einskæra tilviljun vegna fjarveru Sovétmanna í Öryggisráðinu getað sent lið til til Suður-Kóreu til að afstýra því með naumindum að Norður-Kóreumenn næðu öllu landinu á sitt vald. 

Truman hafði vit fyrir Mc Arthur og rak hann.  

Nú segja sumir að líkja megi Putin við Hitler og benda á sláandi samanburð varðandi innlimum þýskumælandi manna í Súdetahéruðunum í Tékkóslóvakíu inn í Þýskaland 1938 og í kjölfarið kröfur um "Pólska hliðið"í Póllandi sem var þýskt land fyrir 1919.

Nú sendi Pútín menn og vopn til austurhluta Úkraínu þar sem Rússar hafa haft ítök og Rússar hafi þegar innlimað Krímskagann sem var rússneskt land fyrir 1954.

Og Rússar segja nú um Pútín að hann sé fyrsti alvöru leiðtogi landsins, rétt eins og Þjóðverjar sögðu á fjórða áratug síðustu aldar að Hitler væri fyrst alvöru leiðtogi Þjóðverja síðan Bismarck leið. 

Samanburðurinn á  hins vegar ekki við nema að hálfu leyti. Í samræmi við kenningar Hitlers um sókn til austurs og "lífsrými" Þjóðverja í Austur-Evrópu, hlaut hann að knýja þetta fram með hervaldi ef annað dugði ekki og ná þýskum yfirráðum allt austur til Úralfjalla.

Ekki sést hins vegar að Pútín hafi svipað í huga, að leggja undir sig Evrópu allt vestur til Atlantshafs, enda hefur hann ekki yfir að ráða nægum hefðbundum herafla til þess og beiting kjarnorkuvopna er vitfirring. 

Í bili nægir honum við viðhalda svipuðu ástandi áfram og nú er í austanverðri Úkraínu og þess vegna hentar gæti myndun hlutlauss svæðis utan um þann hluta landsins, eins og Merkel og Hollande leggja til, hentað honum vel í bili.

Merkel er raunsæisstjórnmálamaður og veit að samningsaðstaða Rússa er sterk í krafti hervalds þeirra við suðurlandamæri sín. ESB og Vesturveldin eru einfaldlega komin of langt austur og verða að sýna lipurð og kænsku til þess að ætla sér ekki um of.  

Án austurhlutans með sínar auðlindir og iðnað er Úkraína máttlaus og verður byrði á Vesturlöndum ef þau ætla að halda vestrænt þenkjandi valdhöfum uppi í Úkraínu með stórfelldri aðstoð.

Kóreustyrjöldin tók þrjú ár og endaði með pattstöðu eftir að víglínan hafði færst til og frá og endað á svipuðum stað og landamæri Suður- og Norður-Kóreu voru í upphafi stríðsins.

Svipað gæti gerst nú ef báðir deiluaðilar sýna gætni og raunsæi. Krímskagi verður aldrei aftur hluti af Úkraínu, svo mikið er víst, og varðandi hann hefur Pútín þegar "endurskrifað landamæri Evrópu."   


mbl.is Dró fram rússnesk vegabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"ESB og Vesturveldin eru einfaldlega komin of langt austur og verða að sýna lipurð og kænsku til þess að ætla sér ekki um of."

Úkraína vill sjálf fá aðild að Evrópusambandinu og NATO.

Evrópusambandsríkin (ESB) eru langt frá því að vera eitt ríki.

"Stórríkið":

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."

NATO er varnarbandalag og að sjálfsögðu ekki eitt ríki.

"Kjarni Atlantshafsbandalagsins (NATO) er 5. grein stofnsáttmálans, þar sem því er lýst yfir að árás á eitt bandalagsríki í Evrópu eða Norður-Ameríku jafngildi árás á þau öll.

En 5. greinin hefur aðeins verið notuð einu sinni, 12. september 2001, eftir hryðjuverkaárás á Bandaríkin."

NATO og Rússland hafa engan áhuga á að ráðast á hvort annað og báðir aðilar vita það mæta vel.

Þorsteinn Briem, 8.2.2015 kl. 17:11

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Án austurhlutans með sínar auðlindir og iðnað er Úkraína máttlaus og verður byrði á Vesturlöndum ef þau ætla að halda vestrænt þenkjandi valdhöfum uppi í Úkraínu með stórfelldri aðstoð."

Enda þótt Úkraína vilji fá aðild að annars vegar Evrópusambandinu og hins vegar NATO fengi það ekki aðild strax í fyrramálið.

Serbía sótti til að mynda um aðild að Evrópusambandinu árið 2009 og Tyrkland hóf aðildarviðræður við Evrópusambandið árið 2005.

Þar að auki þurfa öll Evrópusambandsríkin að samþykkja aðild nýrra ríkja að Evrópusambandinu og engan veginn víst að þau samþykki öll aðild til að mynda Tyrklands að sambandinu, enda þótt samningar tækjust einhvern tímann um aðildina.

Þorsteinn Briem, 8.2.2015 kl. 17:37

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Án austurhlutans með sínar auðlindir og iðnað er Úkraína máttlaus og verður byrði á Vesturlöndum ef þau ætla að halda vestrænt þenkjandi valdhöfum uppi í Úkraínu með stórfelldri aðstoð."

Þeir sem eru af rússnesku bergi brotnir í Úkraínu eru í meirihluta í einungis litlum hluta af austanverðu landinu.

"In the 2001 Ukrainian census, 8,334,100 identified as ethnic Russians (17.3% of the population of Ukraine [þar af um 5% á Krímskaganum]), this is the combined figure for persons originating from outside of Ukraine and the autochthonous population declaring Russian ethnicity."

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/6/66/Ukraine_ethnic_2001_by_regions_and_rayons.PNG

Þorsteinn Briem, 8.2.2015 kl. 17:51

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Án austurhlutans með sínar auðlindir og iðnað er Úkraína máttlaus og verður byrði á Vesturlöndum ef þau ætla að halda vestrænt þenkjandi valdhöfum uppi í Úkraínu með stórfelldri aðstoð."

Uppreisnarmenn af rússnesku bergi brotnir ráða einungis litlum hluta af austanverðri Úkraínu.

Ukraine map, 30 January 2015

Þorsteinn Briem, 8.2.2015 kl. 18:11

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Allt bendir til að Merkel sé að makka við Pútín.Það yrði ekki í fyrsta skipti sem fulltrúar þessara landa eru að makka um að skipta löndum á milli sín.Þetta er búið að ganga öldum saman.Útsendarar þjóðverja.meðal annars íslenskir úr Vesturbænum eru á ferðinni í Rússlandi.

Skipting úkraínu liggur fyrir.Þjóðverjar ætla sér vesturhlutann og Rússar fá austurhlutann.Þýskaland notar síðan Kanan þar til hann fær nóg af lygum Angelu Merkel.

Sigurgeir Jónsson, 8.2.2015 kl. 22:55

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 9.2.2015 kl. 02:30

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 9.2.2015 kl. 02:32

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 9.2.2015 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband