12.2.2015 | 09:48
Útþensla veldur oftast óróa og tortryggni.
Mannkynssagan greinir frá ótal dæmum um það að útþensla á ýmsum sviðum veldur oftast óróa og tortryggni. Þetta átti við um útþenslu stórvelda fyrri tíma svo sem Persa, Rómaveldis og Múslimatrúarinnar.
Útþensla verður oftast á kostnað einhverra, sem telja sig verða að veita andóf.
Í öllum svona tilfellum hafði útþenslan styrjaldir í för með sér, jafnvel þótt tilgangurinn væri ekki alltaf svo slæmur, svo sem í Krossferðunum, þar sem hugsjónin var að breiða út friðarboðskap og fagnaðarerindi Kristindómsins, en notað vopnavald til þess.
Á Stiklastöðum í Noregi er stór stytta af Ólafi helga Haraldssyni sitjandi á hesti með Biblíuna í annarri hendi og veifandi sverði í hinni.
Útþensla frönsku byltingarinnar sem varð fljótt að hernaðarlegri sigurfíkn Napóleons, kostaði svonefndar Napóleonsstyrjaldir í tvo áratugi.
Útþensla Prússlands og síðar Þýskalands olli styrjöldum í meira en eina og hálfa öld og urðu styrjaldirnar æ skelfilegri eftir því sem á leið.
Útþensla Bandaríkjanna og heimsvelda nýlenduveldanna kostuðu styrjaldir, ekki aðeins við að þenja út þessi nýlenduveldi, heldur líka vegna þess að þjóðir eins og Þýskaland, Ítalía og Japan töldu sig vera afskipt, og útþensla japanska veldisins ár árunum 1905-45 kostaði hrikalegar stríðsfórnir.
Hitler stefndi með einbeittum brotavilja að útþenslu Þriðja ríkisins og í kjölfar Seinni heimsstyrjaldarinnar var útþensla á vegum tveggja risavelda, Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, efni í kalt stríð með ýmsum styrjöldum svo sem í Kóreu og Víetnam.
Þegar Kalda stríðinu lauk hófst útþensla NATO og ESB til austurs og var með furðu friðsamlegu yfirbragði lengi vel. En þegar lagt er upp í ferðalag verður að hyggja að ferðalokum, hvenær, hvar og hvernig þau geti orðið, en það var ekki gert.
Í bjartsýni héldu menn að þessi útþensla gæti orðið friðsamleg þótt hún fælist í því að þenja út hernaðarbandalag, bara vegna þess að hernaðarbandalagið var skilgreint sem varnarbandalag.
Þá gleymdu menn því að "varnarbandalögin" sem stofnað var til á báða bóga í aðdraganda tveggja heimsstyrjalda urðu til þess að þau stríð urðu þeim mun vítækari og skelfilegri sem bandalögin voru stærri og öflugri og svardagar bandalagsþjóðanna meiri, og að hugsjónin um fælingarmátt hernaðarbandalaga getur oft fætt af sér andhverfu þess sem í orði kveðnu er stefnt að.
Öllum mátti verða ljóst að þegar farið var í útþensluleiðangurinn til austurs í Evrópu eftir fall Berlínarmúrsins 1989 myndi koma að því að komið yrði að endamörkum útþenslunnar og að nauðsynlegt væri að gaumgæfa vel fyrirfram hvar þau leiðarlok kynnu að verða, jafnvel þótt menn vonuðu að í lokin yrðu allar þjóðir frá Atlantshafi til Úralfjalla eitt samfellt sæluríki lýðræðis og mannúðlegrar markaðsvæðingar.
Menn gleymdu særðu stolti fyrrum risaveldis, gleymdu því, að svonefndir öryggishagsmunir vega ávallt þyngst í huga þjóðanna og að það er erfitt fyrir utanaðkomandi að ráða því hvernig hver þjóð lítur á sína hagsmuni.
Þess vegna rambar Evrópa "óvænt" á barmi stórstyrjaldar rétt eins og menn hafi ekkert lært af því sem gerðist fyrir rúmri öld. Og þegar grannt er skoða sést, að það er ekki svo "óvænt".
Allri útþenslu, hversu jákvæðum augum sem menn líta á hana, linnir við einhver endamörk, hvort sem mönnum líkar betur eða verr.
Skilyrði Rússa óásættanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Pútín 10.12.2004:
"As for enlargement of the Euroepan Union, we have always seen this as a positive process.
Certainly, enlargement gives rise to various issues that have to be resolved, and sometimes they are easy to resolve, sometimes not, but both sides have always shown a desire to find mutually acceptable solutions and we do find them.
If Ukraine wants to join the EU and if the EU accepts Ukraine as a member, Russia, I think, would welcome this because we have a special relationship with Ukraine.
Our economies are closely linked, including in specific areas of the manufacturing sector where we have a very high level of cooperation, and having this part of indeed our economy become essentially part of the EU would, I hope, have a positive impact on the economy of Russia."
"On the other hand, we are building a common economic space with the European Union, and we believe this is in the interests of both Russia and the European Union countries and will harmonise our economic ties with Europe.
But these projects are not in contradiction with the possibility of any country joining the European Union, including Ukraine.
On the contrary, the possibility of new members joining the EU makes our projects only more realistic.
But I repeat that the plans of other countries to join the EU are not our direct affair."
Press Conference Following Talks with Spanish Prime Minister Jose Luis Rodriguez Zapatero
Þorsteinn Briem, 12.2.2015 kl. 17:57
18.8.2012:
"All major political parties in Ukraine support full eventual integration into the European Union."
"The current Azarov Government continues to pursue EU-integration.
During May and June 2010 both Prime Minister Mykola Azarov and Ukrainian Foreign Minister Kostyantyn Hryshchenko stated that integration into Europe has been and remains the priority of domestic and foreign policy of Ukraine."
Ukraine-European Union relations
Þorsteinn Briem, 12.2.2015 kl. 17:59
"... í Krossferðunum, þar sem hugsjónin var að breiða út friðarboðskap og fagnaðarerindi Kristindómsins, en notað vopnavald til þess."
"Krossferðirnar voru herfarir kaþólskra Evrópumanna á hendur þeim sem þeir töldu heiðingja á seinni hluta miðalda.
Aðallega voru það múslímar sem urðu fyrir barðinu á krossförunum en einnig heiðnir Slavar, gyðingar, rússneskir og grískir rétttrúnaðarsinnar, Mongólar, Katarar, Hússítar, Valdensar, Prússar og pólitískir andstæðingar páfans.
Krossfarar sóru eið og fengu syndaaflausn fyrir vikið."
Krossferðir
Þorsteinn Briem, 12.2.2015 kl. 18:12
Dæmi:
Steini Briem, 18.2.2009
Þorsteinn Briem, 20.2.2015 kl. 13:05
Steini Briem, 18.2.2009
Þorsteinn Briem, 20.2.2015 kl. 13:07
Steini Briem, 18.2.2009
Þorsteinn Briem, 20.2.2015 kl. 13:09
Íslendingar hafa nú þegar fengið alls kyns styrki frá Evrópusambandinu, til að mynda Inga Dóra Sigfúsdóttir, sem var aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra.
21.2.2015 (í gær):
Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor við Háskólann í Reykjavík fær 300 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu
Þorsteinn Briem, 22.2.2015 kl. 07:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.